Ályktun borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í tilefni Samgönguviku

 
Samfylkingin vill:
  • Öflugar almenningssamgöngur og forgang á allar helstu stofnbrautir fyrir strætó
  • Stuðla að styttri ferðatíma og vistvænum samgöngum í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur
  • Að hjólreiðar verði öruggur og skjótur samgöngumáti með gerð stofnstíga meðfram helstu samgönguæðum um allt höfuðborgarsvæðið
  • Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta á Miklubraut/Kringlumýrabraut

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar lýsir áhyggjum af þeirri óvissu sem ríkir um stefnu Reykjavíkurborgar í samgöngumálum. Skilaboð sitjandi meirihluta eru misvísandi og engin leið að festa hendur á hvaða fylkingar innan hans hafa yfirhöndina hverju sinni.

Samfylkingin vill öflugar almenningssamgöngur og telur áhyggjuefni að þjónusta strætó hefur verið skorin stórlega niður síðast liðið ár. Tíðni og þjónustustig er nú lakara en áður og helgidagatíðni er nú alla vikunna í fjölmennum íbúahverfum. Almenningssamgöngur hafa aldrei verið fjær því að vera fullgildur samgöngumáti fyrir stóran hluta Reykvíkinga. Á sama tíma er þó gerð tilraun til að fjölga í strætó með niðurfellingu fargjalda til ákveðinna hópa. Sú tilraun er allra góðra gjalda verð þó of snemmt sé að segja til um hvort hún nái settum markmiðum.

Ánægjulegt er að meirihluti borgarstjórnar hefur tekið upp stefnu fyrri meirihluta um að efla aðra ferðamáta en einkabílinn. Þvert á þetta er þó enn rætt um þriggja hæða mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut sem fyrir liggur að munu sáralitlu skila nema fjárútlátum, aukinni umferð og enn frekari umferðarstíflum á öllum næstu gatnamótum. Miklu nær væri að grípa til heildstæðra aðgerða til að dreifa umferð betur um gatnakerfið og draga úr álagspunktum. Öskjuhlíðagöng myndu vinna að slíkum markmiðum og þau ásamt stokkalausnum á Miklubraut ættu skilyrðislaust að fá forgang umfram mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut.


Því leggur Samfylkingin til:

  • Að nýtt aðalskipulag Reykjavíkur setji aukin lífgæði, gott umhverfi og minni umferð í forgang.
  • Að felldur verði niður virðisaukaskattur af starfsemi Strætó bs[i].
  • Að lagt verði fé í forgangsakreinar fyrir strætó á öllum helstu stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins.
  • Að sett verði fé í sérsakar hjólagötur á stofnbrautum samhliða uppbyggingu stofnstígakerfis fyrir hjólandi umferð sem geri hjólreiðar að hröðum, öruggum og fullgildum ferðamáta.
  • Að átak verði gert í að hindra að stórir vinnustaðir stefni öllu starfsfólki sínu til vinnu á sama tíma (fleytitíð)[ii].
  • Að kannaðir verði kostir þess að bílar með þremur einstaklingum eða fleiri geti einnig nýtt sér forgangsakreinar[iii].
  • Að vinnuveitendum verði heimilt að greiða starfsfólki skattfrjálsan ferðastyrk óháð ferðamáta[iv].
  • Að tollum á bifreiðar verði hagað þannig að umhverfisvænir bílar verði ódýrari í innkaupum en þeir sem menga meira.
  • Að álögum á eldsneyti verði hagað í réttu hlutfalli við mengun og útblástur[v].
  • Að smáagnasía verði sett í alla nýja innflutta díselbíla s.s. reglur segja til um í flestum ríkjum Evrópusambandsins til að dragar úr svifryki[vi].
  • Að gerð verði heildarúttekt á kostnaði samfélagsins af notkun nagladekkja umfram notkun vetrardekkja[vii].
  • Að gerð verði heildarúttekt á kostnaði vegna umferðarmannvirkja með það í huga að bera saman hagkvæmni þess að auka þjónustu með öflugum almenningssamgöngum og að halda áfram uppbyggingu gatnakerfis sem fyrst og fremst þjónar einkabílnum[viii].

 

 

[i] http://gamli.reykjavik.is/upload/files/BR2007-4944fundur.pdf

[ii]Fleytitíð bls. 65 http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Samgskipulag_Rvk-stada-stefna/$file/Samgskipulag_Rvk-stada-stefna.pdf

[iii]Samnýting bifreiða bls. 63 http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Samgskipulag_Rvk-stada-stefna/$file/Samgskipulag_Rvk-stada-stefna.pdf 

[iv] Algengt er að bifreiðastyrkur að ákveðnu hámarki sé notaður sem launauppbót en starfsmaður þarf að geta sýnt fram á kostnað við rekstur bifreiðar. Ekki er hægt að sýna fram á slíkan kostnað ef hjólað er eða gengið til vinnu sem þó er líklegt að skili sér í minni umferð, bættri heilsu og auknu starfsþreki.

[v] „Einnig verði skipulega unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja, m.a. með því að beita hagrænum hvötum" sjá Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007, Í sátt við umhverfið http://forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2643

[vi] http://www.fib.is/prent.php?ID=778

http://www.fib.is/prent.php?ID=1237&PHPSESSID=610e07df51bfd42b493b14a9ef104ebe

[vii] http://gamli.reykjavik.is/upload/files/Umhverfisr-2402.pdf

[viii] Þegar Framkvæmdasvið verður lagt niður verður stofnaður s.k. Eignasjóður og mun Umhverfis- og samgönguráð leigja götur, hjólastíga og mislæg gatnamót af Eignasjóði. Leiguverð hlýtur að þurfa að endurspegla kostnað t.d. af landnotkun í borginni. Við þessa breytingu verður einfaldara að bera saman ólíkar leiðir til að leysa umferðarvanda t.d. hvort setja á 100 milljónir á ári næstu 35 árin í leigu á mislægum gatnamótum á Miklubraut/Kringlumýrarbraut eða verja peningunum í að auka þjónustu almenningssamgangna, bæta hjólreiðasamgöngur o.s.frv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eru þetta ekki að megninu til bónorð til Kristjáns L Möller, samgönguráðherra? Hlakka til að sjá viðbrögð hans við þeim.

Gestur Guðjónsson, 16.9.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Úff þvílík lesning - eins gott á þetta fólk er í minnihluta í reykjavíkurborg.

Óðinn Þórisson, 17.9.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Sammála Gesti.  Hvað segir Samgönguráðherra við þessu ?  Ef hann leggst  á eitt með þér, Dofri,  og fleira ágæta fólki innan ykkar raða,  um þessu, þá geta hlutir farið að gerast.  Vixlandið nokkur orð við hann við Perlunni á sunnudag, og hann virðist ekki hafa mikill skilning á þörfina fyrir því að jafna samkeppnina á milli einkabíla og hjólreiðar, ólíkt til dæmis Gísla Marteinn, þó að þetta sé meira í orði en á borði hjá honum líka. 

Mæli annars með fyrlestrum  sem Landsamtök hjólreiðamanna standa að í samvinnu við Samgönguviku.

* Fyrirlestur Í kvöld 18.sept  kl. 20  í skriftstofubygging ÍSÍ í Laugardalnum,  Juliane Neuss :  "Bicycle ergonomics for all people".

* Fyrirlestur Johns Franklin   á föstudag ( á fræðilegri  nótunum )  15:30 , í borgarbókasafni, Tryggvagötu  15
* Fyrirlestur Johns Franklin á laugardag ( meira fyrir almenning)  um kl 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

John Franklin er höfundur bókarinnar Cyclecraft sem er viðurkennt af mikilsmetnum breskum aðilum sem kennslubók í umferðaröryggi hjólreiðamanna.

Frá Cyclecraft.co.uk

Recommendation from RoSPA Among its many areas of concern, The Royal Society for the Prevention of Accidents works to encourage high standards of safety amongst cyclists. Cyclecraft contains invaluable advice which will contribute greatly to road safety: RoSPA has no hesitation in recommending it as essential reading.





Sjá líka frekari umfjöllun :



-   http://www.rvk.is./samgonguvika

-   http://islandia.is/lhm/frettir/2007/160907.htm





(Morten)

Landssamtök hjólreiðamanna, 18.9.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband