Hlýtur að leita jafnvægis

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið í jafnvægi undanfarin ár og verð á fasteignum er enn talsvert yfir byggingarkostnaði. Verktakar hafa byggt þúsundir íbúða og nú hlýtur þessi markaður að vera að mettast.

Í fjölmiðlum má sjá nýtt met í fjölda seldra eigna í hverjum mánuði og verðið mun alltaf vera að hækka. Samt er það þannig að maður sér sömu eignirnar auglýstar mánuð eftir mánuð á fasteignavef Moggans.

Þar er ekki um neina hjalla að ræða, heldur bara fínustu íbúðir og hús í grónum hverfum, sem einhverra hluta vegna virðast ekki seljast þrátt fyrir alla þessa uppsveiflu á húsnæðismarkaðnum.

Sumir segja að fólk sé aðallega að kaupa nýbyggingar, kannski af því það er auðveldara að fá lán út á þau vegna reglna um brunabótamat.

Það hljómar ekki ósennilega hjá Þorvarði Tjörva þegar hann segir líkur á að húsnæðisverð fari að lækka.


mbl.is Óróinn mun lækka húsnæðisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég held hann Þorvaldur Tjörvi ætti að glugga svolítið í honum afa sínum til að geta skýrt betur út fyrir okkur tilveruna. Eða hvað  merkir þetta í raun: Tími ódýrs fjármagns er á enda runninn.

María Kristjánsdóttir, 7.9.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband