Störf án staðsetningar

Þessi frétt styður hugmyndir Samfylkingarinnar um að það mætti skilgreina stóran hluta af störfum hins opinbera og bjóða landsmönnum öllum að vinna þau. Við reiknuðum með að miðað við að 20% starfa hjá ríkinu væru óháð staðsetningu myndi árleg starfsmannavelta losa um 300-400 slík störf árlega sem öllum landsmönnum stæðu til boða óháð því hvort þeir vinna í þéttbýli eða dreifbýli.


mbl.is Þúsundir í fjarvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Dofri

Þetta eru athyglisverðar fréttir. En tölfræðilegt yfirlit yfir dreifingu starfa á landsbyggð annars vegar og höfuðborgarsvæðinu er hinsvegar afar takmarkað að því leyti að fyrirtæki sem eru með starfsemi víða í landinu og störf á þeirra vegum eru gerð upp á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilfellum þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Þetta þýðir því að tölfræðileg yfirlit starfa eftir starfsgreinum skipt á landsvæði eru afar ófullnægjandi. Á síðastliðnum árum hefur einnig orðið meira um að fólki keyri milli staða frá heimili til vinnu og öfugt þvert á sveitarfélagamörk. Ekki er hægt að sjá það í uppgjörum hagstofunnar, af því að atvinnuvegaskýrslurnar sem berast hagstofunni sýna einungis uppgjör starfsmanna og ekki í tengslum við búsetu. Ég vænti þess að veruleiki margs vinnandi fólks í um 80 km. radíus í kringum höfuðborgarsvæðið sé að keyra milli heimilis og vinnu jafnvel langar vegalengdir (commuting). Ekki þyrfti annað en að setja einn lítinn dálk í atvinnuvegaskýrslueyðublöðin sem að vinnuveitendur þurfa hvort eð er að fylla út til að varpa ljósi á þennan veruleika.

Anna Karlsdóttir, 12.9.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband