Sögnin að hlakka

Það er trúlega rétt hjá Svandísi að reynsluleysi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins átti stóran þátt í falli fráfarandi meirihluta. Leiða má að því líkur að meiri reynsla hefði komið í veg fyrir að þau höguðu sér með jafn óábyrgum hætti sem stjórnarflokkur og þau gerðu. Það ætti þó ekki að þurfa mikla reynslu til að átta sig á því að klöguferð til formanns flokksins án borgarstjóra veikir borgarstjórnarflokkinn gríðarlega.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðast hafa verið uppteknari af sjálfum sér en hollt getur talist. Sem flokkur virtust þau vera klofin í þrennt og af öllum sólarmerkjum að dæma voru þau ekki stjórntæk. Það sem kallað var dýrasta frekjukast Íslandssögunnar endaði á að verða pólitískt dýrasta frekjukastið í sögu Sjálfstæðisflokksins.

Það er erfitt að sjá að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins nái vopnum sínum á næstunni. Nýuppgötvað prinsipp þeirra varðandi REI er afar ótrúverðugt og þau ættu líka að fara varlega í að tala um heilindi. Borgarfullar nýja meirihlutans eiga margir sms skilaboð frá því upp úr hádegi í gær með ýmsum tilboðum. Jafnvel "með eða án Villa" rétt eins og verið væri að ræða um ís með eða án dýfu.

Það er samt óþarfi að hlakka yfir óförum sjálfstæðismanna í borginni. Öllum getur orðið á. Það er hins vegar í góðu lagi að hlakka til þess að takast á við hin ýmsu verkefni sem bíða. Og það gerum við í Samfylkingunni svo sannarlega. 


mbl.is „Reynsluleysi sjálfstæðismanna réði því hvernig fór"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Dofri, þarna ert þú að koma upp um dílingarnar sem greinilega hafa verið í gangi bak við tjöldin. Eiga kjósendur að sitja heima og trúa því að verið sé að vinna í málefnum kjósenda við svona aðstæður? Það er vont að vita til þess að til að mynda félagshyggjustjórn í Reykjavík þurfi 6,3% maðurinn enn að vera sá valdamesti þó hann gefi eftir stjórnarformanninn í Orkuveitunni. Svandís Svavarsdóttir á heiður skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli en aðeins framtíðin leiðir í ljós hversu gæfulegt þetta samstarf verður. Ég persónulega held að allt sem framsókn kemur nálægt hafi ekkert með hagsmuni kjósenda að gera. En gott á stuttbuxnaborgarstjórnarlið Sjálfstæðisflokksins að sýna svona ótryggð og þurfa að taka afleiðingunum.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.10.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það átti aldrei að taka björn inga inn í þetta í upphafi og er ég þar algjörlega sammála þrymi.
Hinsvegar var mjög erfitt að fá uppeldisson ingibjargar að samningaborðinu í ljósi afstöðu hans til Sjálfstæðisflokksins.
Það hefði verið réttast að bæði björn ingi og vilhjálmur hefðu báðir vikið úr borgarstjórn.
Því miður seldi Svandís sína sannfæringu birna inga til að komast í meirihlutasamstarf - hafði ekki mikið álit á henni og enn minna nú.
Ef ( alltaf gaman að leika sér með ef ) Valdís hefði verið oddviti sf í síðustu kosningum held ég að sf og sjálfstæðisflokkurinn hefðu tekið þetta saman en meðan uppeldissonur ingibjargar er þarna verður það aldrei.
Verður maður ekki að óska nýjum meirihluta alls góðs - mín spá þá verður þetta erfitt að vera með 4 borgartjóra og allir geta sprengt þetta ef þeir fá ekki sitt fram.
Vissulega getur Sjálfstæðisflokkuriinn lært heilmargt af þessu en enn einu sinni er það þannig að alveg sama hvað þú kýst þú endar alltaf uppi með að framsókn í lykilstöðu.

Ljósi punkturinn í þessu er að ég bý í Kópavogi :) 

Óðinn Þórisson, 13.10.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju með græna netið.

María Kristjánsdóttir, 13.10.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband