Endurskoðunar þörf

Það er gott mál að gildistöku þessara laga skuli hafa verið frestað og að nefnd á vegum Alþingis fái að fara yfir málið. Það eru ærin tilefni til að skoða lög um eignarhald á vatni upp á nýtt.

Núna erum við allt í einu í þeirri stöðu að bandarískt fyrirtæki er komið með aðra hönd á hluta af orkuauðlindum landsins og annað erlent fyrirtæki á drykkjarvatnsuppsprettur og flytur vatn út í gámum. Einkaaðilar eru að kaupa sig inn í veitustarfsemi og nýtingarréttur á vatni er orðinn veð fyrir útrás orkufyrirtækja líkt og kvótinn hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum.

Ekki það að ég sé meira á móti erlendum fyrirtækjum en öðrum en mér finnst sjálfsagt að stíga varlega til jarðar áður en við samþykkjum að einkaaðilar fái full og óskorðu einkaeignarréttindi yfir vatni þessa lands.

Mér finnst ekki óeðlilegt að einkaaðilar geti átt tiltekinn nýtingarrétt á vatni á ýmsu formi, þess vegna til nokkurra áratuga, en það er óásættanlegt að þjóðin muni ekki í framtíðinni eiga rétt til vatns.


mbl.is Gildistöku vatnalaga verði frestað fram á næsta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Verðmæti vatns á eftir að margfaldast að verðgildi á allra næstu árum. 

Þjóð sem ræður ekki sjálf yfir vatnslindum sínum verður illa á vegi stödd þegar vatnsskortur fer að segja alvarlega til sín víða um heim.

Það er grundvallarmál að við Íslendingar gloprum eignaraðildinni frá okkur . 

Sævar Helgason, 2.10.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Ég skil þessar vangaveltur. 

Hins vegar mætti setja þetta í samhengi við orkufyrirtækin og svo margt annað.  Það er ekki auðvelt að ná sátt um þetta.  Ekki alveg það besta að fresta gildistöku eftir svo erfiða fæðingu og niðurstöðu.  Held að Össurinn ætti að beita kröftum sínum til einhvers annars en endurskoðunar á öllu sem áður hefur verið afgreitt.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.10.2007 kl. 22:23

3 identicon

Dofri, allt of bitlaus atlaga hjá þér! Púkinn er sestur á fjósbitann og dinglar skönkunum yfir hausamótum okkar...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Fríða Eyland

Eru ekki auðlindir þjóðar vorrar sameign landsmanna ? Kannski að ég sé Bara orðin rugluð og skilji orðið sameign öðruvísi en fólk almennt.

Fríða Eyland, 3.10.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband