Lýst er eftir þremur borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Í frétt á visi.is er lýst eftir þremur borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þar segir:

lýst er eftirVísir lýsir eftir borgarfulltrúunum Vilhjálmi Þórmundi Vilhjálmssyni, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafi Friðriki Magnússyni.

Síðast sást til þeirra í fundarherbergi í Ráðhúsi Reykjavíkur um hálfeittleytið í dag. Blaðamenn Vísis og Fréttablaðsins höfðu beðið í tvo tíma eftir að ná tali af þeim eftir borgarráðsfund í morgun en þau fóru út bakdyramegin.

Síðan þá hefur Vísir reynt að ná sambandi við þau en án árangurs. Aðrir borgarfulltrúar sem sæti eiga í borgarráði svöruðu spurningum blaðamanna eftir að þeir yfirgáfu borgarráðsfund.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir þremenninganna eru beðnir um að hafa samband við Vísi á netfangið ritstjorn@visir.is eða í síma 512-5203.

Þeim sem búa yfir upplýsingum sem gætu leitt til viðtals við þau er heitið fundarlaunum.

Lesendur þessarar síðu er beðnir um að láta ekki sitt eftir liggja og hafa augun opin ef þeir skyldu rekast á borgarfulltrúana fyrir tilviljun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Hjálpi mér. Ég er hræddur um að ef þessi vinnubrögð borgarstjórnameirihlutans væru tekin til fyrirmyndar - þá myndu höfuð fá að fjúka. Engin kæmist upp með að láta ekki ná í sig á vinnutíma, ekki einu sinni svo mikið sem heyra í sér. Ég er handviss um að ef þetta ágæta fólk væri heiðarlegt og með hreint mjöl í pokanum - þá væru þau ekki í þessum sandkassaleik. Þetta eru eins og smákrakkar í feluleik, ein króna fyrir Villa! Eða verða það kannski bara 3 millur fyrir Villa ef hann lætur ekki sjá sig og heyra opinberlega?... Skyldi Davíð vita af þessu?

Tiger, 21.2.2008 kl. 17:26

2 identicon

Er Ólafur F. genginn aftur í sinn gamla flokk?

Jens (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:32

3 identicon

Þau eru örugglega ekki hér á Akureyri. Lét leita í ráðhúsinu. Kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Hafa menn leitað í húsnæði Actavis?

Gísli Hjálmar , 21.2.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið lifandis skelfing er þetta aumt, en ekki við öðru að búast kannski.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

snilld :D

Óskar Þorkelsson, 21.2.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eru þau ekki bara gengin til liðs við Árna Johnsen og eru að hjálpa honum að grafa göngin til Vestmannaeyja (ágætt að flýja þangað?)

Árni gæti síðan stofnað sjálfshjálparhóp handa sjálfstæðismönnum, sem gera of mörg tæknileg mistök. Þarna sýnist mér vera gott tækifæri fyrir Johnseninn.

Theódór Norðkvist, 21.2.2008 kl. 23:05

8 identicon

Vá hvað Ólafi F finnst gaman að fá loksins að vera memm í Sjálfstæðisflokknum, hann er farinn að fara í feluleik með liðinu. Hugsið ykkur gott fólk, svo sitja þessir þrír borgarfulltrúar og víla og díla með borgarstjórastólinn. Þetta er sick!

Valsól (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hefurðu tjékkað Valhöll? Myndi samt gæta mín, sá staður er fullur af flóttaleiðum fyrir litla borgarfulltrúapúka 

Ísleifur Egill Hjaltason, 21.2.2008 kl. 23:53

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Á ég að klukka þau ef ég finn þau,  eða er það "sá á fund sem finnur".  Vil bara fá að vita það áður en ég fer að leita.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.2.2008 kl. 00:25

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvað er málið með Sjálftökuflokkinn og bakdyraútganga:) Ég nenni ekki að leita. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.2.2008 kl. 00:35

12 Smámynd: Garún

Ég sá þau!  Óli var á american style.  Hanna var í Ikea að skoða skrifborð og Gísli var í búðinni veiðvon að gera ég veit ekki hvað....Annars er allt gott að frétta frá mér og svona...en ykkur?

p.s ég er drukkin þegar ég skrifa þetta eins og Össur....en bara gaman 

Garún, 22.2.2008 kl. 02:09

13 identicon

Frjálslyndir hafa ekki húmor fyrir þessu. Skil það ekki.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband