Umhugsunarvert

Á Íslandi teljum við okkur trú um að við séum að græða upp landið og láta gott af okkur leiða í umhverfismálum þegar við kaupum plastpoka af því pokasjóður styrkir ýmiss konar starf af því tagi.

Það er umhugsunarvert hvort ekki ætti að breyta þessu fyrirkomulagi eitthvað. Víða erlendis eru notaðir bréfpokar en svo hlýtur að mega nota poka úr maíssterkju eins og maður notar undir lífræna sorpið sem maður vill jarðgera. Það brotnar auðveldlega niður á nokkrum vikum í jarðgerðartunnu. 


mbl.is Notkun plastpoka verði hætt á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er líka umhugsunarvert að öll matvæli eru að hækka Dofri.. og ein af meginástæðunum fyrir utan veðurfarið í heiminum er sú að menn eru farnir að nota "matvæli" eins og maissterkjur til iðnaðar og soyja oliu til þess að gera biodiesel.. allt í nafni umhverfisverndar.

soyja hækkaði á heimsmarkaði um 12-26 % um áramótin.

Majis er að hækka líka.. afhverju ?

Óskar Þorkelsson, 10.1.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Eða eins og Marie Antoinette hefði orðað það: Gefið þeim maíssterkjupoka!

Andrés Magnússon, 11.1.2008 kl. 00:00

3 identicon

Held nú að það sé miklu heillavænlegra að tæta sundur plastpokana áður en sorpið er sett í moltuhuga og endurvinna svo þessar plasttægjur með einum eða örðum hætti. Bréfpoka og pappír á svo auðvitað að endurvinna líka en ekki setja ofan í jörð til rotnunar. Það er sóun á verðmætu hráefni.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:52

4 identicon

Dettur engum margnota taupokar í hug? Ég nota slíkt og hef lengi gert. Í ruslið nota ég svo plastpoka með merki græna svansins. Reyndar fer afar lítið í rusl hér enda allur sléttur pappi, gler og ál endurunnið á þessu heimili. Hef enn ekki lagt í moltukassa undir lífrænan úrgang þó.

Kannski hræsni að nota tau en samt plast í ruslið en ég vel þó svansmerkt og eins sparar það peninga. 15 krónu plastpokar, 1-4 í hverri búðarferð vs. rúlla af ruslapokum og taupokar. Auðvelt að reikna.

Dídí (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 04:53

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæl Dharma, ég var næstum farin að sakna þín. Alltént óttaðist ég að þú hefðir e.t.v. lagst í þunglyndi eftir að "Villi vinstrimaður" eins og þú kallar hann og 6 menningarnir sprengdu meirihlutann í loft upp vegna sterkrar löngunar of margra til að leiða lista sjálfstæðismanna í næstu kosningum. Gott að sjá að þú ert að verða sjálfri þér lík á ný.

  1. Málefni nýs meirihluta endurspeglast í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 sem samþykkt var í desember sl. Senn líður að samþykkt 3ja ára áætlunar og þar ættir þú að sjá enn fleiri góð mál í undirbúningi.
  2. Vandi þeirra sem eru að koma inn á húsnæðismarkað í borginni er mikill og það þarf að grípa til einhverra úrræða til að leysa úr þeim vanda. T.d. með því að koma á stabílum leigumarkaði, hækka húsaleigubætur o.s.frv. Við munum vinna með ríkisstjórninni að lausn á þessu máli. Ekkert er ókeypis og engin ástæða til að lækka skatta á húsnæði þeirra sem hafa notið gríðarlegrar eignaaukingar undanfarin misseri á meðan sá hópur sem vantar þak yfir höfuðið nýtur ekki einu sinni hækkunar húsaleigubóta í samræmi við verðlagsþróun.
  3. Mannekla í leikskólum, frístundaheimilum og grunnskólum er alvarlegt vandamál. Þessar stéttir hafa orðið eftir í launaskriði undanfarinna missera og það þarf að rétta hlut þeirra. Annars fáum við ekki fólk í störfin. (Framboð og eftirspurn - þú manst!) Fyrrverandi meirihluti, með sjálfstæðismenn í fararbroddi, voru þeir sem bönnuðu alla umræðu um málið. M.a.s. í menntaráði þar sem ég sat var ráðsmönnum bannað að ræða launamál stéttarinnar. Núverandi meirihluti sýndi hins vegar með afgerandi hætti að hann lætur sig málið varða. Eitt fyrsta verk nýs meirihluta var að setja 700 milljónir í ýmsar aðgerðir til að bæta hlut þessara stétta - innan ramma samninga að sjálfsögðu því þeir eru enn í gildi.
  4. Borgin hefur unnið að þessu máli í 2 ár svo þetta er þriðji meirihlutinn sem kemur að málinu. Rétt hefur verið farið að öllu og óheppilegt að húsfriðunarnefnd skuli komast að þessari niðurstöðu svona seint. Í þessu máli hafa fagaðilar skipt um skoðun og ég þekki það úr umhverfis- og náttúruvernd að eftir því sem tímanum vindur fram kemur í ljós að ýmislegt sem alþýðu manna finnst lítill skaði að fórna reynist svo vera mesta gersemi. Ýmislegt mætti nefna s.s. Gullfoss, Laugardal, Torfuna o.fl.
  5. Ég hef ekki fullmótaða skoðun á nákvæmlega þessu máli og ætla því ekki að gerast dómari í því - enda málið ekki á mínu borði enn sem komið er a.m.k. Komi það til minna kasta með einhverjum hætti mun ég að sjálfsögðu setjast yfir málið og þú skalt verða manna fyrstur til að frétta af niðurstöðunni.
  6. Við erum fyrir löngu búin að ákveða okkur - við viljum Sundagöng. Um það er enginn ágreiningur innan Samfylkingarinnar og hefur aldrei verið. Vegagerð ríkisins virðist hins vegar vera á annarri skoðun. Það þarf bara að minna hana á að hún er ekki stjórnmálaflokkur heldur þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar. Og þjóðin þarf á Sundabraut að halda.

Kv.

Dofri Hermannsson, 11.1.2008 kl. 11:57

6 identicon

Pokasjóður var upphaflega stofnaður með það aðalmarkmið að draga úr notkun á plastpokum en með það auka markmið að ef fólk vildi samt nota einnota plastpoka, frekar en margnota taupoka t.d., þá færi það sem fólk borgaði fyrir pokana í sjóð sem yrði notaður til að vinna að náttúruvernd og umhverfismálum. Hugmyndin kviknaði innan Landverndar, sem fóru í samstarf með kaupmönnum, og var byrjað að selja pokana 1. mars 1989 - sama dag og bjór var leyfður á Íslandi....(áður voru pokarnir ókeypis í öllum kjörbúðum)

Með tímanum hefur sjóðurinn breyst - Landvernd hefur ekki umsýslu með honum lengur - og síðustu ár hefur fjármagnið verið nýtt til ýmiskonar góðgerðarmála - bæði líknarmála og umhverfismála. En aðalhugmyndin með því að selja pokana var sem sagt í upphafi sú að fækka þeim....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:05

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Dofri þú svaraðir mér ekki í einu orði.. kannski er ég of lítilfjörlegur í þessari umræðu þótt atkvæði mitt hafi farið til Samfylkingarinnar.

Afhverju eru matvæli á borð við soyja og mais að hækka upp úr öllu valdi ?

Óskar Þorkelsson, 12.1.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sorrí Óskar, hélt að þetta væri bara svona spurning til allra. Jú maís og margur annar jarðar gróður er að hækka í verði af því heimurinn er að snúa baki við olíu sem orkugjafa. Slík hækkun getur þó gengið til baka t.d. vegna tækniþróunar sem gerir kleift að framleiða meira fyrir minni kostnað. Um það eru mörg dæmi í sögunni. Allt leitar þetta jafnvægis.

Dofri Hermannsson, 12.1.2008 kl. 18:53

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir að taka eftir stráknum :)

Það sem er alvarlegast í þessu Dofri er að mais og soyja eru aðaluppistaða matvæla fátækra þjóða þriðja heimsins.. um leið og búið er að finna upp aðferð til þess að gera eldsneyti úr hrísgrjónum verður heimstyrjöld !  En það er aukaafurð þess að matvæli eru að hækka.

Óskar Þorkelsson, 12.1.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband