Hannesar-æskan og Villi gamli

Atburðarrásin síðustu daga er mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heild, ekki síður en einstaka borgarfulltrúa hans. Eftir 12 ára valdatíma hinna meintu "glundroðaflokka" féll Sjálfstæðisflokkurinn saman vegna innri átaka eftir 16 mánuði.

Hannesar-æskan í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei átt samleið með Vilhjálmi. Hann er sjálfstæðismaður af gamla skólanum, laus við kreddur ofurfrjálshyggjunnar en vill hafa alla hluti í hendi sér. Þetta sýndi sig vel þegar hann fór að skipta sér af því hvar spilasalir voru staðsettir og banna ÁTVR að selja kaldan bjór.

Það er ekki undarlegt þótt unga fólkið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins finnist slíkar uppákomur neyðarlegar. Þegar við bætist að Vilhjálmur leyfir þeim ekki að fylgjast með því hvernig samningar um útrásararm OR þróast er skiljanlegt að gjáin á milli þeirra breikki verulega.

Þar varð mikill trúnaðarbrestur og ef marka má orð ungu borgarfulltrúanna í Fréttablaðinu í dag eru þeir enn á báðum áttum um hvorum eigi að trúa, Vilhjálmi eða Bjarna Ármannssyni. Öll orð þeirra um fullan stuðning við Vilhjálm sem leiðtoga sinn eru því út í bláinn.

Það er gott hjá Sjálfstæðismönnum að fara ofan í saumana á þessu máli. Innkoma formanns flokksins er þó undarleg. Dálítið eins og að setja plástur á opið beinbrot. Hefði ekki verið betra að hreinsa upp sárið, setja í gips og láta gróa? Kannski var það gert á bak við luktar dyr.

Óbreitt staða býður bara upp á áframhaldandi vandræðagang innan borgarstjórnarflokksins. Þótt valdabrölt Hannesar-æskunnar núna hafi kostað flokkinn völdin í borginni eru kynslóðaskipti í forystunni forsenda þess að flokkurinn eigi möguleika í kosningum 2010. 


mbl.is Geir H. Haarde mætti á fund Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein

Valsól (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:27

2 identicon

Ég veit ekki hver þú ert, en þú ert greinilega kominn á seinni ár í pólitíkinni. Það er greinilegt að þú þekkir til uppeldisfræða "Hannesar" og því gef ég mér það að þú hafir á einhverju æviskeiði þínu kynnst þeim. Þú er greinilega í stakk búinn að "krítissera" þetta fólk, sem þú hefur lært með á einhverjum tímapunkti. En ertu búinn að vera nógu lengi í samfylkingunni til að geta séð hvað er athugavert í þeim flokki?

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:18

3 identicon

Ég veit ekki hvort kynslóðaskipti duga. Því fólkið sem við höfum fylgst með síðastliðna 10 daga á ekki erindi í forystu neins flokks ennþá

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:26

4 identicon

Ég vil gefa þeim öllum séns, því að þetta eru fulltrúar nýrrar kynslóðar í Reykjavík. Ég vona að þeim beri gæfu til að að gera rétt og láta sannleikann um málefni REI koma fram, hvort heldur, hann sé sár eða ekki fyrir samvisku hvers og eins. Að mínu mati er Doctorinn einn mesti froðusnakkur sem ég hef kynnst, en verður ekki að gefa honum einnig séns.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mergur þessa máls er allur í athugasemd þinni Stefán.

Enginn þessara fulltrúa hefði verið talinn tækur í stjórn Hrossaræktarsambands Skagafjarðar.

Enda var þar náttúrlega mannval.

Árni Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband