"Stórskuldug vegna skorts á plássi á frístundaheimili"

Þetta er fyrirsögn fréttar á síðu 2 í Blaðinu í dag. Þar lýsir einstæð móðir því hvernig það fór með efnahaginn að fá ekki pláss fyrir barnið sitt á frístundaheimili. Hún er ekki ein um þetta. Í borginni vantar enn 2000 börn pláss á frístundaheimili. Einungis 700 hafa fengið vistun.

Það er vond tilfinning að vita af barni sínu, 6-10 ára, einu heima - jafnvel þótt ekki sé nema stutta stund. Foreldrar í þessum sporum eru á nálum í vinnunni eftir kl. 13.30 þegar skólanum lýkur. Það er reynt að skutlast með barnið til afa og ömmu, biðja eldri systkyni eða frændfólk að líta eftir þeim eða stelast til að taka þau í vinnuna. Hjá mörgum er engu neti ættingja og vina til að dreifa.

Ég veit nokkur dæmi þess frá í fyrra að fólk hafi þurft að segja upp vinnunni af þessum sökum. Þá voru foreldrar í þessari stöðu nokkur hundruð - nú eru foreldrar 2000 barna í þessari stöðu, m.a. vegna meiri eftirspurnar eftir frístundaplássum.

Í fyrra flaut athafnastjórnmálamaðurinn, formaður ÍTR, sofandi að feigðarósi í þessum málum og ekkert gerðist í málinu fyrr en farið var að ráðum Samfylkingarinnar um að bjóða upp á hlutavistun.

Þá kom í ljós að margir foreldrar sem voru með fulla vistun þurftu ekki á henni að halda, gátu (og vildu gjarna) komið fyrr heim 1-2 daga í viku. Þessir foreldrar vildu gjarna taka færri daga, borga minna sem því nam og leyfa fleirum að njóta þjónustunnar.

Í þessari stöðu vakna óneitanlega nokkrar spurningar

  1. Var meirihlutanum ekki ljóst eftir ástandið í fyrra að sama staða eða verri yrði nú í haust?
  2. Af hverju afréð meirihlutinn þrátt fyrir þetta að hætta að bjóða upp á hlutavistun?
  3. Finnst formanni ÍTR, sem nú mun leiða starf nefndar sem er að móta fjölskyldustefnu Reykjavíkurborgar, það fjölskylduvænt að 6-10 ára börn séu skilin eftir ein heima? Nú eða að börn sem aðeins þurfa vistun 3 daga í viku geti bara valið um að borga fyrir 5 daga eða sleppa þjónustunni alveg?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband