Endurmat áforma um virkjanir í Þjórsá sjálfsagt mál

Það hlýtur að vera auðsótt mál og sjálfsagt fyrir sveitarfélögin að biðja Skipulagsstofnun um að meta upp á nýtt þessar áformuðu framkvæmdir í neðri Þjórsá. Rökstuðningur fyrir endurmatinu er góður og það vita líka allir sem fylgst hafa með þessum málum að framkvæmd laga um mat á umhverfisáhrifum hefur verið að batna síðustu ár.

Þegar þessar áformuðu virkjanir fóru í umhverfismat var það aukinheldur í skugga umræðu um Kárahnjúkavirkjun. Þar sem frjáls félagasamtök hafa hvorki burði né jafna stöðu lagalega til að standa á móti hagsmunaaðilum var varla von að gagnrýnin á þessi virkjunaráform yrði mikil.

Af þessum sökum er mörgum, t.d. formanni Vg nokkur vorkunn að hafa talið þessar virkjanir sérstaklega æskilegan virkjanakost.

Það er hins vegar sjálfsagt mál að endurmeta áhrif og áhættumat vegna virkjana í neðri Þjórsá - ekki síst þegar svo þung rök s.s. um öryggi, grunnvatnsstöðu og ómetanlegar fornminjar krefjast þess að málið sé skoðað upp á nýtt.

Það væri undarlegt ef sveitastjórnarmenn vildu ekki að þetta yrði skoðað betur.


mbl.is Vilja nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjana í Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ég tek undir þetta hjá þér Dofri.  Síðan árið 2003 hefur afar margt breyst í vitund þjóðarinnar svona almennt með tilliti til vinnubragða við umhverfismat. Kárahnjúkavirkjun er og verður sígilt skólabókardæmi um slæm vinnubrögð. Það er alltaf að koma betur í ljós. Nú er komin til valda ný og fersk ríkisstjórn sem ætlar sér að hefja þjóðina uppúr kyrrstöðu síðustu ára. Nú er í gangi vinna við úttekt á náttúru Íslands í tengslum við virkjanakosti og slæma kosti gagnvart náttúru sem hefur mikið verndunargildi..það eru breyttir tímar.

Auðvitað á að fara í nýtt mat á virkjunarkostum á þessu svæði Þjórsár..við höfum nægan tíma til þess.. Slæm álvörðun verður ekki aftur tekin..Kárahnjúkavirkjun er minnisvarði þess. 

Sævar Helgason, 1.10.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér ekkert þetta orð "ómetanlegt" vera ofnotað Dofri? Ætlar þú að vera einn af þessum sauðþráu mótmælendum sem ekki vilja nýta orkuna þarna þjóðinni til hagsbóta?

"....framkvæmd laga um mat á umhverfisáhrifum hefur verið að batna síðustu ár".

Hvað hefur breyst? Er ekki í umhverfismati farið eftir alþjóðlegum stöðlum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sæll Dofri

Ertu til í að telja upp þá staði sem þú telur ásættanlegt að virkja?

Kveðja

Tryggvi L. Skjaldarson, 1.10.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Hundshausinn

Þjórsá er alls ekki eini fyrirhugaði virkjunarkosturinn hér á landi. Það er alveg kýrskírt að væntanlegir virkjunarkostir nánustu framtíðar eru ekki bundnir við Þjórsársvæðið eingöngu. Áhugi virkjunarsinna beinist í margar áttir - þó svo að Samfylkingarfólkið vilji stundum hylja blinda augað fyrir því sem mestum skaða kann að valda - til langrar framtíðar litið - sjá http://ferlir.is/?id=6795.

Hundshausinn, 1.10.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband