Vel heppnað kvöld á Víni og skel

Það á að láta vita af því sem vel er gert og í kvöld hef ég ástæðu til að hæla góðum veitingastað.

Í kvöld fórum við nokkur út að borða á Vín og skel á Laugaveginum. Staðurinn er notalegur, þjónustan fyrsta flokks, maturinn enn betri og fallega borinn á borð.

Við fengum okkur fjölbreytta forrétti og ljúffenga aðalrétti þar sem fiskur, humar, krabbi og skel voru í aðalhlutverkum. Sérvalið vín samkvæmt ráðleggingum hússins rann ljúflega niður með veitingunum og það gerði líka kaffið með desertnum. Allt á hóflegu verði.

Vel heppnað kvöld og óhætt að mæla bæði með matnum, stemningunni og þjónustunni hjá Kristjáni Nóa, eiganda staðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Alltaf gott að fá svona meðmæli með veitingastað! Takk.

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:59

2 identicon

Hljómar vel. Ég hef lengi ætlað að prófa hann af því ég hef heyrt vel af honum látið, en tók eftir því að hann var ekki lengur á gamla staðnum. Eru þeir enn einhvers staðar á Laugaveginum?

Hjörtur (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 19:02

3 identicon

Heppinn frændi! Ég fór á þennan sama stað í haust við sjötta mann á leið í leikhús. Eftir rúmlega einn og hálfan tíma var ljúffengur forréttur löngu runninn niður, en ekkert farið að bóla á aðalréttinum þrátt fyrir nokkrar ítrekanir. Tókum að lokum þá ákvörðun að borga forréttinn, afþakka frekari viðskipti og hlaupa af stað. Náðum leikhúsinum með herkjum, sársvöng. Seinna um kvöldið komum við við í Ártúnsbrekkunni, og þar borðaði ég bestu pylsu sem ég hef fengið lengi!

Forrétturinn fékk hæstu einkunn, en heildareinkunnin var núll komma hérumbilekkineitt.

Stefán Gíslason (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband