Kjósendur dæma

Það er ljóst að fólk vill að þeir axli ábyrgð sem báru ábyrgð á REI klúðrinu. Það er ósköp eðlilegt. Spurningin er bara hvernig.

Gamli góði Villi vill ekki segja af sér, honum finnst nóg að biðja bara afsökunar á öllu saman og setjast svo aftur í sama stólinn. Hann veit sem er að það verður ekki kosið aftur fyrr en eftir rúm 2 ár og treystir á lélegt minni kjósenda.

Samflokksmenn Villa eru miður sín yfir því að karlinn ætlar að sitja áfram því hann dregur þau öll niður með sér. Hins vegar er staðan erfið því ef Villi fer stefnir allt í harða baráttu um oddvitasætið - baráttu sem ekki sér fyrir endann á og mun kosta flokkinn stuðning margra kjósenda ekki síður en að hafa Villa á toppnum.

Sumir nefna Hönnu Birnu og aðrir Gísla Martein. Enn aðrir segja að aldrei verði sátt um þau innan borgarstjórnarflokksins og að líklega yrði Júlíus Vífill fyrir valinu. Ekki gott að segja.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er svolítið eins og maður sem er með ör á kafi í bakhlutanum. Þetta er honum verulega óþægilegt, hann kemst ekki úr sporunum en ef örinni verður kippt út veit enginn hvort það verður hægt að stoppa blæðinguna og loka sárinu. Niðurstaðan er því að skrölta bara áfram með örina í rassinum.

Ef það væri hægt að efna til kosninga gætu kjósendur beitt valdi sínu. Það er ekki í boði. Hvað gera kjósendur - hinir réttu valdhafar - í stöðu sem þessari? Mæta þeir aftur á pallana? Heimta þeir afsögn Vilhjálms?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til bráðabirgða má benda á skoðanakönnun á www.visir.is þar sem spurt er:  Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI?  Svarað er einfaldlega já eða nei.

Nú þegar vill yfir 70% svarenda að Vilhjálmur segi af sér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Auðvita eiga menn að æxla ábyrgð og Villi tárvoti getur ekki verið undanþegin því það þíðir ekki að taka það upp frá Birni Inga að gráta í beinni og fá sakar uppgjöf,en það er ekki bara Villi sem fýkur það á að taka til nú er tækifærið.Það er lungu tímabært að taka til hjá Orkuveitunni og veita mönnum aðhald.Það þarf líka að passa uppá að Svandís sé ekki gerður að blóraböggli málsins.Ef Hanna Birna tekur ekki að sér stólinn eftir Ólaf þá eru þau í slæmum málum.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 13:18

3 identicon

Villi þarf að æfa hillarysnöktið betur. Bingi kann þetta.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Ingólfur

Hvar er Bingi núna?

Ingólfur, 8.2.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband