Hvað verður um hverfisráðin?

Þegar sjálfstæðismenn tóku við borginni eftir kosningar 2006 var það litla fé sem hverfisráðin höfðu til styrkjaveitinga tekið af þeim. Þetta kom illa við marga, t.d. hverfablöð og fleiri sem höfðu fengið styrki hjá hverfaráðum en fengu ekki á síðasta ári.

Þegar þeir sprungu á REI málinu og nýr meirihluti tók við undir forystu Dags B Eggertssonar var sérstök áhersla lögð á að efla hverfisráðin á ný, þeim fengið aukið fé til styrkja á hverfisvísu, fé sett í forvarnar- og framfarasjóð og lagt af stað í stórt samráðsverkefni um forgangsröðun framkvæmda í hverfum borgarinnar. Þessi verkefni voru öll komin af stað þegar núverandi meirihluti tók völdin í borginni.

Á fundi borgarstjórnar í dag var því umræða um framtíð hverfaráðanna að beiðni minnihlutans. Borgarstjóri sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um að draga úr styrkjum til hverfisráanna. Það var gott að vita að ekki ætti að taka þá peninga af hverfisráðum sem fyrri meirihluti var búinn að skammta þeim á fjárhagsáætlun 2008 en vissulega vorum við að vonast eftir svörum um framtíðina lengra fram í tímann.

Þráspurðir um stefnu nýs meirihluta í þessu máli svöruðu núverandi borgarstjóri og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins því til að þeir vildu stuðla að auknu íbúalýðræði og samvinnu við íbúa borgarinnar og að til standi að ræða árangurinn af starfi hverfisráðanna við formenn þeirra og ákveða svo hvernig þessu starfi verði best komið í framtíðinni.

Nú er 3ja ára áætlun í undirbúningi - átti reyndar að leggja fram á þessum fundi borgarstjórnar - og því er að styttast sá tími sem meirihlutinn hefur til að ræða við formenn hverfisráðanna um framhald verkefna þeirra. Hvað mun meirihlutinn skammta hverfisráðum borgarinnar á 3ja ára áætlun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ertu að tala um sjallana Þrymur ?

Óskar Þorkelsson, 5.2.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

flokkur fólksins mun ekki bregðast skyldum sínum gagnvart reykvíkingum og grasrótinni 

Óðinn Þórisson, 6.2.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband