Hvað á að skera niður?

Borgarstjóri segir að kaup borgarinnar á húsunum á Laugavegi 4 og 6 langt yfir markaðsverði hafi ekki skapað fordæmi og muni því ekki hafa áhrif á verðmyndun annarra gamalla húsa. Þetta er rangt.

Þegar hús eru friðuð með lögum er markaðsverð greitt fyrir húsin skv. eignarnámsákvæðum. Með því að kaupa hús sem metin voru á um 350 milljónir á 580 milljónir hefur borgarstjórn breytt markaðsverði slíkra húsa.

Þremur dögum áður en Laugavegur 4 og 6 hefðu verið friðuð af ráðherra og fyrir þau greitt markaðsverð (um 350 milljónir) úr ríkissjóði ákvað nýr meirihluti að kaupa þau á 580 milljónir af skattfé Reykvíkinga. Það eru miklir peningar og ekki hefur verið gefin skýring á hvaðan þeir eiga að koma. Hvað á að skera niður?

Það er furðulegt að nýr borgarstjóri skuli reyna að verja svona meðferð á peningum Reykvíkinga og er ekki líklegt til að auka traust almennings á honum.

Hvað ætlar hann að gera við Sirkus? Eða hin 10-20 húsin sem eru í svipaðri stöðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband