Sannfæring eða fylgispekt

Þau urðu fræg ummæli Hönnu Birnu um Björn Inga þegar sexmenningarnir höfðu knésett Vilhjálm en snéru svo því innanbúðarvandamáli upp í frjálshyggjuprinsipp um áhættufjárfestingar: "Þetta verður allt í lagi ef hann lýtur einfaldalega niðurstöðu okkar Vilhjálms (og hendir sannfæringu sinni á haugana)."

Björn Ingi vildi ekki snuða Reykvíkinga um vöxtinn í REI til þess eins að Sjálfstæðismenn gætu lappað upp á ímynd sína. Honum var stillt upp við vegg og varð að velja á milli sannfæringar sinnar og þess að styðja meirihlutann. Allir muna hvernig það fór.

Ummæli Ólafs F. varðandi Gísla Martein og Vatnsmýrina minna óneitanlega á ummæli Hönnu Birnu. Spurningin en hvað Gísli Marteinn gerir í stöðunni. Það er augljóst að hann á ekki upp á pallborðið hjá forvígismönnum nýja meirihlutans.

Hann er þriðji borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði verið í öðru sæti ef hann hefði ekki tekið hraustlegan slag við Vilhjálm um leiðtogasætið, en samt er Kjartani og Júlíusi Vífli sem eru fyrir neðan hann raðað í stjórnarstöður hjá Faxaflóahöfnum og Orkuveitunni.

Gísli Marteinn, Hanna Birna og Þorbjörg Helga gerðu hið eina rétta þegar þau á sínum tíma sögðu hingað og ekki lengra við Vilhjálm í REI klúðrinu. Það voru hins vegar mistök af þeim að ganga ekki alla leið. Ýmsir segja að þau eigi sér ekki viðreisnar von innan Flokksins af því þau fóru gegn leiðtoga sínum. Ég held að það sé illa komið fyrir flokki sem hegnir ungu efnilegu fólki fyrir að reyna að koma vitinu fyrir misheppnaðan leiðtoga.

Ef þetta er rétt hefur Gísli Marteinn ekki miklu að tapa - nema sannfæringu sinni. Eins og fram hefur komið hafa kjósendur einstaklega lítið álit á nýja meirihlutanum og þeim sem að honum stóðu. Það er von. Ég spái því að eftirspurn eftir sannfæringu og sæmd muni vaxa hjá kjósendum fram að næstu kosningum.

Það er umhugsunarvert hvort einhver innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins muni búa svo vel vorið 2010 að eiga eitthvað slíkt í fórum sínum. Eða hvort Flokkurinn verður búinn að berja það allt úr þeim - með aðstoð Ólafs F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Held að þetta heiðursfólk, Gísli, Hanna, Þorbjörg og Jórunn gætu bjargað sínu pólitíska lífi með því að ganga í meirihlutasamstarf við núverandi minnihluta. Þá sýndu þau í leiðinni aðdáunarverða ábyrgð. Ekki gengur þetta svona.

Gestur Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Eggert Karlsson

Hefur Gísli Marteinn sannfæringu fyrir einhverju er hann bara ekki eins og hver annar einstæðingur sem er hræddur um að gleimast í hildarleik framapotsins

Eggert Karlsson, 2.2.2008 kl. 23:44

3 identicon

Æi hvað þetta er orðið þreytt hjá þér. Dofri reyndu að rísa upp úr fýlunni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 05:13

4 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Sammála síðasta ræðumanni-hálfgerð fýla í gangi.  Horfðu fram á veginn og segðu okkur frekar hvað þú sérð þar!!

Jóhann Hannó Jóhannsson, 3.2.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér Dofri, já þetta með GMB er orðið athyglisvert og finnst mér eins og hann sé að stíga fram og taka af skarið í sjallahjörðini sem eru eins og sauðir á eftir forystunni.. viljalaus verkfæri í höndum sjálftektrarmannaklíkusjálfstæðisflokksins. 

Ég hef grun um að Ómar og Jóhann sem hér skrifa séu einmitt í sauðahópnum og elta viljalaust forystu sjallana.

Óskar Þorkelsson, 3.2.2008 kl. 10:21

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Óskar... kannski eru þeir í þeim hópi sem skilgreindur er hér. Hver veit? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 10:25

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Afstaða DBG gagnvart Sjálfstæðisflokknum gerir vangaveltur þínar að engu. Samstarf sf&d-lista í borgarstjórn er ekki dagskrá hjá þínum oddvita.

Óðinn Þórisson, 3.2.2008 kl. 12:01

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér Lára Hanna, já við erum sammála um það að sjallar eru sauðir :)

Óskar Þorkelsson, 3.2.2008 kl. 13:29

9 identicon

Fyrir kóngsins mekt. Lára Hanna er með kjarna málsins og þú ert ekki í fýlu Dofri, bara beittur og stingandi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:40

10 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Alveg svakalega sammála þér Dofri, sérstaklega með eftirspurn eftir sannfæringu og sæmd!!!

Guðrún Vala Elísdóttir, 3.2.2008 kl. 15:17

11 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Nr. 1 Vandamálið í Sjálfstæðisflokknum er að þeir eru ekki búnir að jafna sig eftir prófkjörið. Það er segja Gísli og Vilhjálmur. Þið sjáið vel hvar Stefán J Hafstein er og Steinunn Valdís. Þau eru ekki lengur í borgarpólitíkinni.  Það sem Sjálfstæðisflokkurinn, á að gera núna. Er að Vilhjálmur  á að víkja fyrir Gísla Marteini , og gefa það út að Gísli Martein taki við af Ólafi F. Nr. 2 Er að gera það sem Gestur Guðjóns skrifar hér fyrir ofan að mynda meirihluta með minnihlutanum. Það er að segja Gísli Martein, Hanna Birna , Þorbjörg og Jórunn. Annars er kannski best fyrir okkur að hafa hann óstarfhæfan og sundur tættan.

Vigfús Davíðsson, 3.2.2008 kl. 15:46

12 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég vona fyrir hönd Reykvíkinga að Gísli verði aldrei Borgastjóri og heldur ekki að hann fari að skreyta sig með minnihlutanum,en Vilhjálmur verður að hverfa ef  meirihlutinn á að komast eitthvað áfram.Það besta í stöðunni væri að minnihlutinn tæki við og kæmi skútunni á rétta braut.Kv.kokkurinn

Guðjón H Finnbogason, 3.2.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband