Það er svo erfitt að skrökva

Eitt af því sem gerir það svo erfitt að skrökva er að það krefst svo góðs minnis. Ef maður hefur ekki algjört stálminni er eins víst að maður lendi í ógöngum.

Annað sem gerir þetta erfitt er að þegar er byrjað á einni skröksögu er eins víst að maður þurfi að búa til aðra til að staðfesta þá fyrri.

Dæmi:
Lögreglan: Hvar varst þú umrætt kvöld?
Skrökvari: Ég var heima hjá konunni minni.
Lögreglan: Hún vill nú ekki kannast við það. Varstu að segja ósatt?
Skrökvari: Nei alls ekki, þegar ég sagði þetta var ég með fyrrverandi konuna mína í huga.

Skrökið hleður utan á sig eins og snjókúla á leið niður brekku. Áður en skrökvarinn veit af er hann kominn á kaf í hálfsannleika og hrein ósannindi. Það er þess vegna best að segja bara satt. Þó það geti stundum verið erfitt er enn erfiðara að skrökva.


mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er ljót að skrökva.Það sagði Árni Jónsen

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er búin að senda inn eftirfarandi fyrirspurn hjá tveimur tölvufróðum bloggurum og langar til að vekja athygli á blekkingunni sem er í gangi með Kjörkassa Vísis í dag sem ég benti á í athugasemd við fyrri færslu:

Ég veit að þú ert tölvukarl mikill og hefur atvinnu af þessum tólum. Mig langar að spyrja þig hvernig getur staðið á því að könnunin sem nú er á vefsíðunni http://www.visir.is/ getur breyst eins hratt og raun ber vitni - ég trúi ekki mínum eigin augum.

Spurt er:  Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI? Svarmöguleikar eða Nei að venju.

Fyrir um það bil 2-3 tímum var svarhlutfallið þannig að um 72% höfðu sagt .

Nú hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn og horft á þessa tölu hrapa svo hratt að það er hreint með ólíkindum. Ég geri ráð fyrir að einhver hundruð eða einhver þúsund manns hafi tekið þátt í könnuninni svo prósentutalan hreyfist ekki hratt við hvert atkvæði. Á hálftíma hafa tölurnar hins vegar breyst úr því að vera um 70% - 30% Nei í að vera um 49% - 51% Nei.

Hvernig er þetta hægt? Nú á hver og einn ekki að geta kosið nema einu sinni og þótt allur Sjálfstæðisflokkurinn hafi greitt atkvæði síðasta hálftímann hefðu tölurnar ekki getað breyst svona hratt, svo mikið veit ég. Ekki heldur þótt einhver hægrisinnaður tölvunörd hafi setið við tölvuna sína, eytt smákökunum, "refreshað" og kosið aftur.

Eru þeir hjá Vísi að falsa niðurstöðurnar eða geta kerfisstjórar úti í bæ greitt 100 atkvæði í einu eða eitthvað slíkt?

Það verður augljóslega ekkert að marka niðurstöðu þessa Kjörkassa Vísis, svo mikið er augljóst.

Þessir tveir tölvufróðu menn eru Steingrímur og Elías og verður fróðlegt að sjá svör þeirra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rétt í þessu var verið að skipta um spurningu í kjörkassa Vísis...

Þegar svörin voru orðin:  Já = 49,9%  og Nei = 50,1% var komið með nýja spurningu.

Grunsamlegt?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svar Steingríms:

Auðvelt er fyrir þá sem að kunna að skrifa lítinn JAVAscript bút sem að kýs í sífellu frá sömu IP tölunni & eyðir sjálfkrafa þeirri 'köku' sem að liggur á vafra kjósandans sem að á að koma í veg fyrir að sami aðilinn geti kosið oftar en 2svar.

Þetta grunaði mig.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Góður pistill hjá þér Dofri. Ég er ekki að skrökva.
Bestu kveðjur.

Hallmundur Kristinsson, 8.2.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Villi er bara flottur.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Jens Guð

  Frændi minn sem vann um tíma hjá lögreglunni sagði að lélegustu glæpamennirnir væru lygalauparnir.  Sumir aðrir kunnu að færa í stílinn og hagræða lítillega sannleika.  En lygararnir klúðra öllu.

  Eitt er nefnilega að þekkja atburðarrás og breyta í frásögn örfáum atriðum hennar.  Annað er að semja atburðarrás.

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 03:29

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þrymur, Dofri hefur að mínu mati verið mjög orðvar um REI-málið, sérstaklega þegar haft er í huga að þetta eru pólitískir andstæðingar hans í borginni, sem eru sakaðir um alvarleg afglöp í starfi. Hann hefur baðað sjallana og Ólaf með fínni baðolíu miðað við hvað margir aðrir hafa sagt (undanskil ekki sjálfan mig.)

Theódór Norðkvist, 9.2.2008 kl. 03:48

9 identicon

Hvað meinarðu, erfitt að skrökva? Mér finnst þér bara takast það ágætlega. með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:43

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mér finnst að menn sem "hagræða" sannleikann og það oftar en einu sinni ættu alls ekki að spá í að verða aftur borgarstjóri. Þetta embætti krefst því að menn sýna hærra siðgæði en Vilhjálmur hefur sýnt.

Auk þess eiga menn sem verða uppvísir um alvarleg afglöp í starfinu sínu að segja af sér tafarlaust.

Úrsúla Jünemann, 9.2.2008 kl. 12:51

11 identicon

Dofri. Þið í Samfó höfðuð mjög hátt þegar nýjasti meirihlutinn tók við í borginni, ekki síst þú, og voruð m.a. með eitthvað svaka hneykslunarelement í því að borgin og borgarbúar (já, þið talið gjarnan í mínu nafni líka sem ég kæri mig ekki um) gætu ekki búað við þennan óstöðugleika og sífelld meirihlutaskipti. Því spyr ég nú: eruð þið í Samfó nokkuð að reyna að rugga bátnum hjá núverandi meirihluta? Væri það boðlegt gagnvart okkur borgarbúum?

Sjalli (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband