Er meirihluti fyrir tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg?

Það verður spennandi að fylgjast með áherslum nýs meirihluta í samgöngumálum. Ekki síst hér í Grafarvogi en nýr meirihluti hefur dregið í land með jarðgöng sem fyrsta kost í 1. áfanga Sundabrautar. Með því er í raun verið að gefa Grafarvogsbúum langt nef og opna aftur á möguleikann um svokallaða innri leið sem hörð andstaða er gegn.

Þá verður spennandi að fylgjast með því hvernig nýr meirihluti tekur á tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg. Gegn þeirri tengingu og Hallsvegi sem hraðbraut í gegnum hverfið hafa íbúar í Grafarvogi barist hart undanfarin ár. Þeir hafa bent á að verði Hallsvegur tengdur Vesturlandsvegi áður en Sundabraut hefur verið byggð alla leið muni það þýða stóraukna og þunga umferð í gegnum hverfið.

Að þessari tengingu var markvisst unnið af 1. meirihluta kjörtímabilsins og urðu um það snarpar umræður í Umhverfis- og samgönguráði. Samfylkingin lofaði fyrir kosningar 2006 að ekki yrði af þessu fyrr en Sundabraut hefði verið byggð alla leið, tók framkvæmdina út af fjárhagsáætlun og var með í undirbúningi samráðsferli við íbúa um lausn málsins. Þetta mætti harðri andstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Umhverfis- og samgönguráði í tíð 2. meirihluta, einkum af hálfu fyrrverandi og núverandi formanni ráðsins, Gísla Marteini Baldurssyni.

Framvinda þessa máls hjá nýja meirihlutanum verður ekki síst áhugaverð þar sem Ásta Þorleifsdóttir stuðningskona nýs meirihluta hefur, líkt og undirritaður, beitt sér gegn þessari tengingu bæði í Umhverfis- og samgönguráði og Hverfisráði Grafarvogs.

Ekki verður af tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg nema með vilja Umhverfis- og samgönguráðs þar sem Ásta Þorleifsdóttir á sæti. Það er því ljóst að ekki er meirihluti í ráðinu fyrir þessari framkvæmd nema Ásta láti af sannfæringu sinni eða verði bolað burt úr ráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitt er mér dagljóst Dofri.. og það er að sjallarnir með Óla í eftirdragi munu klúðra þessu eins og flestum öðrum stórum ákvörðunum sem þeir hafa takið undanfarin 2 ár.

Óskar Þorkelsson, 30.1.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband