Vikið úr stjórn vegna viðtals

Á www.visir.is segir svo frá

Forstjóra Orkuveitu Húsavíkur hefur verið vikið úr stjórn orkufyrirtækisins Þeistareykja. Ein tilgreindra orsaka er að hann veitti Stöð 2 viðtal í óþökk yfirmanns...

Það var fyrir óásættanlega framkomu og mun þar hafa vegið þungt að hann veitti Stöð 2 viðtal á dögunum vegna vinnslu fréttar um álverskapphlaup milli Húsvíkinga og Suðurnesjamanna.

Hið refsiverða viðtal/frétt var á þessa leið

 Álver án orku væri mikið gleðiefni

Framkvæmdastjóri Þeistareykja á Húsavík segir gleðilegt ef Helguvíkurmenn treysti sér til að reisa álver án orku. Hann telur ummæli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, bera keim af áróðri.

Í gær sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar að allt væri klárt fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Skóflustunga yrði tekin innan skamms og 700 störf væru í pípunum. Forstjóri Þeistareykja á Húsavík, sem að vinnur að orkuöflun fyrir álver á Bakka, telur ummæli Árna áróðursbragð.

Hreinn Hjartarson, forstjóri Orkuveitu Húsavíkur: Ja það er náttúrlega bara gleðilegt ef að þeim tekst svona vel að byggja álver án orkuöflunar og þarna við hér fyrir norðan ákváðum að fara hina leiðina, reyna að afla orkunnar fyrst. Við erum að verða búin að afla orku fyrir fyrri áfanga álversins og erum svona að undirbúa leit fyrir síðari áfangann.

Vandséð er hvernig tvö álver ættu að geta sprottið upp á sama tíma, bæði á Bakka og í Helguvík. Ekki síst ef litið er til óbreytts mengunarkvóta.

Björn Þorláksson: Litast þetta ekki af því að það er stóriðju kapphlaup í gangi ?

Hreinn Hjartarson: Jú það er þetta er náttúrulega þarna er greinilega verið að að hver er á undan í röðinni, myndi ég segja. Eins og staðan er núna þá erum við náttúrulega komnir miklu lengra með orkuöflunina og línulagnir en þeir eru hins vegar búnir að fara með sitt álver í gegnum umhverfismat.

Landsvirkjun á stóran part í Þeistareykjum. Það skyldi þó aldrei vera að þessi brottvikning sé vandarhögg forstjóra LV, slegið af greiðasemi við Árnana suður með sjó?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það skyldi þó aldrei vera...?  Hljómar trúlega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

????HVER VEIT??

Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara andstyggilegt, ég þekki svona framkomu yfirvalds.  Það eru mörg dæmi um slíkt, ef til vill ekki svona alvarleg og þó. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 00:50

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, ættum við norðlenskir náttúruverndarsinnar ekki að fagna því ef hér yrði ekki af álveri og tilheyrandi virkjunum? Ættum við ekki að vilja ófögnuðinn suður?

Nei, þetta er sameiginleg barátta fyrir náttúruvernd og sjálfbærri atvinnustefnu.

Annars eru merkilegustu fréttir greinin um reiknilíkan um mýflugustofna í Nature sem sagt frá í fjölmiðlum í gær. Hún sýnir að við eigum ekki að fikta í náttúrunni: Höfum við minnstu hugmynd um hvaða áhrif boranir á háhitasvæðum hafa til lengri tíma? Nei, við höfum það ekki.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.3.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er enginn að hugsa um málfrelsi einstaklinga, skil vel að menn séu skammaðir, ef þeir koma fram í nafni annarra en sjálfs síns.

En hvort var þetta hans persónulega skoðun sem stjórnarmanns, eða var hann að koma fram sem talsmaður fyrirtækis.

Er goggunar stjórnun hænsnbúana að tröllríða öllu, og eðlileg mannréttindi eins og mál og skoðanafrelsi bara úrelt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband