Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson baðst afsökunar á borgarstjórnarfundi

Á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir, bað ég Vilhjálm Þ Vilhjálmsson um skýringar á alvarlegum og algerlega tilhæfulausum rangfærslum hans um fjárreiður Hverfisráðs Grafarvogs í lok síðasta kjörtímabils - árið 2006.

Á fundi borgarstjórnar 5. febrúar sl. fóru fram umræður um íbúalýðræði og hverfaráðin en þá komu fram í máli Vilhjálms efasemdir um að hverfisráðunum væri treystandi fyrir styrkjafé. Orðrétt sagði borgarfulltrúinn:

Svo hefur verið mjög handahófskennt þegar hverfaráðin voru að úthluta öllu minni fjárhæð, hvernig þau fóru að því að gera það. Til dæmis í einu hverfaráði sem fór langt fram úr áætlun upp í Grafarvogi á sínum tíma, þá var úthlutað skyndilega 100 þúsund krónum til allra foreldraráða og ég held að skólarnir þarna séu átta ef ég man rétt. Þetta hverfaráð fór langt fram úr þeirri áætlun sem það hafði varðandi styrkjafé. Maður spyr sig hvernig gerðist það....

...Það sem ég var að gagnrýna hér áðan var að það væru ekki neinar reglur um það á hvern hátt hverfaráðin stæðu að þessum úthlutunum og ég gagnrýndi það að eitt hverfaráðið hefði farið verulega fram út áætlun. Ég get varla ímyndað mér að nokkur samþykki það, að það sé verið að keyra verulega fram úr áætlunum heimildalaust um mörg hundruð þúsund.

Þetta eru alvarlegar ásakanir og maður hefði haldið að reyndur borgarfulltrúi færi ekki með svona fleipur nema hafa eitthvað fyrir sér í þessu.

Á fundinum fékkst nú staðfest að Vilhjálmur hafði fengið upplýsingar um að við ársuppgjör Hverfisráðs Grafarvogs 2006 var ráðið bókhaldslega 135 þúsund í mínus en hefði hann athugað málið nánar hefði hann uppgötvað að ráðið átti ónýttar heimildir upp á nokkur hundruð þúsund af heimildum fyrra árs. Hverfisráð Grafarvogs átti því í raun talsvert ónotað fé í lok ársins.

Vilhjálmur sá ástæðu til að biðjast afsökunar á ummælum sínum og er maður að meiri. Hann er reyndar að verða býsna góður í því að biðjast afsökunar. Æfingin skapar meistarann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,æfingin skapar meistarann" mikið rétt, eftir því sem þessum afsökunarbeiðnum fjölgar tekur maður ósjálfrátt minna og minna mark á þeim. Menn geta ekki endalaust komist upp með að skandalessera daginn út og daginn inn og segja bara afsakið, við eigum að gera meiri kröfur til stjórnmálamanna en svo að þetta megi verða að vana hjá þeim.

Páll Jóhannesson, 5.3.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband