9.3.2008 | 12:26
Nýheimar á Höfn og störf án staðsetningar
Það er gaman að fylgjast með því hvernig íbúar á Höfn taka á byggðamálum eins og sagt er frá á www.visir.is. Stofnun Nýheima er dæmi um nýja hugsun þar sem áhersla er lögð á að draga að fjölbreytt þekkingarstörf.
Nú er unnið að verkefninu Störf án staðsetningar hjá hinu opinbera en markmiðið er að skilgreina öll opinber störf sem ekki eru háð staðsetningu. Þegar slík störf losna verður starfið auglýst sem starf án staðsetningar og öllum sem hafa aðgang að internetinu þar með gert mögulegt að sækja um.
Einkageirinn er reyndar fyrir löngu búinn að uppgötva hagkvæmnina í þessu og þannig er t.d. eitt stórt hugbúnaðarfyrirtæki sem ég þekki með fólk í vinnu um allan heim. Á Íslandi eru starfsmenn fyrirtækisins m.a. á Akureyri og Súðavík þar sem þeim hefur reyndar nýlega fjölgað úr 1 í 3.
Það sem er verulega snjallt við Nýheima er sú hugsun sveitarfélagsins að búa til þekkingarmiðstöð þar sem einstaklingar í störfum án staðsetningar geta verið með sameiginlega aðstöðu, hist og búið þannig til skapandi og hvetjandi deiglu þekkingar og hugmynda.
Ég held að fleiri sveitarfélög ættu að hugsa á þessum nótum. Auk aðstöðu eins og boðið er upp á í Nýheimum geta sveitarfélög höfðað til menntað fjölskyldufólks með góðri þjónustu s.s. leikskólum þar sem ekki eru biðlistar, barnvænu umhverfi, metnaðarfullum grunnskólum, íþróttum og tónlistarstarfi - að ekki sé talað um lægra húsnæðisverð.
Ég hvet íslensk sveitarfélög til að keppa um sérfræðinga í störfum án staðsetningar, hvort heldur er í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða sjálfstætt starfandi með sömu aðferðum og gert er á Höfn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Þetta er mjög góð hugmynd og gott mál, en hingað til hafa flest ný störf sem hafa orðið til, verið á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir loforð um annað. Við hér fyrir vestan erum orðin ansi þreytt á loforðum. Maður notar þau nefnilega ekki á matardiskinn. Og það er orðið þannig að okkur finnst að annað hvort þurfum við að gefast upp og segja okkur á ríkið, eða lyfta hnefa og berjast af krafti. Ég vona að við gerum það síðarnefnda. Og fríríki er ein útleiðin. Hún er fær, og eins gott að setja hana á blað, því ein af ástæðunum fyrir áhugaleysi stjórnvalda á Vestfirðingum er einmitt að það er álitið að við getum ekkert gert okkur til bjargar. Það skipti sem sagt engu máli hvað um okkur verður. En nú eigum við hugmynd. Nú er að sjá hvort látið verður reyna á hana. Í fúlustu alvöru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2008 kl. 13:40
Þá má benda á starfssemi Grófargils hér á Akureyri (og víða)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:09
Störf án staðsetningar er töff.. og vinn ég að því í dag að ég geti unnið þannig í framtíðinni.. en um leið og hið opinbera eða samtök fara af stað með slíkar hugmyndir þá falla þær yfirleitt um sjálfan sig vegna þess að þá hætta menn að hugsa sjálfstætt og horfa til stofnunarinnar eða félagasamtakana sem tóku að sér að framkvæma hugmyndina.. Ég hef ekki trú á þessu eins og þetta er borið fram.. en þetta gæti verið lausn fyrir einhverja örfáa einstaklinga en alls ekki til þess að leysa vanda heils byggðarlags eða fjórðungs.
Óskar Þorkelsson, 9.3.2008 kl. 15:45
Hugmyndina um störf án staðsetningar mætti í raun orða á hinn veginn líka - að fólk í ákveðnum störfum hafi frelsi til að velja sér búsetu.
Segjum sem svo að hjá opinberum aðilum væri hægt að finna um 2-3 þúsund störf lítið eða óháð staðsetningu. Hjá einkageiranum væru þessi störf örugglega ekki færri. Þá er það sveitarfélaganna að auglýsa sig gagnvart þessu fólki.
"Komdu í Fróðafjörð. Hér er í boði fyrsta flokks starfsaðstaða á þekkingarsetri þar sem á milli 50 og 70 manns vinna við fjölbreytt störf ýmist í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða sjálfstætt starfandi. Á krakkakoti er enginn biðlisti og grunnskóli Fróðafjarðar var í fyrra tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna fyrir metnað í skólastarfi. Við tónlistarskólann er kennt á fjölda hljóðfæra, íþróttafélagið býður upp á 1. flokks aðstöðu og hesthúsahverfið er í göngufæri frá bænum. Fjölskylduvænt umhverfi, lágt húsnæðisverð miðað við höfuðborgarsvæðið og allt til alls á einum stað."
Ég er viss um að þetta myndi hljóma spennandi í eyrum margra ungra fjölskyldna sem sjá sér varla fært að eignast þak yfir höfuðið á höfuðborgarsvæðinu en vilja gjarna vinna við það sem þau menntuðu sig til.
Dofri Hermannsson, 9.3.2008 kl. 17:00
Veistu Dofri, það vantar ekkert svo marga Nýheima, það er fullt af stofnunum og fyrirtækjum á landsbyggðinni sem gjarnan vildu taka fleiri, stærri og metnaðarfyllri verkefni að sér fyrir ríkið og stofnanir þess (sjáðu t.d. Forsvar á Hvammstanga, Náttúrustofurnar um allt land, Háskólann á Hólum, heilbrigðisstofnanir osfrv.) - En þegar rætt er um að fela þessum stofnunum og fyrirtækjum aukin verkefni þá kemur gjarnan upp sú krafa að viðkomandi sveitarfélag skaffi ókeypis húsnæði fyrir starfssemina. Hver er hin sambærilega krafa til höfuðborgarinnar? Ef það er einhver alvara á bakvið það að framfylgja hugmyndinni um störf án staðsetningar þarf að vera raunverulegur vilji til þess á stjórnarráðsreitnum og pólitísk staðfesta gegn kerfisseigjunni sem heldur fólki í miðborginni.
Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.