Dýrasta leiðtogaprófkjör Íslandssögunnar?

Eftir því sem "REI kurrið" er skoðað betur því augljósara verður um hvað það snýst og um hvað það snýst ekki.

Auðvitað eru 6 menningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins ekki þau flón að hafa óvart samþykkt REI og fjölda annarra sambærilegra verkefna. Stefán Jón Hafstein er með ágæta samantekt á því í þessum pistli. Kjósendur eru heldur ekki þau flón að trúa því.

Óánægja 6 menninganna hefur ekkert með prinsippástæður frjálshyggjunnar að gera. Óánægja þeirra er annars vegar vegna mikilla valda samstarfsflokksins og hins vegna borgarstjórans og gamaldags stjórnunarstíls hans.

Það fór ósegjanlega í taugarnar á þeim að frétta það í gegnum minnihlutann - sem ekki hefur einu sinni fulltrúa í REI - að búið var að semja við hina og þessa um kauprétt í gróðabrallinu. Villi hafði ekki sagt þeim neitt sjálfur. Hann ber því við að hann hafi ekkert vitað um þetta en hann var með náinn trúnaðarmann sinn í stjórn REI svo enginn trúir þeirri skýringu.

Að stórum hluta er vantraust 6 menninganna í garð Vilhjálms verðskuldað en óneitanlega ber háttarlag þeirra líka merki þess að leiðtogabarátta innan hópsins sé hafin af fullum krafti. Kannski lauk henni aldrei eftir síðustu kosningar.

Gísli Marteinn og Hanna Birna eru nefnd sem líklegir arftakar Vilhjálms en ljóst er að Júlíus Vífill hefur líka áhuga. Það kom berlega í ljós þegar 6 menningarnir höfðu ákveðið að þegja þunnu hljóði um málið fyrir helgi. Þá stóðst Júlíus ekki mátið og gekk inn í ljóskeilu fjölmiðla meðan hin þögðu.

Það virðist því vera að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé klofinn í a.m.k. 4-5 hluta. Þar er nánast hver fyrir sig og æ fleiri kjósendur borgarstjórnarflokksins telja hann ekki stjórntækan.

Flestir sjálfstæðismenn sem ég hef hitt undanfarna daga, bæði úr röðum stjórnmálanna og kjósenda, eru á þeirri skoðun að Vilhjálmur hafi hvorki traust kjósenda eða samflokksmanna sinna. Undantekningalaust segja þeir jafnframt að það sé fráleitt af 6 menningunum að selja REI. Það væru einfaldlega svik við borgarbúa.

Ef af því verður er ljóst að hér er á ferðinni dýrasta leiðtogaprófkjör Íslandssögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það lagnar mörgum í stólinn og ómögulegt að spá um hvað gerist. Það er þó greinilegt að Vilhjálmur ætlar að  halda fast í hann. Honum finnst hann ekki hafa brugðist og er í raun bara hissa á látunum í fólki yfir þessu öllu saman.  

Halla Rut , 11.10.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Vonandi situr Villi vitlausi sem lengst, hann bara skaðar sjallana með hverju orði sem hann lætur út úr sér..  Sjallarnir mundu styrkja sig í borginni ef þeir létu hann fara núna.

Óskar Þorkelsson, 11.10.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Dofri.

Gísli Kr. gerir grín af skrifum Dofra enn ég held að þessi meiri hluti muni ekki standa lengi. Fyrir utan að mynda meiri hluta samstarf með Margréti Sverrisdóttur sem ekki er flokksbundin frjálslyndarflokknum heldur varaformanni Íslandshreyfingarinnar. Sjálfum finnst mér þetta ekki hægt.

Að fólk sé flokksbundið öðrum flokkum og geti mynda meiri hluta á þessum forsendum. Ég myndi frekar kalla þetta valdarán sem var framið í gær og engin gerir athugasemdir við það.

Eitt get ég sagt þér Dofri formaður Sjálfstæðisflokksins mun ekki sætta sig við þau vinnubrögð sem hægri hönd Ingibjargar Sólrúnar gerði í gær og var búinn að undir búa þetta lengi. Þú skalt fara að undirbúa þig að Geir muni slíta Ríkistjórnar samstarfinu fljótlega taktu eftir því.

Varandi hverjir verða arftakar Vilhjálms þá get ég upplýst þig það verður ekki Gísli Marteinn frekar myndi ég spá að það væri Hanna Birna sem myndi vera það.

Varðandi Vilhjálm Þ Vilhjálmsson að hann sé búin að missa traustið þá get ég sagt þér að hann er mjög góður maður og traustur enn hann treysti Birni Inga fyrir þessu samstarfi enn hann sveik hann með þessum óheiðarlegum vinnubrögðum. Þess vegna verður Vilhjálmur undir í umræðunni. Hefði hins vegar Vilhjálmur Þ slitið þessu samstarfi strax þá væri Vilhjálmur með betri stöðu enn hann er í dag.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.10.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband