22.1.2008 | 11:54
Reykvíkingum er nóg boðið
Ég fagna þessu framtaki og get ekki annað en tekið undir með þeim sem að því standa.
Ljóst er að Ólafur F Magnússon hafði ekki umboð 2. og 3. fulltrúa á F lista til að slíta samstarfi og mynda nýjan meirihluta með Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni. Þar sem þeir einir geta gegnt formennsku í ráðum sem eru borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar hefur hann í raun útilokað F listann frá formennsku í ráðum borgarinnar.
Einnig virðist ljóst að Vilhjálmur hefur ekki sagt sexmenningunum frá umboðsleysi Ólafs F heldur hafi þau frétt af því í beinni útsendingu á Kjarvalsstöðum. Algerlega er útilokað annað en að Margrét taki sæti Ólafs F ef hann þarf frá að hverfa og meirihlutinn þá fallinn um leið.
Þá er ljóst að drýgstur hluti sexmenninganna vill flugvöllinn afdráttarlaust burt og stendur ekki að baki Vilhjálmi í yfirlýsingum hans og Ólafs F um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Nýr meirihluti er því ofurseldur sömu sundrungu innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna og áður en að auki bætist við sú ógn að þurfi Ólafur F að kalla til varamann er meirihlutinn fallinn.
Mér finnst mjög skiljanlegt að Reykvíkingum sé nóg boðið og vista því eftirfarandi skilaboð frá þeim hér fyrir neðan.
NÚ ER OKKUR NÓG BOÐIÐ!
Við undirrituð mótmælum þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar. Við mótmælum borgarstjóra með 6527 atkvæði á bak við sig sem enginn veit hvort eru til komin vegna Frjálslynda flokksins, málefna hans eða kjörþokka Ólafs sem einstaklings. Hluti þessara atkvæða var augljóslega ætlaður Margréti Sverrisdóttur sem ekki styður nýjan meirihluta Ólafs F. Magnússonar og Sjálfstæðisflokks.
Við látum þetta ekki yfir okkur ganga hljóðalaust. GERUM ALLT SEM Í OKKAR VALDI STENDUR TIL AÐ SPYRNA VIÐ FÓTUM OG SÝNA Í VILJA OG VERKI AÐ ÞETTA VILJUM VIÐ EKKI! Til stendur að safna undirskriftum og afhenda nýjum meirihluta á opnum fundi Borgarstjórnar á fimmtudag.
Þar sem ekki er "Í BOÐI" að blása til nýrra kosninga er okkur ekki stætt á örðu en að sýna fram á hversu lítinn stuðning þessi meirihluti hefur og hversu lítinn stuðning þessi vinnubrögð hafa! Ef Ólafur vitnar í sín 6527 atkvæði skulum við gera slíkt hið sama - söfnum jafnmörgum undirskriftum!!!
Sendið áfram og skrifið undir, http://www.petitiononline.com/nogbodid/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Vek athygli á þremur skoðanakönnunum á www.visir.is - tvær eru vinstra megin á forsíðunni, sú þriðja hægra megin við þær. Er ekki rétt að láta skoðun sína í ljós?
Í einni er spurt: Styður þú nýmyndaðan meirihluta í borgarstjórn? Já eða nei.
Í annarri er spurt: Ef gengið yrði til kosninga í Reykjavík í dag, hvaða flokk myndirðu kjósa? Lítill gluggi kemur upp þar sem merkt er við flokk og smellt á "svara" neðst í glugganum.
Í þeirri þriðju er spurt: Berðu traust til Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra? Aftur kemur upp lítill gluggi þegar smellt er á spurninguna og þar á að svara já eða nei.
Látum í ljós skoðun okkar á þessum farsa!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.1.2008 kl. 15:12
Skyldi Geir hafa vitað af þessu og lagt blessun sína yfir það? Það væri gaman að heyra hann neita því.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 16:55
Dofri, þú er liðtækur í ljóðagerð, það hljóta að vera skilaboð tölvunnar
Grínlaust, þetta eru dapurleg tíðindi fyrir alla íslenska stjórnmálamenn sem hafa misst tiltrú almennings við þessa furðulegu atburðarás. Mikil er ábyrgð allra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að taka völdin með þessum hætti. Umboðsleysi og varamannaleysi Ólafs er þess eðlis að það er mikill ábyrgðarhluti að fara með þetta alla leið. Í mínum huga er þetta misnotkun á veiklyndum einstaklingi.
Kristjana Bjarnadóttir, 22.1.2008 kl. 19:06
Nokkuð sérstakt að Ólafur hafi ekki haft umboð 2. og 3. manns til að slíta samstarfinu. Þá vaknar spurning hvort þeir höfðu nokkuð umboð til að taka þátt í aumingjabandalaginu sem tók við fyrir 103 dögum. Ég held að Dagur hafi alvegófmetið stöðu sína og ekki áttað sig á því að hann var að semja við umboðslausa einstaklinga. Þetta sýnir að hans pólitíska nef nær ekki jafn langt og egóið hans og það er dragbítur þegar menn vilja hasla sér völl í stjórnmálum.
Kveðja.
Hanna Halldórsdóttir
Grisemor, 22.1.2008 kl. 20:58
Heill og sæll Dofri.
Þegar menn gera athugasemdir þá er gott að þær séu réttar.
Fyrir það fyrsta þá sveik Björn Ingi Hrafnsson Sjálfstæðismenn og fór til meirihluta samstarf við ykkar flokk Samfylkinguna. Síðan gerist það að Ólafur vill ekki starfa með ykkur og vill frekar starfa með Sjálfstæðisflokknum til að koma sínum málefnum fram svo það sé á hreinu.
Fyrir utan ég á ég ekki orð yfir ummælum Margrétar Sverrisdóttir sem hagar sér eins og kjáni sem veit ekkert hvert hún er að fara. Mér virðist hún vera á villigötum því miður.
Varandi sexmenningana þá eru þeir 5 ekki sex hvaðan hefur þú þessar upplýsingar þetta er bull hjá þér.
þið verðið að taka þessu þið voruð ekki með málefna samning og hann var ekki til í þá 102 daga og ekki var von á honum frá ykkur. Því miður gat þetta ekki gengið þið eruð búin að láta Björn Inga draga ykkur lengi á spillingu sem hann sjálfur vill ekki gangast við.
Hvar þekkist það að fólk sem er í kosningarbaráttu, láti kosningarsjóðinn borga bindi, föt, skó, og frakka og sokka. þetta er of langt gengið það finnst mér.
Dofri ef þú ætlar að vera í stjórnmálum þá skaltu fara rétt með annars máttu gleyma því.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 22.1.2008 kl. 21:48
Jamm - 9 í haust.
Dofri Hermannsson, 23.1.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.