Sjóðurinn tómur

Loks fékkst svar upp úr meirihlutanum í borgarstjórn um hvaðan á að taka peningana til að borga húsin á Laugavegi 4 og 6. Þá á að taka af sérstökum eignakaupalið Eignasjóðs en á þann lið voru settar 600 milljónir á fjárhagsáætlun 2008.

Það er 5. febrúar og nýr meirihluti er búinn að nota 580 milljónir af þeim 600 milljónum sem Eignasjóður hefur til að kaupa upp eignir út árið 2008. Eins gott að það þurfi ekki að kaupa neitt meira.

Hvað ætli Sirkus kosti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skyldu menn eiga klink í tónlistarvirkjunina á hafnarbakkanum, sem hefur blásið úr 4 í 16 milljarða og endar sennilega í 25.  Er þáttaka borgarinnar í því fylleríi réttlætt?  Eignarsjóður hefur ekki efni á reiknikúnstunum við þessa húskofa. Úr hvaða hatti þær tölur eru dregnar veit ég ekki og finnst það afar dularfullt dæmi. Nær væri að borgin henti peningum í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag laugarvegar og hvefisgötu með það í huga að sameina hugmyndir um módernískt notagildi og klassískt og mannvænt viðmót. Það er kominn tími til að losa miðbæinn undan þessu klodike yfirbragði.  Miðbærinn er enn eins og landnemabyggð en ekki hjarta byggðar með 1100 ára sögu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma. Er ekki verðmiðinn á meirihlutasamstarfinu inni í þessum 580 milljónum? Það er mál manna. Hvað segir þú?

Dofri Hermannsson, 5.2.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband