16.1.2008 | 14:34
Öngstræti
Krónan er í sjálfheldu peningamálastefnu Seðlabankans og spákaupmanna í alþjóðlegum gjaldeyrisviðskiptum. Inni í hagkerfinu eru um 800 milljarðar í erlendum lánum, stór hluti af því eru svokölluð krónubréf sem alþjóðlegir spákaupmenn gefa út til að græða á ofurvöxtum á Íslandi.
Útgáfa þessara krónubréfa hefur mun meiri áhrif á gengi krónunnar en t.d. 30% samdráttur í fiskveiðum og fram til þessa hefur gengið styrkst í hvert skipti sem gefin eru út fleiri krónubréf, við það hefur framboð á lánsfé aukist og að sama skapi viðskiptahalli og almenn neysla.
Þessu hefur fylgt gríðarleg hækkun á húsnæðisverði, nýir kaupendur þurfa að setja sig í miklar skuldir til að eignast húsnæði og margir þeirra sem áttu húsnæði fyrir hafa tekið gylliboðum bankanna um að taka lán út á aukið veðrými til að kaupa nýjan jeppa, fara til útlanda og kaupa sumarbústað.
Verðbólguna sem af þessu hefur hlotist reynir Seðlabankinn að lækna með sínu eina meðali - að hækka vexti.
Í hvert skipti sem Seðlabankinn hækkar vexti eykst vaxtamunur við útlönd og um leið hvatinn fyrir gjaldmiðlabraskara að gefa út fleiri krónubréf. Í hvert skipti sem ný krónubréf eru gefin út hækkar gengið, neysla eykst o.s.frv.
Nú eru menn farnir að óttast að lánakreppan sem byrjaði í Bandaríkjunum skelli á hér af fullum þunga, gjaldmiðilsbraskarar kippi að sér höndum í krónubréfunum og gengi krónunnar falli. Það gæti orðið talsvert fall og ef svo fer mun verðbólga aukast vegna hækkandi verðs á innfluttum vörum.
Þá er Seðlabankanum skylt að bregðast við með því eina ráði sem hann á tiltækt - að hækka vexti enn meira!
Öngstræti?
Krónan kann að gefa eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Það er ósanngjarnt að ráðast á Seðlabankann með þessum hætti. Hann er einungis að fara að lögum og eftir þeim fyrirmælum sem ríkisstjórnin á hverjum tíma gefur honum.
Efnahags- og peningamálastefnan er nefnilega ekki einkamál Seðlabankans, heldur ríkisstjórnarinnar, enda segir í lögum um Seðlabankann
Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu.
Seðlabankinn skal stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu.
Ástandið er því vegna stefnuleysis núverandi ríkisstjórnar sem tók við kröftugu efnahagslífi sem hún ræður ekki við og virðist ekki ætla sér að reyna að ráða við, en það virðist vera leið Samfylkingarinnar að því yfirlýsta markmiði sínu að ganga í ESB og taka upp evru, að láta efnahagsmálin eiga sig og segja svo hissa á einhverjum tímapunkti að þetta gangi ekki og benda á inngöngu sem hina einu réttu lausn.
Þá sæktum við inn í veikleika, ekki styrkleika, og fengjum þar með miklu lélegri samning en ella, ef það á einhverjum tímapunkti þætti skynsamlegt að sækja um aðild, sem ég ætla ekki að kveða upp úr um núna að verði.
Gestur Guðjónsson, 16.1.2008 kl. 16:33
Mér sýnist menn taka undir með Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi sem sagði í fyrra að það væri bara tvennt í stöðunni; 1) að skipta um gjaldmiðil eða 2) skipta um þjóð!
Dofri Hermannsson, 16.1.2008 kl. 18:48
Dofri, ef þú telur best fyrir okkur að taka upp Evruna að þá skaltu finna leið til án aðildar við ESB.
Þar sem er vilji, þar er vegur...
Ingólfur, 16.1.2008 kl. 19:26
Dharma mín, konur eru líka menn, ef þér finnst framhjá þér gengið.
Ég held að flokkurinn sem hingað til hefur talið sig flokk atvinnulífsins ætti að hugsa sinn gang og ekki hnýta í samstarfsflokk sinn sem hefur unnið heimavinnuna sína og sett sig vel inn í hagsmunamál atvinnu- og viðskiptalífsins.
Það er alla vega ekki gott að vera svo lokaður inni í fílabeinsturninum að maður afgreiði allt sem raus og væl sem ekki kemur beint úr munni Altungu.
Dofri Hermannsson, 16.1.2008 kl. 19:58
Þetta er hlægilegt, síðan hvenær var pappír með smá prentsvertu að pening?
Gull og Silfur eru peningar.
Gull er laust við verðbólgu.´
Gull er án efa besti gjaldmiðill gegnum sögu mannkyns.
Auðvitað getum við ekki búið til peninga úr lausu lofti, það þarf að vera gull innistæða fyrir hverjum prentuðum seðli annars er hann einskins virði.
Andri (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:08
Dofri, skyldi Seðlabankinn geyma þessa milljarða af Evrum, sem yfirfærðir voru til landsins, þegar erlendu fjárfestarnir keyptu þessi jökla- eða krónubréf; eða erum við búnir að eyða Evrunum, þegar þeir nú hyggjast innleysa bréfin í stað þess að framllengja vegna ótrúar á íslenska hagkerfið? Getur þú svarað þessu því þú veist ýmislegt?
Smyrill (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:25
Smyrill. Erlendir spákaupmenn eru ekki að versla við Seðlabankann. Enda lítil ávöxtun á peningum þar miðað við að lána þá til íslenskra neytenda. Mikið til í því hjá Dhörmu sem greinilega þekkir vel til kaupglaðra Íslendinga.
Dharma veður hins vegar villu og reyk í önuglyndi sínu gagnvart Samfylkingunni. Það er skiljanlegt og skýrist af því Dharma er mikil tilfinningavera og líður nú eins og stuðningsmanni liðs sem er á botninum í deildinni og hefur ekki skorað nein mörk - nema sjálfsmörk!
Það er margt líkt með skyldum og Dharma fellur eins og flís við rass í hóp Villa og sexmenninganna sem jafnan tekst að vera á jafn mörgum skoðunum og þau eru mörg - jafnvel fleirum. The magnificent seven!
Sjá (glund)roðann til hægri!
Dofri Hermannsson, 16.1.2008 kl. 22:32
Það ótrúlega gerðist að ég er sammála hverju orði þínu Dofri í færslunni (að vísu ekki í athugasemdum) og finnst Dharma, sem er traustur að jafnaði, fara út um víðan völl hérna. Það er á hreinu að hávaxtastefnan er í ryðguðum lás og krónan er með skuldabagga á sér sem hrynur á okkur um leið og Jenið styrkist af viti. Evran getur að vísu ekki lagað það vandamál, heldur minnkað líkurnar á því verulega að það endurtaki sig. Hana ber að taka upp. En Evrópusambandið leysir engin vandamál, hvorki núna eða í framtíðinni, heldur kann það sannarlega að búa þau til óumbeðið.
Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 23:11
Ég viðurkenni vanmátt minn í þessari háfleygu umræðu um litlu krónuna okkar, flokkadrætti og forsjárhyggju. Hins vegar líst mér mjög vel á þá hugmynd, að við á ísaköldu landi tökum upp náið ríkja- ogfjármálasamband við gamla innlandið Sviss. Þeir eru ekki í EB og þar er gömul hefð fyrir lýðræði. Held að hjónaband Krónunnar og Svissneska frankans gæti orðið farsælt og innilegt, þó um einhvers konar fjarbúð yrði að ræða
Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.1.2008 kl. 13:02
Til viðbótar krónubréfunum er vinsæl iðja að gera svokallaða vaxtaskiptasamninga, sem er "gíruð" fjármálaðgerð sem gerir kleift að hagnast allt að tífalt á vaxtamuninum milli krónu og erlendra gjaldmiðla:
Tekið er lán t.d. í japönskum yenum (á ~2% vöxtum) og því skipt yfir í íslenskar krónur sem eru endurlánaðar til íslenskra lántaka (einkum fyrirtækja), á 15-18% vöxtum.
Gengisáhættan sem spákaupmaðurinn tekur gagnvart falli krónunnar er talin réttlætanleg í ljósi þessa mikla vaxtamunar, enda lána bankarnir allt að 90% á móti 10% eigin fé í svona samningum, gegn sjálfsábyrgð og handveði í ISK-lánunum.
Þannig getur hver milljón í eigin fé orðið að tíu milljónum í ISK-láni, sem gefur ISK 1.3 M á ári í aðra hönd: 130% ávöxtun. Á móti kemur gengisáhættan.
Ef einangrunar-, gjaldmiðilsverndar- og hávaxtastefnua Seðlabankans heldur fram, mun þjóðarhagnum hreinlega að blæða út og lendingin verður ekki aðeins hörð, heldur allt að því banahögg.
Guðmundur Löve (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:22
Merkileg umræða og sennilega ekki á mínu færi að leggja að mörkum. Nefni samt að verðbólgumælingin íslenska hefur liðið fyrir það síðustu 3 árin að verðhækkun fasteigna hefur verið meginskýring á "mældri verðbólgu" - - vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa byggst á þessarri einhæfu mælingu. Hávaxtastefnan hefur gert tvennt einkum;
Það er eins og hvert annað kjaftæði að Seðlabankinn sé "hutlaust verkfæri" - sem er bara að framreikna vextina. Seðlabankanum er beitt - - meðvitað - til að keyra þessa hringekju. Kannski hefur það gerst ómeðvitað. . . en gerst samt.
Ég óska Davíð til hamingju með afmælið og vona að hann og fjölskyldan njóti gæfu og góðra daga um langa tíð. Besta afmælisgjöfin sem hann hefði getað fengið hefði verið að lögum um Seðlabankann hefði verið breytt - - - og bankinn tekinn úr sambandi. Íslenska krónan hengd við Evruna - miðað við hæsta gildi á gengisvístölunni - - á tilteknum tíma (EVRAN við 96-100ISK).
SVO SETJUM VIÐ FULLA FERÐ Á STÖÐUGLEIKANN OG MYNTBANDALAG EVRÓPU ÞEGAR SKILMÁLUM ÞESS ER NÁÐ OG AÐILDARVIÐRÆÐUR HAFA LEITT TIL SAMNINGS SEM HÆGT ER AÐ TAKA AFSTÖÐU TIL Í ÞJOÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.
Áfram Dorfri og EVRUvinir
Benedikt Sigurðarson, 17.1.2008 kl. 22:29
hérna við getum ekki ætlast til að pappír sé einhvers virði þó það standi eithvað á honum, hefur engin lesið sögu? svona gengisfall kemur fyrir aftur og aftur.....
Gull og Silfur er eini gildi gjaldmiðillinn, ef engin skilur það þá getum við haldið þessari vitleisu áfram og prentað að vild.
Andri (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.