Laun í Evrum - eða kannski Jenum?

Fyrir um hálfu ári var ég enn í starfi framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar. Ég sagði því svo upp í lok október frá og með jólum til að takast á við aukin verkefni sem kjörinn fulltrúi í borgarpólitíkinni. Allir vita hvernig það fór.

Hvað um það - þarna fyrir um hálfu ári var ég mikið að spá í þessi gjaldeyrismál og vaxtakjör á lánum.

Ég spurði því formann flokks og þingflokks að því í hálfkæringi hvort ég gæti ekki fengið launin mín greidd í Evrum, ég væri nefnilega að hugsa um að taka erlent lán. Mér var svarað í samskonar hálfkæringi á móti að það kæmi svo sannarlega ekki til greina - þingflokkurinn hefði ekki efni á að taka slíka gengisáhættu. 

Þótt í hálfkæringi væri hefur auðvitað komið á daginn að þetta var hárrétt athugað. Hefði ég fengið greitt í Evrum væri ég nú kominn með 24% hækkun launa á hálfu ári.

Í nýgerða kjarasamninga er reyndar komið ákvæði um að launþegar geta fengið hluta launa greiddan í erlendri mynt. Kannski það muni gilda um kjörna fulltrúa hjá borginni líka. Ég er hugsa um að veðja þá á Jenið því erlenda lánið sem ég tók er einmitt í þeirri mynt. 

Kannski svo með fleiri því eins og verðbólgan er núna eru m.a.s. vaxtalausu námslánin á umtalsvert hærri vöxtum en lán í Jenum.


mbl.is Krónan veikist enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Tel að Rúblan sé sá gjaldmiðill er taka ætti upp, ef ekki er hægt að notast við kr.

haraldurhar, 10.3.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Púkinn

Tja, þú hefur kannski svör við þeim spurningum um evrulaunin sem ég varpa upp (sjá þennan hlekk)

Púkinn, 10.3.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Jens Ruminy

Ég vona að þú tókst erlent lán bara vegna brýnnar nauðsynjar, allat annað var óábyrgt þegar í haust.

En af hverju þá ekki að taka upp danskri krónu, væri það ekki snjallt? Þá væru Íslendingar búnir að koma upp vest-norrænu  gjalsvæði (Grænland, Ísland, Færeyjar, Danmörk), tengjast þannig óbeint við Evruna því danska krónan er bara haldin í fasta gengið við Evruna (og evrópski seðlabankinn hjalpar Dönum að gengið sé stöðugt) og síðast en ekki síst væri það merki um að Ísland hafi loks fyrirgefið Dönum að hafa ekki sleppt þeim fyrr í sjálfstæði.

Jens Ruminy, 10.3.2008 kl. 15:27

4 identicon

Ég hef komið með svipaða hugmynd en reyndar Ísland, Færeyjar og Noregur. Gætum kallað það "Nordic Krone". Síðar gætum við skoðað það að hleypa öðrum að, t.d. Liechtehnstein og Swiss þannig að þetta verði EFTA gjaldmiðill. Noregur er utan ESB og með betri lífsgæði en bæði ESB og Danmörk, því tel ég að norðmenn séu miklu betri kostur í samstarf.  

Svo er bara gott mál að hafa tvær olíuþjóðir innan þess, sem yrðu hugsanlega þrjár síðar.

Geiri (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:47

5 identicon

Bæta smá við...

 Einnig sendir það sterk skilaboð að "free trade" og gjaldmiðlabandalag sé miklu betra fyrirkomulag heldur en að rembast við það að breyta Evrópu í ríki.

Geiri (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Fyrirtæki sem ekki er með tekjur í Evrum gæti aldrei samþykkt að greiða laun í Evrum nema auðvitað að samið yrði um upphæð í íslenskum krónum sem síðan yrði einfaldlega skipt í Evrur.  Þá er hins vegar engin bót í þessu fyrir starfsmanninn.

Starfsmaður sem er með alla sína neyslu í krónum er að taka mikla áhættu með því að fá útborgað í annarri mynt, jafnvel þótt viðkomandi sé með lán í þeirri mynt sem kannski telur 40-50% af heildarráðstöfunartekjum mannsins.  Ef hægt væri að fá þann hluta launanna sem fara í lánið greidd í Evrum þá væri það fínt en fyrirtækið tæki aldrei þá áhættu nema það væri með tekjur í viðkomandi mynt.  Slíkt er of mikil áhætta.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.3.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband