9.11.2007 | 15:06
Stefnubreyting eða tækifærismennska?
Það er ekki gott að segja hvort hér er um stefnubreytingu eða tækifærismennsku af hálfu LV að ræða. Þeim er væntanlega orðið ljóst að andstaða við virkjun í Þjórsá fyrir álbræðslur er gríðarleg. Þeim er mikið í mun að fá að virkja þarna og því munu þeir reyna að finna sér virðingarverðari viðskiptavini.
Þrátt fyrir það er andstaðan samt sem áður hörð og þeir eru fjölmargir bæði í héraði og utan sem t.d. geta ekki hugsað sér að Urriðafossi sé fórnað - sama hvert fyrirtækið er sem ætlar að kaupa hann. Lón í mynni Þjórsárdals mætir líka harðri andstöðu víða.
Hvað sem því líður gefur þessi frétt undirrituðum tilefni til að endurskrifa athugsemd við tilgang Bitruvirkjunar en þar segir að tilgangurinn sé m.a. að mæta aukinni orkuþörf Alcan og eftirspurn eftir orku fyrir netþjónabú. Ekkert verður af stækkun Alcan í Straumsvík - en þeirri staðsetningu er samningurinn háður - og nú hefur Landsvirkjun tekið af OR ómakið hvað netþjónabúin varðar.
Þeim fækkar því óðum réttlætingunum fyrir virkjun í Bitru og e.t.v. engin eftir nema að halda lífinu í sveitastjóranum í Ölfusi.
Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Á hvaða flokkunarkerfi byggir sú niðurstaða að fyrirtæki í einni atvinnugrein séu "virðingarverðari" en í fyrirtæki í annarri? Getur þú upplýst það hvernig atvinnugreinar raðast í þennan "virðingarstiga" sem þú vísar til?
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:30
Þetta er góð pæling. Þeir hljóta líka að vera smeykir við að setja fleiri egg í álkörfuna.
Sagt er að Stringrímur Joð hafi talið að virkjunin í Þjórsá væri besti kosturinn m.t.t. umhverfisáhrifa þangað til að hann skynjaði andstöðuna.
Dofri, svona sem ábyrgan stjórnmálamann, langar mig að spyrja þig hvar sóknarfærin liggja til frakari orkuöfluna á okka ísa kalda?
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2007 kl. 22:35
Gunnlaugur... eigum við ekki fyrst að spyrja okkur hver raunverulega þörfin er fyrir frekari orkuöflun og ræða síðan hvar sóknarfærin liggja - þegar þar að kemur? Þessi mál hlýtur að þurfa að skoða í stærra samhengi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.11.2007 kl. 22:41
Tek undir með Láru Hönnu. Okkur liggur ekkert á að nýta alla okkar orku og það þarf ekki allt sem við tökum okkur fyrir hendur að tengjast orkufrekum iðnaði.
Við ættum þó að leggja talsverða áherslu á örtæknirannsóknir og virkjun varmaskipta sem gætu margfaldað nýtingu þeirrar orku sem þegar er fyrir hendi. Djúpborun gæti líka eftir 5-10 ár margfaldað orku þeirra svæða sem þegar hafa verið tekin undir virkjanir.
Á meðan eigum við að klára að rannsaka náttúru landsins og skipuleggja landið þ.a. þar myndi verðmæt náttúrusvæði landsins net verndarsvæða, þemagarða og þjóðgarða. Hengillinn gæti t.d. verið gríðarlega spennandi svæði, ekki síst ef Búrfellslína III væri flutt. Eldfjallagarður á Reykjanesi gæti verið annað svæði og svo mætti lengi telja.
Ferðamönnum, innlendum sem erlendum, á eftir að fjölga mikið á næstu árum og náttúrunni stendur einnig ógn af þeirri þróun ef við verðum ekki á undan að stýra umferð og skipuleggja svæðin þ.a. þau geti tekið við auknum fjölda ferðamanna.
Ef við verðum rafmagnslaus áður en tæknin kemur okkur til bjargar finnst mér vel athugandi að endurnýja ekki samninga við Alcan þegar að því kemur. Það væri líklegast hagkvæmasta virkjunin sem hægt væri að ráðast í núna.
Dofri Hermannsson, 9.11.2007 kl. 23:40
Dofri virðist ekki hafa aðra sýn en að byggja upp Suð-Vesturhornið og að gera landið að borgríki. Hvernig getur stjórnmálamaður sem kallar sig jafnaðarmann haft svona ömurlega sýn?
Úlfar Hinriksson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 14:47
"Á meðan eigum við að klára að rannsaka náttúru landsins og skipuleggja landið þ.a. þar myndi verðmæt náttúrusvæði landsins, net verndarsvæða, þemagarða og þjóðgarða. Hengillinn gæti t.d. verið gríðarlega spennandi svæði, ekki síst ef Búrfellslína III væri flutt. Eldfjallagarður á Reykjanesi gæti verið annað svæði og svo mætti lengi telja".
Nú er verið að vinna að Vatnajökulsþjóðgarði, sem ég er ekki enn sannfærður um að ég muni ná að skilja sem heild. Svæðið er svo stórt og sundurskorið landfræðilega. Á erfitt með að skoða það sem sögulega eða náttúrufarslega heild, þó að snjóhettan myndi bakland í öllum tilvikum.
Á sama tíma og ríkið planleggur að taka stór lönd undir vernd, þá segir sagan okkur að þeim friðlýstu svæðum og þjóðgörðum sem fyrir voru hafi verið illa sinnt. Skilst að nú þegar sé búið að ákveða að skera áætlaðar 400 milljónir til Vatnajökulsþjóðgarðs niður í 200 milljónir.
Frekar en að byrja á einhverjum ofurmetnaðarfullu umfangi í fermetrum verndar með Alcoa sem aðalstyrktaraðila, þá tel ég betra að hafa skýrt afmarkaðar landfræðilegar og sögulegar heildir, sem hafa náttúrufarslega sérstöðu.
Jafnframt virðist of stór hluti púðursins fara í að keyra áfram allar nefndirnar, svæðisráðin og stjórnirnar, frekar en bæta innviði svæðanna´til móttöku ferðamannsins. Reyndar hefur Ferðamálaráð staðið sig vel á sviði úrbóta.
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2007 kl. 16:53
Tækifærismennska, ekki spurning. Bæta ímyndina því almenningur er að gera sér grein fyrir hvílíkum hamförum fyrirtækið hefur farið í að þvinga landeigendur og aðra til að afsala sér íslenskri náttúru í hendur mengandi erlendra auðhringa.
En ég skil ekki alveg þessa kátínu yfir ákvörðun Landsvirkjunar. Eyðileggingin á náttúrunni er alveg sú sama, hvort sem virkjað er fyrir álver eða netþjónabú. Það eina jákvæða við þetta er að netþjónabú mengar minna en álver.
Og hvaða misskilningur er í gangi um að það þurfi að skapa störf á suðvesturhorninu? Er ekki staðreyndin sú að við þurfum að flytja inn útlendinga í tugþúsundatali til að vinna þau störf sem í boði eru? Var ekki verið að nefna töluna 17.000 í fréttum í fyrradag, og þá eru enn ótaldir þeir sem enn eru óskráðir.
Hvernig er hægt að vera í slíkri mótsögn við veruleikann?
Stuttur pistill um málið hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.