Átakanleg upprifjun

Gamli góði villiÞað var átakanlegt að horfa á fyrrum borgarstjóra og núverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins tala í hringi og kross við sjálfan sig í samantekt Kastljóssins um REI málið í gær.

Er þetta maður sem borgarbúar eiga að treysta? Er þetta maður sem Ólafur F ætti að treysta? Er þetta maður sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta?

Í frétt mbl.is segir:

Mikil vinna fór í það í gær og fyrradag hjá sjálfstæðismönnum að tryggja að allir borgarfulltrúar innan raða borgarstjórnarflokksins væru sáttir við niðurstöðuna, enda höfðu þeir ólíka aðkomu að málinu.

Það er trúlega ekki ofsagt.


mbl.is Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað hefði verið best fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef Vilhjálmur hefði axlað sína ábyrgð á Rei málinu og sagt af sér öllum trúnaðarstörfum í borgarstjórn..en leikritið heldur áfram undir hans "stjórn" og nú er verið að opinbera skýrslu Rei stýrihópsins. Maður bara spyr sig : Er að fara eins fyrir Sjálfstæðisflokki sem Framsóknarflokki í borgarstjórn ..rúinn öllu trausti ?

Sævar Helgason, 7.2.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég tek undir með þér Dofri.

Og ekki er ég oft sammála Dharma - en þegar hann segir:

"Veruleikafirringin í Villa að dirfast að bjóða sjálfan sig fram sem borgarstjóra að ári... nei, ekki bjóða sig fram, heldur tilkynna kjósendum að hann muni taka til sín borgarstjórastólinn, er sennilega mesta móðgun við kjósendur síðan ég veit ekki hvað.

Það virðist sem svo að Villi ... fái að spila algert sóló í borginni, enginn virðist stoppa hann og hann lifir algerlega í eigin heimi þar sem hann er víst algerlega saklaus og barasta fórnarlamb ... því kalla ég eftir því að Villa verði gefið tækifæri til að segja af sér embætti "sjálfviljugur" ellegar verði líst vantrausti á hann og honum bolað úr stöðu borgarfulltrúa ..."

 þá tek ég undir hvert orð.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.2.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband