Fólkið svarar með fótunum

Að berja á fólki með hnútasvipu okurvaxta sem ekki einu sinni ítalska Mafían telur ráðlegt að taka af fólki gerir ekkert annað en að ýta öllum sem eiga annarra kosta völ út úr viðskiptum með íslensku krónuna.

Það var t.d. athyglisvert að lesa sérblað Viðskiptablaðsins í gær um Evrumálin en þar kom fram að fyrirtæki eru í sívaxandi mæli að borga starfsfólki sínu í erlendri mynt. Þetta finnst launþegum að sjálfsögðu ákjósanlegt því með þeim hætti geta þeir tekið erlend lán á hagstæðum vöxtum án gengisáhættu.

Líklega ætti það að vera helsta markmið uppeldis- og umönnunarstéttanna að fá hluta launa sinna greidd í Evrum og sleppa þar með við herkostnaðinn af óstöðugri krónu og okurlánum.


mbl.is Peningastefnuna skortir nauðsynlegan stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Fyrirtæki farin að borga starfsfólki sínu í evrum í vaxandi mæli ?  Hún kemur viða fram misskiptingin í þessu "þjóðfélagi" , en að þessi þjóð sé að skiptast upp í mismunandi gjaldmiðilssvæði...það er nýtt að heyra og mjög athyglisvert. Hluti þjóðarinnar er á krónusvæðinu og síðan annarhluti á evrusvæðinu.

Þetta minnir dálítið á þúsundára gamla sögu : Hluti þjóðarinnar fylgdi hinum forna sið og síðan annar hluti hinum nýja sið, kristni. Þá lagðist maður nokkur undir feld og þegar hann skreið undan honum sagði hann svona efnislega " Við skulum kristnir verða"  Er nokkur jafnmikill áhrifamaður á nútíma á Íslandi lagstur undir feld og getur sagt sem svo þegar undan feldi er komið " Við skulum evrumenn vera" ?

Sævar Helgason, 4.10.2007 kl. 10:38

2 identicon

Hrúturinn bíður spenntur eftir útspili Samfylkingarinnar í hráskinnaleiknum sem fram fór í beinni í Orkuveitunni í gær...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband