Umhverfisráðherra - kærkomin nýjung í íslenskri stjórnsýslu

ÞórunnÞórunn Sveinbjarnardóttir stendur fast í báða fætur sem umhverfisráðherra. Það er nokkuð sem landsmenn eiga ekki að venjast en er skemmtileg tilbreyting.

Í þessum úrskurði er um að ræða afar verðmætt náttúrusvæði, eitt stærsta votlendi landsins, friðland og samþykkt sem Ramsarsvæði.

Fyrir rúmum áratug var annað slíkt svæði eyðilagt af skammsýnum mönnum með þverun Gilsfjarðar. Þar var öll skynsemi látin lönd og leið, áhrifamenn keyrðu framkvæmdina í gegn með harðsvíruðum áróðri á þeim nótum að þeir sem vildu bæta veginn með öðrum hætti mætu mannslíf einskis. Reyndar var það grjótkast úr glerhúsi því markviss vanhöld á veginum í þeim tilgangi að knýja á um þverun fjarðarins stuðluðu að tveimur banaslysum.

Niðurstaðan hvað fjörðinn varðar er að lífríki hans í dag er nánast dautt. Hvorki silungur eða lax gengur lengur upp í árnar innan við þverunina. Eflaust veldur þar miklu að brúin á þveruninni er svo stutt að vatnaskipti innan hennar eru því sem næst engin. Í firðinum gætti áður mests munar á flóði og fjöru á landinu og á stórstaumsfjöru var fjörðurinn eitt samfellt leirusvæði marga kílómetra út frá botni með tilheyrandi fuglalífi.

Á komandi árum munu menn vilja þvera fleiri firði og leggja undir þá mörg náttúrufarslega verðmæt svæði. Það er því gott til þess að vita að það sé mættur til leiks alvöru umhverfisráðherra sem þorir að standa fast í báða fætur.


mbl.is Umhverfisráðherra hafnar veglagningu um Grunnafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo ánægð með hana Þórunni að ég get varla á heilli mér tekið.. Loksins loksins LOKSINS er komin fram Ráðfrú sem stendur við sína sannfæringu en lætur ekki glepjast og breytast eftir því hvaða vindátt blæs... Þrefallt handahlaup fyrir Þórunni..

Björg F (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:10

2 identicon

Sæll Dofri

(Hvorki silungur eða lax gengur lengur upp í árnar innan við þverunina.)

Hvaða ár ertu að tala um Dofri? 

Bjðrn Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Kleifaá, Brekkuá og Ólafsdalsá.

Dofri Hermannsson, 22.8.2007 kl. 13:36

4 identicon

Já, þannig er þetta nú bara ... menn fá hugljómun afla henni fylgis og í krafti pólitískrar aðstöðu er  hún knúin fram . Enginn grundvallarhugsun eða umhverfisáhrif komast að...bara anað áfram villt og galið.  Þverun Gilsfjarðar er sígilt dæmi um þetta allt saman... hörmlegt og viðkomandi til ævarandi skammar hneysu.

Þó er það nú svo að það er jafn hættulegt að verða alveg heilagur og að ekkert megi gera ...við verðum að lifa í þessu landi við sæmileg kjör...allar kynslóðir hafa þurfta að fórna einhverju til að öðlast sæmilega tilveru en í þeirri 0furtækniveröld sem við búum í er auðvelt að rústa óbætanlega á afar stuttum tíma...aðgát skal höfð 

Sæavar Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband