Rösklega gengið til verka

Þetta eru góðar tillögur, enda afrakstur funda með því fólki sem eldurinn brennur heitast á, þeim sem stjórna leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar, fulltrúum stéttarfélaganna o.fl.

Fyrri meirihluti hafði gefist upp við að ráða bót á manneklunni og vildi afhenda fyrirtækjum borgarinnar vandann. Það var fráleit hugmynd að halda að fyrirtækin í borginni myndu hlaupa upp til handa og fóta yfir því tækifæri að fá að reka leikskóla. Þetta daður við frjálshyggjuna var hins vegar það eina sem sjálfstæðisflokkurinn hafði fram að færa.

Það er því ánægjulegt að sjá að strax á fyrstu dögum nýs meirihluta séu komnar raunhæfar tillögur, byggðar á reynslu þeirra sem standa í eldlínunni en ekki útópíu Hannesaræskunnar.

 


mbl.is 769 milljónir í aðgerðir vegna manneklu hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Hvort á að hækka leikskólagjöldin eða auka skuldirnar. Það er minnsta málið að auka fé til málaflokka, það er meira mál að ákveða hvar á að taka peningana og af hverjum.

Ingólfur H Þorleifsson, 18.10.2007 kl. 17:07

2 identicon

Gamla góða vinstri-"lausnin" hendum peningum í hlutnina þar til þeir lagast. Málið er óskup einfalt, borgin á að hætta að skipta sér af leikskólarekstri. Hvað er að því að láta fólk borga fyrir pössun á börnum sínum? Foreldrar sem báðir vilja vera úti vinnandi hljóta að setjast niður og reikna það út hvort það borgar sig. Til að flýta fyrir þá marg borgar sig að koma börnum í pössun yfir daginn og báðir foreldar verði útivinnandi. Hvort það er betra fyrir börnin sjálf skal ég ekki segja en verðmætsköpun er meiri með þessum hætti.

Annars er spurning Ingólfs réttmæt hvort á að gera: láta þá borga þetta sem nýta þjónustuna eða auka skuldir og þar með láta alla aðra greiða þetta. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband