Hvað sagði Samfylkingin?

Fyrir ári var Ingibjörgu Sólrúnu álasað fyrir að benda á herkostnað heimilanna og fyrirtækja í landinu af ónýtri krónu. Nú stendur það sama upp úr hverjum manni í atvinnulífinu og meira en annar hver landsmaður er hlynntur eða mjög hlynntur því að taka upp Evru í stað krónu.

Það hefur alltaf verið ljóst að Samfylkingin er flokkur alþýðunnar og ber hag hennar fyrir brjósti. Þess vegna hefur jafnaðarmönnum blöskrað að á Íslandi þurfi fólk að borga 50 milljónir til baka af 10 milljón króna láni en Evrópubúar aðeins 16 milljónir, svo dæmi sé tekið.

Það sem er alltaf að koma betur og betur í ljós er að Samfylkingin er líka sterkasti bandamaður atvinnulífsins af öllum íslenskum stjórnmálaflokkum. Það sýnir sig ekki aðeins í stuðningi við hátækni- og þekkingariðnað, nýsköpun og smærri fyrirtæki.

Þegar þarf að því að bæta starfsumhverfi atvinnulífsins í heild, s.s. viðskiptalífsins, ferðaþjónustunnar og útflutningsgreinanna, með því að ryðja úr vegi úreltum hindrunum eins og krónunni, þá er það Samfylkingin sem ríður á vaðið á meðan aðrir tvístíga eða horfa í gaupnir sér.

Það er eflaust erfitt fyrir unga sjálfstæðismenn í atvinnulífinu að þurfa að hlusta á reiðilestur tiltekins fortíðarpólitíkusar í þessu efni. Skoðanir og stóryrði þess ónefnda manns minna mann hins vegar á þá gleðilegu staðreynd að fortíðin er að baki en morgundagurinn framundan.


mbl.is Meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður pistill Dofri. Áhersla á gott umhverfi fyrir heimilin í landinu og fyrirtækin, fer saman.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.9.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Enda setti Samfylkingin Evrópusambandsaðild á oddinn í kosningabaráttunni í vor? Nei bíddu, hún gerði það alls ekki. Og meira en það þá hafði formaður flokksins lýst því yfir í ágúst 2006 að Samfylkingin væri reiðubúin að leggja allt slíkt á hilluna ef það yrði til þess að greiða leið hans inn í ríkisstjórn - sem hún síðan gerði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi segir þú rétt frá hér Dofri minn, en mér lýst samt illa á sjávarútvegsstefnuna.  Hvar eru aðgerðirnar sem séra Karl V. Matthíasson og fleiri boðuðu fyrir kosningar í sjávarútvegsmálum?  Það á að hlusta á sjómennina sjálfa, þeir vita manna best um ástand fisksins í sjónum.  Það er ljóst að það sem Hafró leggur til grundvallar er rangt, svo að útkoman er rugl.  Þið þurfið virkilega að endurskoða þessi mál, og fara nú þegar að rannsaka sjóinn og allt sem í honum er.  Það skiptir miklu máli fyrir heimilin í landinu að við hér við sjávarsíðuna getum nýtt rétt okkar til að lifa af hafinu.  Þar fara milljarðar í súginn vegna vitlausrar stefnu, og vitlausra útreikninga.  Ég vona að þú og flest af þínu fólki lesi bloggð hans Kristins Péturssonar, þar er maður sem þekkir, veit og þorir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 08:32

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar -  spurning hvort þessi umræða eigi rétt á sér.
Vg er á móti þessu eins og Sjálfstæðisflokkurinn - þannig setjum þessa umræðu á ís í nokkur ár.

Óðinn Þórisson, 8.9.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma. Ég gæti sem best trúað að það hafir verið þú sem ráðlagðir Villa að taka kælinn úr sambandi í ÁTVR.

Dofri Hermannsson, 8.9.2007 kl. 17:33

6 Smámynd: Ingólfur

Þetta er alveg rétt hjá Dhörmu! Hvar værum við eiginlega er við hefðum ekki Sjálfstæðisflokkinn til þess að sinna föðurlegu uppeldi þjóðarinnar, sem er samkvæmt Dhörmu á svipuðu leveli og 6 ára barn.

Ingólfur, 9.9.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband