7.3.2008 | 16:43
Björgun óþörf
Þarna fylgir góður hugur málum en ég vara þó við björgunarhugtakinu.
Um leið og það er búið að lýsa því yfir að það þurfi að bjarga einhverjum er líka búið að setja þann sama í stöðu fórnarlambs.
Ég vil ekki finna upp á vinnu fyrir Vestfirðinga. Ég vil hins vegar gjarna bæta samgöngurnar verulega, kanna möguleika á alþjóðaflugvelli, almennileg fjarskipti eiga auðvitað að vera komin fyrir löngu, rafmagnið þarf að vera stöðugt en ekki flöktandi og það þarf að koma upp háskóla á svæðinu.
Þegar þessi skilyrði eru komin í lag munu hugmyndir Vestfirðinga sjálfra blómstra.
Stjórnvöld og vel meinandi hjálparsveitir þurfa ekki að skapa störf heldur góð skilyrði. Þá skapar drífandi fólk sér störf. Og Vestfirðingar eru drífandi fólk.
Bloggarar taka sig saman og vilja bjarga Vestfjörðum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Aha ! þarna er maður af mínu skapi! Eru til fleirri svona menn? Mikið er ég hjartanlega sammála þér elsku vinur.
Jónas Jónasson, 7.3.2008 kl. 16:59
Þetta er nokkuð glúrið hjá þér, en er einhver sérstök ástæða til að setja sig upp á móti olíuhreinsunarstöð ef meirihluti íbúanna vill það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 17:23
Gunnar, hvar hefur komið fram að meirihluti vestfirðinga vilji olíuhreinsistöð?
Ársæll Níelsson, 7.3.2008 kl. 17:36
En hvernig er það með konurnar Dofri? Ætlar þú ekki að ,,bjarga" þeim hingað vestur og þá er vandinn leystur...eða var þetta einhvern vegin svona hjá þér á Sólon um daginn???
Katrín, 7.3.2008 kl. 20:17
leiðrétting:
...eða var þetta ekki einhvern veginn svona...
Katrín, 7.3.2008 kl. 20:18
Olíuhreinsunarstöð er ekki eingöngu málefni staðaríbúa..þvílíkt bull og sjónhornaþröngsýni! Góður vinkill Dofri... kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:51
Blessaður Dofri. Þú hittir naglann á höfuðið. Nútímaleg búsetuskilyrði er það sem þarf. Samgöngur og fjarskipti eru þar efst á blað. Hitt kemur svo af sjálfu sér. Olíuhreinsistöð er ekki kostur fyrir Íslendinga og Það er glapræði að reisa stóriðju í sjóðheitu hagkerfi. Þetta er ekki einkamál Vestfirðinga heldur þjóðarinnar allrar.
Eitt sinn ákváðu nokkrir íbúar á Ísafirði að stofna menntaskóla. Þeir voru spurðir ,, hvar ætlið þið að fá nemendur, já og hvar ætlið þið að fá kennara, hver vill búa þarna?" Skólinn var samt stofnaður og fylltist af nemendum og enginn vandræði voru að fá kennara. Þetta var í kringum 1970. Í dag finnst fólki sjálfsagt og eðlilegt að stofna framhaldsskóla um land allt.
Nú eru Vestfirðingar aftur spurðir ,,Hvar ætlið þið að fá nemendur í háskólann og hver vill kenna við háskóla á Ísafirði?"
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:35
Flott komment Dofri - er ekki sjéns að setja sig niður í Kýrholtsflóanum?
Guðrún Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 01:05
Hjartanlega sammála þér Dofri.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:44
Má virkja vestfirði?
Held að vestfirðingar myndu nú sætta sig við Flugvöll yfirhöfuð.
Látið íbúa vestfjarða bara í friði - þeir hafa lifað af hingað til ekki satt.
Björn Finnbogason, 8.3.2008 kl. 02:49
það sem skiptir máli er hvað vilja vestfirðingar en ekki hvað 101 kaffihúsamafían vill. það virðist vera og maður heyrir það m.a á bæjarstjóra ísfirðinga sem ég ber mikla virðingu fyrir að þeir vilja skoða þennan mökuleika á olíuhreinsunarstöð.
Óðinn Þórisson, 8.3.2008 kl. 09:15
Hjartanlega sammála þér, Dofri.
En Óðinn, þú ætti nú virkilega að setja hugtök eins og "101 kaffihúsamafía" aftast í einhverja skúffu. Þetta er ekki málefnilegt!
Úrsúla Jünemann, 8.3.2008 kl. 11:00
Sammála!
Anna Karlsdóttir, 8.3.2008 kl. 17:05
alþjóðaflugvöllur fyrir vestan ?? Ertu bara að gaspra Dofri ? Alþjóðaflugvöllur fyrir hvern ? og hvar ætti hann að vera ?
Ég er brottfluttur vestfirðingur með vestfriskt blóð í báðum ættum í æðunum en bý í 101 og hlýt því að tilheyra kaffíhúsamafínunni sem einhvern nenfdi hér að ofan.. Sko. Fyrir vestan er tvennt í stöðunni.. bæta samgöngur og þá um leið gera fjórðunginn lífvænlegan.. tvö gefa út frjálst krókaleifi fyrir vestfirðinga og þá mun restin bjargast af sjálfu sér..
Olíuhreinsunarstöð er sennilega sú allra mesta heimska sem upp hefur komið í þessu olíulausa þjóðfélagi sem hefur það á stefnuskrá sinni að vera óháð olíu innan nokkura áratuga.. að yfir höfuð að það skuli vera í umræðunni sýnir hversu firrt okkar samfélag er orðið og gráðugt !
Gefum vestjörðum góðar samgöngur og frjálst krókaleifi og restin leysist án þess að 101 kaffíhúsaliðið þurfi að skipta sér meira af þeim...
Óskar Þorkelsson, 8.3.2008 kl. 18:59
bíð eftir svari Dofri með alþjóðaflugvöllin.. hvaða hugsun er þar á baki eða var þetta bara eitthvað serm sett var fram þar og þá ?
Óskar Þorkelsson, 9.3.2008 kl. 12:48
Það þarf að kanna hvaða möguleikar eru á því að utanlandsflug geti lent á Vestfjörðum. Þetta skiptir miklu máli t.d. fyrir fiskútflutning en fyrir síðustu kosningar var einmitt mikið talað um þetta atriði á norðausturhorninu og þá með flugvöllinn á Akureyri í huga. Þetta getur líka skipt miklu máli fyrir ferðaþjónustuna en eins og nú háttar til eru Vestfirðir minna sóttir en flestir aðrir staðir á landinu. Fjórðungurinn hefur hins vegar upp á margt að bjóða sem ekki finnst annars staðar - auk þess sem Grænland er skammt undan. Það er þess vegna full ástæða til að kanna þetta af alvöru. Eða hvað finnst þér Óskar?
Dofri Hermannsson, 9.3.2008 kl. 13:01
allt í lagi að kanna þetta en ég velti bara fyrir mér hvar sá flugvöllur ætti að vera.. landrými fyrir vestan er af skornum skammti og svona flugvöllur þarf viss skilyrði.. helst að menn nefni Þingeyrarflugvöll í þessu samhengi.. Veðurskilyrði fyrir vestan eru ekki hagstæð svona hugmyndum.
Það sem kom vestfirðingum verst á sínum tíma fyrir utan kvótann var að ríksiskip var lagt niður og þar með datt upp fyrir möguleiki á ódýrum flutningum á lilli landshluta.. til ða bæta þetta upp þarf alvöru vegalagningu vestur með upphækkuðum vegum og styttingu vegalengda eins og verið er að vinna að í Djúpinu í dag.
Utanaðkomandi hugmyndir skila sér oftast nær ekki til byggðarlagsins .. en hugmyndirnar um olíuhreinsistöð er bara svo fáranleg þótt vestfirsk sé að ég á ekki orð yfir það.
Frjálst krókaleifi mundi fara langt með það að halda fólkinu í byggðinni og gera fjórðungin aðlaðandi fyrir nýliðun.
Óskar Þorkelsson, 9.3.2008 kl. 13:30
Varðandi ferðamennsku þá hef ég gælt við þá hugmynd að friða vestfirði að mestu.. bæir eru hver á fætur öðrum ða leggjast af og fara í eyði, ættingjarnir byggja sumarbústaði á löndunum.. ég vil skila landinu bara aftur til náttúrunnar og gera þarna ferðamanna paradís til frambúðar í alaskastíl.. fara með ferðamenn í siglingar inn á firði og voga.. fara með ferðamenn í berjatínslur.. Reykjanesskóli sem er farfuglaheimili í dag hefur nóg ða gera mestan partinn á árinu.. ég var þarna í nokkra daga sl haust og friðurinn, fegurðin, dýralífið var ótrúlegt. ég sá 5 refi, ótal seli, 2 erni og nokkra fálka ásamt öllum smyrlunum himbrimunum æðafuglsbreiðunum á stuttum tíma og sjórinn speglaðist í kyrrðinni.. þetta er hægt að selja.. en ekki ef eitthvað oliuhreinsunarstöðvarbákn kemur í fjórðunginn.. það ætti að sækja menn til saka fyri svona afspyrnuheimsku.
Óskar Þorkelsson, 9.3.2008 kl. 13:36
Þetta er hugmynd sem mætti skoða í samvinnu við heimamenn - þ.e. að stækka friðlöndin. Ég held að margir sæju sér jafnvel hag í því að leggja hluta jarða sinna inn í friðlönd - þau gætu verið í einkaeigu - t.d. ef ríkið væri til í að koma upp sómasamlegum merkingum gera göngustíga þar sem þarf og leggja eitthvað í innviði ferðaþjónustunnar á svæðinu. En við friðum varla fjórðunginn nema allir séu sammála um það.
Mér finnst mjög áhugavert að skoða tengingar við Grænland t.d. ef það yrði í framtíðinni hægt að lenda litlum farþegaþotum á Vestfjörðum. Þá mætti hugsa sér að hanna ferðapakka sem samanstæði af ferð um Vestfirði og Grænland - annað hvort eða bæði.
Dofri Hermannsson, 9.3.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.