Borgar-Villi og Evru-Villi í Sjálfstæðisflokknum

Öllum eru ljós vandræði borgarstjórnarflokks Sjálfstæðiflokksins. Þau sitja uppi með "gamla góða Villa" sem enginn hefur traust á en þau þora ekki að losa sig við af þá klofnar restin í innanflokksdeilum um hver á að taka við.

Evrópumálin eru eins konar "Villi" fyrir Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Flokkurinn er greinilega algerlega klofinn í afstöðu sinni til ESB aðildar og upptöku Evru. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tvístígur og heldur fyrir augu og eyru hrinur af honum fylgið.

Flokkurinn hefur löngum státað af stuðningi iðnaðarins og viðskiptalífsins en á þeim bæjum er fólki farið að leiðast þófið. Æ fleiri úr þeirra röðum halla sér nú að Samfylkingunni og segja hana hafa mun betri skilning á þörfum atvinnulífsins en gamla Flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar ekki höggvið á hnútinn því þá klofnar flokkurinn í tvo álíka stóra parta. Svo þrautaráð Sjálfstæðismanna í Evrópumálum, rétt eins og borgarmálunum, er að gera ekki neitt.


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

held að þetta sé bara rétt athugað hjá þér :)

Óskar Þorkelsson, 6.3.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvað var Júlíus Vífill að gera í Ísland í dag á stöð2 í kvöld,hvað var erindið,var það bara niðurlægingaglottið.

Guðjón H Finnbogason, 6.3.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Júlíus Vífill á hrós skiliið fyrir framkomu&frammistöðu sína í Ísland í dag í kvöld en því miður féll Sigrún Elsa á báðum prófunum og var greinilega eitthvað illa fyrirkölluð.

Óðinn Þórisson, 6.3.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef lengi haft þá tilfinningu að Sjálfstæðisflokkurinn sé risi á brauðfótum.

Theódór Norðkvist, 6.3.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Ég segi það sama við þig og ég sagði við Karl Jónsson þ.e.

Eins og þú veist þá afgreiddi krulli allar tilraunir til breytinga og opinna umræðna með tvennum hætti.  Annars vegar með "svona gerir maður ekki" eða þá "málið er ekki á dagskrá".  Sú hjarðmenning sem alla tíð var í Sjálfstæðisflokknum í valdatíma krulla er nú að koma þeim í koll.  Þegar engin umræðuhefð er til staðar heldur eingöngu leiðtogahlýðni og hjarðmenning, þá lenda menn í erfiðleikum þegar staðið er frammi fyrir stórum verkefnum eins og ónothæfum litlum gjaldmiðli og afleit frammistaða borgarfulltrúa í Reykjavík.

Það verður að segjast eins og er að Sjálfstæðismenn munu fá þessa háttsemi sína í bakið.  E.t.v. eru þeir að því nú þegar í skoðanakönnunum. 

Sigurður Ásbjörnsson, 7.3.2008 kl. 08:47

Sigurður Ásbjörnsson, 7.3.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband