Hvað varð um lóðaloforð Sjálfstæðismanna í borginni?

Eins og kjósendur Sjálfstæðisflokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum muna vel var eitt helsta loforð flokksins að úthluta öllum sem vildu lóð á verði sem aðeins næmi gatnagerðargjöldum. Þessu loforði hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú hent út í ystu myrkur.

Þessi mál voru til umræðu á fundi í borgarráði í dag. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tók upp aðferðarfræði fyrri meirihluta við lóðaúthlutanir ríkti samstaða um afgreiðslu málsins í borgarráði. Af gefnu tilefni bókuðu hins vegar borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar eftirfarandi:

Það er athygliverð samstaða um það í borgarstjórn að bjóða sérbýlishúsalóðir við Sléttuveg út til hæstbjóðenda.  Sjálfstæðisflokkurinn laðaði hins vegar til sín kjósendur í borgarstjórnarkosningunum með því að lofa ódýrum lóðum fyrir alla. Fyrir tveimur árum var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni núverandi borgarstjóra að stefna Sjálfstæðisflokksins væri sú að úthluta lóðum á gatnagerðagjöldum. Á síðasta ári var þvert á þetta innleitt fast verð á lóðum í Úlfarsárdal sem jafngilda um fjórföldum gatnagerðargjöldum. Nú boðar Sjálfstæðisflokkurinn að lóðir við Sléttuveg verði boðnar hæstbjóðanda. Það er ekki nema von að vonsviknir kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu undrandi og reiðir. Það stendur ekkert eftir af stærsta kosningamáli Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þetta ekki undantekningin sem sannar regluna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he sjallinn er samur við sig..

Óskar Þorkelsson, 27.9.2007 kl. 15:00

3 identicon

Ég bjó í Reykjavík í um 16 ár. Á núna hús og jörð á Snæfellsnesi. Það er athyglisvert að bera saman þá pólitík sem gilti í úthlutun lóða á meðan Breiðholtið var að byggjast upp og þá stefnu sem viðgengist hefur síðustu ár. Ég er ekki sérfróður um bygginga- og húsnæðismál í Reykjavík, en Þegar Breiðholtið var að byggjast upp gat venjulegt fólk fengið einbýlishúsalóðir á mjög sanngjörnu verði, enda byggðist þetta stóra svæði upp á tiltölulega skömmum tíma. Á þeim tíma var sá skilningur talsvert ríkjandi að Borgin ætti af fremsta megni að reyna að útvega húsnæðislausu fólki þak yfir höfuðið á skikkanlegu verði. Nú er hinsvegar  öldin  önnur og allt önnur hugmyndafræði uppi á borðinu. Samfylkingin og hennar samstarfsflokkar byrjuðu á sveltistefnu í lóðaúthlutun og fylgdu svo í kjölfarið með uppboðsstefnu á takmörkuðum fjölda lóða, þannig að lóðasveltir íbúar borgarinnar píndu sig til að bjóða svimandi háar upphæðir í þessa litlu lóðabletti. Hinir "heppnu" vinningshafar bundu sig á lánaklafa ævilangt. 

Fyrir nokkrum árum seldi ég 56 hektara jarðarpart á Snæfellsnesi fyrir 3,5 milljónir. Land sem þætti býsna stórt á Reykjarvíkursvæðinu. Þeir sem keyptu byggðu fljótt eitt hús á landskikanum og lögðu veg, gerðu rotþró og lögðu vatnslögn. Ásamt húsgrunni, en fyrir utan hús, kostuðu þessar framkvæmdir þeirra innan við tvær milljónir. Ég segi þetta hér til að menn sjái að raunverulegur kostnaður slíkra framkvæmda er langt undir þeim gjöldum sem Reykjarvíkurborg og Byggingarverktakar eru að taka af fólki fyrir álíka framkvæmdir. Borgarstjórn R-listans lagði í raun á svimandi háa húsnæðisskatta á húskaupendur. Þessi upplitaða skriffinnskustjórn hélt uppi stanslausum áróðri fyrir því að þær fáu lóðir sem hún skammtaði á hverjum tíma væru í einhverri alveg sérstakri náttúruparadís, einhverskonar Edengarði náttúrulegra dásemda.  Lóðasvelt fólk hagar sér auðvitað ekki ósvipað og þeir sem sveltir eru af mat, hvortveggja eru brýnar grundvallar lífsþarfir,  -  húsnæði og matur og langanir þess eftir lífsþörfinni hafa magnast upp, þannig að það glepst á þessari lýgi borgarskriffinnana að lóðirnar sem það fái að bjóða í séu á einhverju sérstöku dýrðarlandi.

Það var gott að þessi  R-lista skriffinnskustjórn  féll  , en  samt ekki nógu gott að þeir sem tóku við skuli svíkja mikilvægt kostningaloforð sitt. 

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:18

4 identicon

Þetta er allt uppá sömu bókina hjá þeim. Fólk hefur heldur aldrei verið eins illa sett með leikskóla og frístundaheimili og núna. Mín börn eru hvorugt í vistun, eldra barnið, 8 ára fær ekki inni á frístundaheimili. Yngra barnið er á deild á leikskóla sem er óstarfhæf vegna manneklu. Svo segja þeir bara að fyrirtæki landsins eigi að sjá um þetta!! Ég spurðist fyrir hjá mínum vinnuveitanda og þar er þetta ekki að fara að gerast. Veit einhver hvað þeir hafa fyrir sér í þessu? Þeir skorast undan að veita borgarbúum þá þjónustu sem þeir eiga að skaffa. Fólk í minni fjölskyldu ætlar að muna þetta alltaf og mun aldrei kjósa sjálfstæðismenn. Ekki eins og við höfum nokkurntíman gerst sek um það. Minnihlutinn verður að fara að berja á þessu liði.

Stefanía (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er hugsanlegt að borgarfulltrúar D listans séu tvítyngdir?

Árni Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 00:49

6 identicon

Ég þekki mann sem keypti lóð í Reykjavík fyrir einhverjum 20 árum síðan. Ef verðið sem hann borgaði fyrir lóðina yrði reiknað út í dag (miðað við verðbólgu og fleira) þá hefði lóðin kostað rétt innan við 4 milljónir í dag.  Ég hef ekki séð borgina bjóða einu einustu lóð á því verði? Hvernig stendur á því á lóð í Reykjavík hefur allt í einu margfaldast í verði?

Ég bara spyr.

 Það er ekki nema von að það hafi verð happdrætti þegar lóðirnar í Lambaseli voru boðnar út, þær voru á skikkanlegu verði.  En hins vegar svíður mig mikið að sjá marga af þeim heppnu vera að selja hálfbyggð og nýbyggð hús í Lambaseli, afhverju voru þeir þá að taka þátt í þessu happdrætti, ef þeir ætluðu ekki að búa þarna? Mér finnst frekar að borgin ætti að sekta það fólk sem reyndi að hagnast á þessu og úthluta lóðunum aftur til þeirra sem ætla sér að nota þær til að byggja þar og búa í húsunum.

Andrea (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:51

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það eru til skýringar á öllu og það veist þú jafnvel og ég hverjar þær eru og ætla ég ekki að rekja þær hér.
Það sem skiptir máli er þetta nýr meirihluti er að vinna gríðarlega góða vinnu fyrir&með reykvíkingum ólíkt því sem var í valdatíð valdabandalagsins en það tekur tíma að taka til eftir 12.ára óstjón.

Óðinn Þórisson, 29.9.2007 kl. 09:51

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já skýringarnar eru til Óðinn og þær eru einfaldar.

Á þenslutímum undanfarin misseri, þegar húsnæðisverð rauk upp af því bankarnir lækkuðu vexti á langtímalánum, þá fór húsnæðisverð langt upp fyrir byggingarkostnað. Þá vildu allir fara að byggja og hirða gróðann af mismuninum. Þegar eftirspurn verður meiri en framboðið hækkar verðið og það var það sem gerðist með uppboðsaðferð R-listans. Flestir viðurkenna þó fúslega að uppboð sé réttlátasta aðferðin við að útdeila þessum takmörkuðu gæðum - nema frjálshyggjuflokkur Íslands, svo undarlegt sem það nú er.

Villi og co spiluðu hins vegar þann lýðskrumsleik að kynda undir óánægju með uppboðsaðferðina en bentu ekki á neina betri lausn sjálfir. Þegar hann var krafinn svara sagði hann að það ætti bara að láta alla sem vildu byggja fá lóðir á kostnaðarverði - sem hann sagði að ætti jafnvel að geta verið undir 3 milljónum króna fyrir lítið sérbýli eða raðhús. Þegar Villi kemst til valda sést hver alvaran var að baki þeim orðum.

Í Úlfarsárdalnum lét hann fjölga sérbýlishúsalóðum með því að minnka þær svo mikið að það er ekki hægt að ganga kringum sérbýlið. Þessi aðgerð Villa hefur svo valdið því að um mörg sérbýlin í Úlfarsárdal munu gilda lög um sambýli/fjölbýli. Hvað um það - lóðirnar fyrir þessi sjálfsögðu réttindi hvers Reykvíkings þarf núna að borga 4 sinnum hærra verð en hann hafði sjálfur lofað.

Allar tilraunir til að tala sig út úr þessu eru vandræðalegar afsakanir sem allir sjá í gegnum. Bara að fólk muni það eftir 30 mánuði.

Dofri Hermannsson, 30.9.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband