6.9.2007 | 10:11
Lækka tæpast á næstunni
Það er afar hæpið að vextir á Íslandi lækki á næstunni. Núna er spáð um 6% verðbólgu næsta misserið og vegna verðbólgumarkmiða peningastefnunnar getur Seðlabankinn alls ekki lækkað vextina við þau skilyrði.
Á næsta ári spá menn talsverðri veikingu krónunnar sem óhjákvæmilega fylgir samsvarandi hækkun á innfluttum vörum og þjónustu sem svo aftur þýðir verðbólguskeið. Ef hinni umdeildu peningastefnu verður ekki kippt úr sambandi þýðir það áframhaldandi okurvexti á íslenskum lánum.
Vextir á yfirdrætti eru rúm 20% sem er hærra en Mafían telur borga sig að vera með á okurlánum því hærri vextir skili í raun engu nema brotnum hnéskeljum og öðrum vandræðum.
Nú eru algengir vextir á íbúðarlánum að stíga upp í 6% sem þýðir að í 6% verðbólgu eru vextirnir í raun um 12%. Verðtryggingin platar hins vegar því hún bætir hækkuninni við höfuðstólinn í stað þess að rukka hana beint.
6% verðbólga í ár myndi hækka 20 milljóna húsnæðisskuld um 1 milljón. Þrátt fyrir að á sama tíma hafi verið borgaðar rúmlega 1,4 milljónir af láninu.
Nú eru allir sem tök hafa á í atvinnulífinu að losa sig úr krónufjötrunum. Vaxtastefnan, verðbólgan og verðtryggingin hefur nú knúið smærri fyrirtæki og einstaklinga til að taka erlend lán. Það setur aukinn þrýsting á að fá greitt fyrir vöru sína og þjónustu í erlendri mynt, til að minnka gengisáhættu.
Fyrirtækin í landinu hafa svarað spurningunni um krónuna með fótunum. Eftir stendur almenningur sem er bundinn í báða skó. Ef til vill ættu það að vera helstu kröfur verkalýðshreyfinganna að launafólk fái greitt í erlendri mynt að hluta eða öllu leyti. Það gæti lækkað fjármagnskostnað heimilanna um milljónir.
Stýrivextir Seðlabanka áfram 13,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Á ekki Evran að leysa öll okkar vandamál?
Garðar Valur Hallfreðsson, 6.9.2007 kl. 10:51
Dharma.
Ég hefði nú haldið að starfsmaður Glitnis hefði meiri skilning á peningamálastefnunni en þetta. T.d. hefur verðtryggingin þau áhrif að fólk finnur ekki mikið fyrir hærra verði á peningum - hækkunin leggst við höfuðstólinn í stað þess að dynja á fólki strax. Það er helst að fólk finni fyrir hærri yfirdráttarvöxtum en það er ekki hægt að stýra neyslu heillar þjóðar með því einu. Að ætla að bremsa af þensluna í þjóðfélaginu með stýrivaxtahækkunum er því eins og að ætla að stöðva fullhlaðinn vörubíl með handbremsunni.
Í annan stað er athyglisvert hvað pistillinn þinn endurspeglar litla trú á almenningi og ég held að ég hafi ekki séð aðra eins forræðishyggju í orðum stækustu afturhaldskomma. En góðar stundir.
Dofri Hermannsson, 6.9.2007 kl. 11:32
Rétt hjá Dofra! Dharma skilur alveg vandamálið, nema hann neitar bara að skilja að lausnina og að Evran væri stór partur í henni. Dharma vill bara stunda áfram áranguslausa neyslustýringu á almenning með því að breyta vaxtastíginu, þegar sannleikurinn er sá að breyting á vöxtum í Evrópu eða Bretlandi hafa meiri áhrif á fyrirtækin hérna heldur en þær sem eru gerðar hér á Íslandi. Ríkið getur ekki stýrt magni fjármagns sem er í gangi í svona litlu hagkerfi nema með því að halda að sér höndum á uppgangstímum og eyða miklu í samdrætti - þessir vextir hérna hafa nær engin áhrif. Þess vegna er alltaf best fyrir okkur að henda þessum gjaldmiðli, og losna þannig við verðtrygginguna (því gengisáhættan hverfur) og fá mun lægri vexti í leiðinni.
Þetta hefur orðið raunin í öllum löndum Evrópu sem hafa tekið upp evruna, þrátt fyrir að afturhalds-Dhörmur þeirra landa hafa haldið öðru fram. Þetta verður raunin hér líka.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.9.2007 kl. 12:26
Áhugaverðar pælingar.
Er evrunni um að kenna að það er atvinnuleysi í Evrópusambandinu? Ég man ekki betur en að atvinnuleysi í Þýskalandi hafi verið töluvert hátt áður en evran var tekin upp og það sama gilti fyrir Frakkland o.s.frv. Og ég veit ekki til þess að það hafi hækkað síðan þá, frekar lækkað af eitthvað er.
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.9.2007 kl. 14:34
Ja hérna, nú er ég sammála honum Dharma svona í öllum meginatriðum.
Við eyðum langt um efni fram og höfum gert lengi...neyslugleðin er alveg gengdarlaus.
Sjálfsagt þróumst við svona hægt og sígandi í átt að upptöku evru..umræðan er komin í gang með það. Í Kastljósi í gær fannst mér forsætisráðherra orðinn ansi linur í andstöðunni.
Kv.
Sævar Helgason, 6.9.2007 kl. 15:16
Ástæðan fyrir því að vextir eru svona háir á Íslandi Dharma er útaf því að þetta er eina stjórntækið sem er verið að nota til að reyna draga út fjármagni sem er í gangi, og þar sem vextir eru næstum gagnslausir til þess hér vegna auðvelds aðgangs að erlendu fjármagni - þá er eru vextirnir skrúfaðir í botn. Það sem Dorfi og aðrir evrusinnar eru að benda á er að fyrst að þetta er gagnslaust stýritæki þá eigum við að sleppa því; enda hefur flöktið á krónunni meiri áhrif á verðbólguna en háir vextir ná að spyrna á móti.
Krónan sveiflast ekkert með hagkerfinu hérna, hún sveiflast eftir spákaupmennsku. Ef hún myndi fylgja þróun innanlands þá myndi hún lækka við 30% niðurskurð á þorskkvóta en ekki hækka daginn eftir eins og hún gerði um daginn. Það er bara bull að tala um atvinnuleysi ef við værum innan EMU, þú þarft ekki að horfa lengra en til Danmerkur sem eru með gjaldmiðil sem er beintengdur við evruna en er með mjög lítið atvinnuleysi! Hagfræðin segir okkur einnig að það skipti meira máli að halda verðbólgu lágri en að halda skefjum á atvinnuleysi þannig að rökin þín eru hvort sem er bara bjánaskapur. Þannig að sama þótt svarið þitt hafi verið langt, þá er það ennþá jafn rangt.
Það er heldur ekkert rétt hjá þér að kaupmáttur sé gríðalega hár hjá öllum, ríkisstarfsmenn hafa t.d. setið eftir og kaupmáttuaraukning kennarastéttarinnar hefur verið neikvæður síðastliðin ár. Verðbólga hefur næstum aldrei verið undir þolmörkum síðan flotgengið var sett á, og þetta kerfi er í raun búið að syngja sitt síðasta - sumir eiga bara eftir að viðurkenna það. Það er hinsvegar allt önnur saga; það sem skiptir máli núna er að almenningur er að borga brúsann af því að stjórntækið vextir virkar ekki - sama hversu mikið íhaldið vill halda í það, að því virðist aðeins af íhaldssökum.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.9.2007 kl. 16:34
hvaða bjánaskapur er þetta Dharma, neytendur þurfa ekki að taka ábyrgð á neyslunni sinni í dag vegna þess að verðbólgan smyrst á lánin þeirra í formi verðtryggingar! Það er fáranlegt að halda því fram að með öðrum gjaldmiðli þar sem verðbólgan myndi ekki dreifast á 40 ár að þá myndi fólk ekki taka eftir afleiðingum neyslugleði sinnar! því það er akkurat það sem mun gerast.
Stundum skilur maður ekki hvað þið eruð að fara þarna í blue man group.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.9.2007 kl. 00:09
ég er gapandi yfir heimskunni í þér Dharma! ÞAÐ ER FÁRANLEGT að reyna halda því fram að atvinnuleysi aukist við inngöngu í ESB eða upptöku evru hér á landi! jafn bjánalegt eins og að ég fari að halda því fram að meðalhiti muni hækka því meðalhiti sé hærri á meginlandi Evrópu. Ég veit ekki hvaða meinloka þetta er í ykkur íhaldsdrengjunum - atvinnuleysi í Þýskalandi er meira af sagnfræðilegum orsökum en efnahagslegum.
Enda eruði þið íhaldið að verða einir með þetta rugl ykkar, allt atvinnulífið og stjórnendur alvöru bankana á Íslandi eru evru menn.. ögarnar til hægri og vinstri ná alltaf saman um allskonar svona rugl - eins og skjaldborg um örmynt og að viðhalda fákeppni í landbúnaði.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.9.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.