27.9.2007 | 13:09
Hvað varð um lóðaloforð Sjálfstæðismanna í borginni?
Eins og kjósendur Sjálfstæðisflokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum muna vel var eitt helsta loforð flokksins að úthluta öllum sem vildu lóð á verði sem aðeins næmi gatnagerðargjöldum. Þessu loforði hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú hent út í ystu myrkur.
Þessi mál voru til umræðu á fundi í borgarráði í dag. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tók upp aðferðarfræði fyrri meirihluta við lóðaúthlutanir ríkti samstaða um afgreiðslu málsins í borgarráði. Af gefnu tilefni bókuðu hins vegar borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar eftirfarandi:
Það er athygliverð samstaða um það í borgarstjórn að bjóða sérbýlishúsalóðir við Sléttuveg út til hæstbjóðenda. Sjálfstæðisflokkurinn laðaði hins vegar til sín kjósendur í borgarstjórnarkosningunum með því að lofa ódýrum lóðum fyrir alla. Fyrir tveimur árum var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni núverandi borgarstjóra að stefna Sjálfstæðisflokksins væri sú að úthluta lóðum á gatnagerðagjöldum. Á síðasta ári var þvert á þetta innleitt fast verð á lóðum í Úlfarsárdal sem jafngilda um fjórföldum gatnagerðargjöldum. Nú boðar Sjálfstæðisflokkurinn að lóðir við Sléttuveg verði boðnar hæstbjóðanda. Það er ekki nema von að vonsviknir kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu undrandi og reiðir. Það stendur ekkert eftir af stærsta kosningamáli Sjálfstæðisflokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Er þetta ekki undantekningin sem sannar regluna?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2007 kl. 14:28
he he sjallinn er samur við sig..
Óskar Þorkelsson, 27.9.2007 kl. 15:00
Ég bjó í Reykjavík í um 16 ár. Á núna hús og jörð á Snæfellsnesi. Það er athyglisvert að bera saman þá pólitík sem gilti í úthlutun lóða á meðan Breiðholtið var að byggjast upp og þá stefnu sem viðgengist hefur síðustu ár. Ég er ekki sérfróður um bygginga- og húsnæðismál í Reykjavík, en Þegar Breiðholtið var að byggjast upp gat venjulegt fólk fengið einbýlishúsalóðir á mjög sanngjörnu verði, enda byggðist þetta stóra svæði upp á tiltölulega skömmum tíma. Á þeim tíma var sá skilningur talsvert ríkjandi að Borgin ætti af fremsta megni að reyna að útvega húsnæðislausu fólki þak yfir höfuðið á skikkanlegu verði. Nú er hinsvegar öldin önnur og allt önnur hugmyndafræði uppi á borðinu. Samfylkingin og hennar samstarfsflokkar byrjuðu á sveltistefnu í lóðaúthlutun og fylgdu svo í kjölfarið með uppboðsstefnu á takmörkuðum fjölda lóða, þannig að lóðasveltir íbúar borgarinnar píndu sig til að bjóða svimandi háar upphæðir í þessa litlu lóðabletti. Hinir "heppnu" vinningshafar bundu sig á lánaklafa ævilangt.
Fyrir nokkrum árum seldi ég 56 hektara jarðarpart á Snæfellsnesi fyrir 3,5 milljónir. Land sem þætti býsna stórt á Reykjarvíkursvæðinu. Þeir sem keyptu byggðu fljótt eitt hús á landskikanum og lögðu veg, gerðu rotþró og lögðu vatnslögn. Ásamt húsgrunni, en fyrir utan hús, kostuðu þessar framkvæmdir þeirra innan við tvær milljónir. Ég segi þetta hér til að menn sjái að raunverulegur kostnaður slíkra framkvæmda er langt undir þeim gjöldum sem Reykjarvíkurborg og Byggingarverktakar eru að taka af fólki fyrir álíka framkvæmdir. Borgarstjórn R-listans lagði í raun á svimandi háa húsnæðisskatta á húskaupendur. Þessi upplitaða skriffinnskustjórn hélt uppi stanslausum áróðri fyrir því að þær fáu lóðir sem hún skammtaði á hverjum tíma væru í einhverri alveg sérstakri náttúruparadís, einhverskonar Edengarði náttúrulegra dásemda. Lóðasvelt fólk hagar sér auðvitað ekki ósvipað og þeir sem sveltir eru af mat, hvortveggja eru brýnar grundvallar lífsþarfir, - húsnæði og matur og langanir þess eftir lífsþörfinni hafa magnast upp, þannig að það glepst á þessari lýgi borgarskriffinnana að lóðirnar sem það fái að bjóða í séu á einhverju sérstöku dýrðarlandi.
Það var gott að þessi R-lista skriffinnskustjórn féll , en samt ekki nógu gott að þeir sem tóku við skuli svíkja mikilvægt kostningaloforð sitt.
Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:18
Þetta er allt uppá sömu bókina hjá þeim. Fólk hefur heldur aldrei verið eins illa sett með leikskóla og frístundaheimili og núna. Mín börn eru hvorugt í vistun, eldra barnið, 8 ára fær ekki inni á frístundaheimili. Yngra barnið er á deild á leikskóla sem er óstarfhæf vegna manneklu. Svo segja þeir bara að fyrirtæki landsins eigi að sjá um þetta!! Ég spurðist fyrir hjá mínum vinnuveitanda og þar er þetta ekki að fara að gerast. Veit einhver hvað þeir hafa fyrir sér í þessu? Þeir skorast undan að veita borgarbúum þá þjónustu sem þeir eiga að skaffa. Fólk í minni fjölskyldu ætlar að muna þetta alltaf og mun aldrei kjósa sjálfstæðismenn. Ekki eins og við höfum nokkurntíman gerst sek um það. Minnihlutinn verður að fara að berja á þessu liði.
Stefanía (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:30
Er hugsanlegt að borgarfulltrúar D listans séu tvítyngdir?
Árni Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 00:49
Ég þekki mann sem keypti lóð í Reykjavík fyrir einhverjum 20 árum síðan. Ef verðið sem hann borgaði fyrir lóðina yrði reiknað út í dag (miðað við verðbólgu og fleira) þá hefði lóðin kostað rétt innan við 4 milljónir í dag. Ég hef ekki séð borgina bjóða einu einustu lóð á því verði? Hvernig stendur á því á lóð í Reykjavík hefur allt í einu margfaldast í verði?
Ég bara spyr.
Það er ekki nema von að það hafi verð happdrætti þegar lóðirnar í Lambaseli voru boðnar út, þær voru á skikkanlegu verði. En hins vegar svíður mig mikið að sjá marga af þeim heppnu vera að selja hálfbyggð og nýbyggð hús í Lambaseli, afhverju voru þeir þá að taka þátt í þessu happdrætti, ef þeir ætluðu ekki að búa þarna? Mér finnst frekar að borgin ætti að sekta það fólk sem reyndi að hagnast á þessu og úthluta lóðunum aftur til þeirra sem ætla sér að nota þær til að byggja þar og búa í húsunum.
Andrea (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:51
Það eru til skýringar á öllu og það veist þú jafnvel og ég hverjar þær eru og ætla ég ekki að rekja þær hér.
Það sem skiptir máli er þetta nýr meirihluti er að vinna gríðarlega góða vinnu fyrir&með reykvíkingum ólíkt því sem var í valdatíð valdabandalagsins en það tekur tíma að taka til eftir 12.ára óstjón.
Óðinn Þórisson, 29.9.2007 kl. 09:51
Já skýringarnar eru til Óðinn og þær eru einfaldar.
Á þenslutímum undanfarin misseri, þegar húsnæðisverð rauk upp af því bankarnir lækkuðu vexti á langtímalánum, þá fór húsnæðisverð langt upp fyrir byggingarkostnað. Þá vildu allir fara að byggja og hirða gróðann af mismuninum. Þegar eftirspurn verður meiri en framboðið hækkar verðið og það var það sem gerðist með uppboðsaðferð R-listans. Flestir viðurkenna þó fúslega að uppboð sé réttlátasta aðferðin við að útdeila þessum takmörkuðu gæðum - nema frjálshyggjuflokkur Íslands, svo undarlegt sem það nú er.
Villi og co spiluðu hins vegar þann lýðskrumsleik að kynda undir óánægju með uppboðsaðferðina en bentu ekki á neina betri lausn sjálfir. Þegar hann var krafinn svara sagði hann að það ætti bara að láta alla sem vildu byggja fá lóðir á kostnaðarverði - sem hann sagði að ætti jafnvel að geta verið undir 3 milljónum króna fyrir lítið sérbýli eða raðhús. Þegar Villi kemst til valda sést hver alvaran var að baki þeim orðum.
Í Úlfarsárdalnum lét hann fjölga sérbýlishúsalóðum með því að minnka þær svo mikið að það er ekki hægt að ganga kringum sérbýlið. Þessi aðgerð Villa hefur svo valdið því að um mörg sérbýlin í Úlfarsárdal munu gilda lög um sambýli/fjölbýli. Hvað um það - lóðirnar fyrir þessi sjálfsögðu réttindi hvers Reykvíkings þarf núna að borga 4 sinnum hærra verð en hann hafði sjálfur lofað.
Allar tilraunir til að tala sig út úr þessu eru vandræðalegar afsakanir sem allir sjá í gegnum. Bara að fólk muni það eftir 30 mánuði.
Dofri Hermannsson, 30.9.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.