Stýrihópurinn ekki dómstóll

Það var auðséð á Kastljósi í kvöld að fjölmiðlum er, fyrir hönd almennings, mikið í mun að einhver axli ábyrgð á REI klúðrinu. Það er mjög eðlilegt. Það var hins vegar skrýtið að sjá spyril Kastljóss ganga svo hart að Svandísi Svavarsdóttur sem hefur stjórnað vinnu stýrihópsins af miklum myndarskap.

Stýrihópurinn var settur á til að skoða allt málið ofan í kjölinn og velta við hverjum steini. Það var gert. Stýrihópurinn er þannig eins konar rannsóknarnefnd. Það er morgunljóst að sömu aðilar og rannsaka málið geta ekki gerst dómarar í því. Það væri óeðlilegt.

Í tilviki þeirra embættismanna sem hafa starfað án umboðs hljóta kjörnir fulltrúar í stjórnum OR og REI að þurfa að meta það hvort þeir verði látnir starfa áfram eða axla sín skinn. Nú liggur skýrslan fyrir og sjálfsagt að taka afstöðu til þess.

Hvað varðar störf Vilhjálms, fyrrverandi og verðandi borgarstjóra, án umboðs þá er það kjósenda að ákveða hvort þeim finnst hann traustsins verður. Það geta ekki pólitískir andstæðingar tekið að sér þótt þeir eigi að sjálfsögðu að hafa á því skoðun.

Þótt það séu ekki kosningar á næsta leyti sýna skoðanakannanir svo ekki verður um villst að fólk treystir borgarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins ekki vel. Núna þegar liggur fyrir að 6 menningarnir ætla fyrir hönd borgarbúa að "fyrirgefa" Vilhjálmi afglöpin eru þeir um leið að gera sig samsek honum.

Spurningin er hvað kjósendum finnst um það. Mun traust kjósenda á borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna þverra enn frekar?


mbl.is Efast um umboð borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Ég hlustaði á bæði viðtölin í Kastljósi kvöldsins og verð að segja að ég tel framkomu Svandísar og Vilhjálms þar rýra enn álit almennings á stjórnmálamönnum. 

Sem fyrr virðist það ætla að verða raunin að stjórnmálamenn ætli sér ekki að axla ábyrgð á gjörðum sínum þó svo að öllum beri saman um að þær gjörðir hafi verið rangar.

Og svo hitt að samstarfsfólkið, þ.e. fulltrúar allra flokka sammælast um að slá verndarhjúp utan um hvort heldur samherja eða mótherja.  Og svo er sagt að við kjósendur eigum að fella dóm okkar í næstu kosningum.  En hvernig gerum við það þegar nákvæmlega allt þetta sama fólk verður aftur í framboði?

S.s. drullunni ýtt fram og til baka og að lokum undir borð.

Guðmundur Þór Magnússon, 7.2.2008 kl. 21:49

2 identicon

Erfið staða hjá Svandísi. Enn verri hjá old Villy. Hann notaði Hillary trikkið í dag..klökknaði... aldrei séð þetta hjá Villa í 35 ár. Held Dofri að við þurfum ekki að takla sjallann, þeir sjá um sig sjálfir. Valdabaráttan er byrjuð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér finnst undarlegt að enginn bendi á að Umboðsmaður Alþingis sé með málið til skoðunar. Hann gegnir þeirri stöðu innan stjórnsýslunnar sem fjölmiðlar eru að ætla stýrihópnum að gegna. Þegar álit hans liggur fyrir er hægt að tala með ugglausari hætti um ábyrgð.

Gestur Guðjónsson, 7.2.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Mikið rosalega held ég að Svandís, Villi og allir aðrir verði fegnir ef það tekst að koma OR úr opinberri eigu. Næsti "skandall" verður þá líklega ekki stærri en sá að götuhreinsunardeild Vesturbæjar fær hærri framlög en götuhreinsunardeild Árbæjar, og á það bent að flestir í meirihlutanum búa í Vesturbænum. Engir milljarðar að skipta um pólitíska umsjónarmenn í áhættuskapi.

Geir Ágústsson, 7.2.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er auðvitað gjörsamlega ótrúverðugt að láta fólk rannsaka sjálft sig og vini sína.  Spurningin er ekki hvað var í skýrslunni, spurningin er sú hvað fór EKKI inn í skýrsluna vegna þess að það hentaði ekki fólkinu í hópnum.

Vantraustið er svo sannarlega ekki einskorðað við Sjallana.  Allir borgarfulltrúar Reykjavíkur hafa komið verulega illa út úr þessum málum.  T.d. gerði Samfylkingin ekkert þegar Svandís lét OR skrifa undir "sátt" við hana sjálfa um að OR hefði staðið ólöglega að málum.  Samt var ekki búið að dæma í málinu heldur skipaði Svandís í krafti eigendavalds forstjóra að skrifa undir "sátt" við hana sjálfa.  Þar til viðbótar innihélt sáttin að OR greiddi 800 þúsund króna persónulegan reikning Svandísar vegna lögfræðikostnaðar tengdu einkamáli sem Svandís stofnaði til í athygliskasti.  Það er eina skiptið í öllu málinu þar sem sá sem tók ákvörðunina hagnaðist á henni persónulega.  Þetta studdi Samfylkingin Dofri.  Það verður ekki af ykkur tekið, því miður.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.2.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

ég er nú bara fegin að vera ekki borgarbúi, mér finnst þetta allt snúast í hringi og allir benda á hinn aðilann og þykjast vera saklausir, vill samt þessi Villi ekki bara setjast í helgan stein??

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 00:32

7 identicon

Ég vil lýsa mig sammála því sem hérna kemur fram. Báðir þessir stjórnmálamenn eru búnir að vera í mínum huga. Vilhjálmur var auðvitað öllu trausti rúinn og nú hefur Svandís Svavarsdóttir skipað sér í flokk með honum. Bættur sé skaðinn.

Karl (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Og svo tekur Vilhjálmur bara við borgarstjórastólnum eins og ekkert sé sjálfsagðara eftir ár?  Nei, Dofri, það þýðir ekki að tala um val kjósenda í þessu efni. Kjósendur eiga ekkert val. Það er ekki lagastoð fyrir því að efna til nýrra kosninga í borginni. Stýrihópurinn samanstendur af kjörnum fulltrúm - þeir eru fulltrúar almennings. Þeir áttu að skerpa línur í þessu máli.

Samstöðustjórnmál? Hljómar frekar eins og samtrygging í mínum eyrum. Því miður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.2.2008 kl. 10:18

9 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Umræðan um að Svandís hafi ekki staðið sig er dæmigerð fyrir íslenska pólitík. Nú snýst málið um að manneskjan sem kom öllum skítnum upp á borðið sé einn af skúrkunum og umræðan fer í að rakka hana niður.

SMJÖRKLÍPA

Hvað gengur að fólki? Af hverju snýst umræðan ekki um hversu óeðlilegt það er að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, allir sem einn, hafa bakkað hvern annan upp síðan í haust? Samt eru þeir aðilar að þessari skýrslu.

Það er þeirra að draga menn innan sinna raða til ábyrgðar, þeir fara með völdin í dag, ekki Svandís.

Mikill væri máttur hennar ef hún gæti rekið og ráðið innan borgarstjórnar og OR.

Kristjana Bjarnadóttir, 8.2.2008 kl. 10:19

10 Smámynd: Sævar Helgason

Og nú er nýjasta kenningin sú að Vilhjálmur hverfi úr borgarstjórn með góður eða illu.

Samstarfi Sjálfstæðisflokks við Ólaf F.M. verði slitið og Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndi meirihluta.

Sævar Helgason, 8.2.2008 kl. 10:25

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

andsk.. ég var búinn að skrifa þetta líka svakalega flotta svar til þín Dofri en svo ákvað IE7 að gefa skít í svarið mitt og það hvarf út í cyberspace...

Svo hér er stutta versjónin.

Svandís drullaði á sig í viðtalinu við Sigmar.  Hún kom fram sem hreinn og falskur pólitíkus.

Villi vitlausi framdi pólitískt sjálfsmorð í 3 eða 4 sinn... gott að hafa hann sem oddvita sjlaftektarflokksins.. þeir enda í 20-25 % fylgi í borginni næst.

Óskar Þorkelsson, 8.2.2008 kl. 10:26

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hreinn pólitíkus = falskur :)

Óskar Þorkelsson, 8.2.2008 kl. 10:26

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Kristófer segir hér meira en þið öll til samans.

Segir nákvæmlega það sem stendur upp úr: Það náðist samstaða um skýrslu sem átti að upplýsa allt ferli málsins.

Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 14:27

14 Smámynd: Ingólfur

Hvað átti Svandís að gera?

Skýrslan var tilbúin fyrir löngu að mati Svandísar en Sjálfstæðismenn báðu í tvígang um að birtingu hennar væri frestað og við sáum vel hvernig það leiddi til mildaðs oraðalags með því að bara saman drögin sem láku á miðvikudag og endanlegu útgáfunnar sem var birt degi seinna.  Það hefði svo sannarlega að sjá track changes á skýrslunni.

En hvað gat Svandís gert í þessu? Sjálfstæðisflokkurinn er núna búinn að kaupa sér meirihluta og restin hefði staðið fast á orðalaginu þá hefði það orðið minnihlutaálit og Sjálfstæðismenn hefðu kallað það pólitíska árás. Þeir visrðast nefnilega standa fast við bak síns leiðtoga alveg sama þó þeir né aðrir Sjálfstæðismenn hafi ekkert traust til hans.

Það er ekki í verkahring Svandísar heldur Sjálfstæðisflokksins að losa sig við óhæfan borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins og borgarstjórakandidat. Og ef þeir verja hann að þá er það kjósenda að refsa flokknum.

Ingólfur, 8.2.2008 kl. 14:50

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki vandamálið að Sjálfstæðisflokkurinn og skjólstæðingar hans telja sig eiga borgina og landið? Og þeir telja að það sé bara fínt að pína borgarana, þeir eru bara þrælar kerfisins, láta þá borga okurverð fyrir orkuna og stinga síðan afrakstrinum í vasann á flokksgæðingunum?

Hvað á að rýja sauðina lengi inn að skinni? Þangað til þeir eru allir dauðir?

Theódór Norðkvist, 8.2.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband