Fullkomið ráðaleysi

Uppbygging leikskólaplássa í borginni mun varla halda í við fjölgun barna samkvæmt 3ja ára áætlun. Samt kallar borgarstjóri það að ráðast gegn biðlistastefnunni. Hvílík öfugmæli.
Í ræðu sinni sagði borgarstjóri:

Þannig hyggst nýr meirihluti taka upp greiðslur handa þeim foreldrum sem bíða eftir niðurgreiddum leikskólaplássum. Með þessum greiðslum er í raun brotið blað í þjónustu við foreldra með börn á leikskólaaldri í Reykjavík.

Þetta eru orð að sönnu. Hér er brotið blað og stórt skref stigið aftur í kvenfjandsamlegan hugmyndaheim Sjálfsstæðisflokksins frá því fyrir árið ´94 þar sem það var álitið prívat vandamál kvenna að álpast til að eignast börn.

Meirihlutinn segist ætla að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi með því að borga foreldrum fyrir að vera heima hjá börnunum sínum á meðan þeir bíða eftir leikskólaplássi. Hverfa biðlistarnir við það?

Borgarstjóri neitar því að þetta séu heimgreiðslur. Hann kallar það þjónustugjöld sem foreldrar eiga að kaupa sér dagvistunarþjónustu fyrir. Veit borgarstjóri ekkert af hverju biðlistarnir stafa? Veit hann ekki að það fæst ekki fólk til starfa á leikskólunum og í dagforeldrakerfið? Þekkja borgarstjóri, starfandi oddviti Sjálfstæðisflokksins og sexmenningarnir ekki lögmál framboðs og eftirspurnar? Hannesaræskan?

Mikið framboð er ávísun á lágt verð
Lítið framboð er ávísun á hátt verð

Nú er sögulega lítið framboð á fólki til starfa á leikskólum og í dagforeldrakerfinu - hvað eiga þessar greiðslur að vera háar? 13 þúsund fyrir skatt?

Með áætluninni "Konurnar heim" opinberar meirihlutinn fullkomið ráðaleysi sitt og gamaldags hugsunarhátt. Það er aftur á móti gleðilegt til þess að hugsa að mönnunarvandi í löggæslunni skuli ekki vera á þeirra höndum.


mbl.is „Konurnar heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband