Helguvík og hagstjórnin

Þættinum hefur borist bréf. Þar er bent á að þótt ekki hafi komið nákvæmar tölur ennþá fyrir árið 2006 megi fá námundaðar tölur með því að bera saman útsvarstekjur sveitarfélaganna. Að vísu er útsvarsprósentan ekki sú sama alls staðar og því um nokkra ónákvæmni að ræða.

Samkvæmt útsvarsprósentureikningum heimamanna í Reykjanesbæ má sjá að meðaltalsútsvarið er 5% hærra á Vesturlandi en á Suðurnesjum. Tölur um Suðurland fylgdu ekki með.

Úr annarri átt bárust mér nýjustu upplýsingar um atvinnuleysistölur í landinu. Þar kemur fram, eins og vitað var, að meira en tvöfalt fleiri konur en karla á Suðurnesjum vantar vinnu. Er álver í Helguvík svarið við því? Á Grundartanga eru 84% vinnuaflsins karlar en aðeins 16% konur.

Bréfskrifari, stjórnmálamaður úr Reykjanesbæ, bað mig að vera koma hreint fram og segja einfaldlega að ég væri á móti stóriðju. Málið er ekki svo einfalt. Ég er á móti álverinu í Helguvík af ákveðnum ástæðum en ekki af trúarsannfæringu.

Um umhverfisástæðurnar hef ég þegar tjáð mig, t.d. að mér finnist siðlaust að byrja á álveri þegar ekki er vitað hvort næg orka er til í að knýja það, ekki er vitað hvort framleiðendur orkunnar vilja selja hana í álbræðslu í Helguvík, ekki hefur fengist leyfi fyrir línulögnum eftir endilöngum Reykjanesskaganum og ekki er vitað hvort álverið fær þær losunarheimildir sem til eru.

Svo eru hinar hagrænu ástæður sem ég vil biðja fólk að hugsa vel út í. 
Heimilin í landinu skulda um 1.500 milljarða, þar af um 1.000 í verðtryggðum krónum.

Stóriðjuframkvæmdir í Helguvík munu án vafa fresta því að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Með einföldum útreikningum má því finna út að fyrir hvert ár sem það dregst að lækka vexti um t.d. 5% munu heimilin í landinu þurfa að borga 75 milljarða og fyrir hvert ár sem það dregst að lækka verðbólgu um t.d. 4% bætast 40 milljarðar við höfuðstól verðtryggðra skulda heimilanna. Þetta eru um 1,8 milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Líka á Suðurnesjunum.

Herkostnaður af of háum vöxtum og verðbólgu lendir ekki bara á heimilum í landinu heldur líka skuldugum sveitarfélögum. Það ættu kjörnir fulltrúar slíkra sveitarfélaga að hafa í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Friðriksson

það er ágætt að nefna þetta með atvinnuleysi kvennana.en hefði t.d ekki verið sanngjarnt að nefna það sem skiptir kannski mestu máli, og það er heildaratvinnuleysið á svæðinu er 2,7% sem er það mesta á landinu. Svo er hitt sem skiptir líka máli að þú berð stöðugt saman laun á vesturlandi og suðurnesjum,en forðast náttúrulega eins heitan eldinn að bera saman Suðurnesin og Reykjavíkursvæðið, þótt það sé náttúrlega það svæði þar sem stór hluti Suðurnesjamanna sækir vinnu.

Hannes Friðriksson , 12.3.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Væri gaman að vita hver sendi þér bréfið?  Samflokksmaður?

Örvar Þór Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

varst flottur í kastljósi áðan..

Óskar Þorkelsson, 12.3.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans "áfallið "að það  mætti veiða loðnu.  Nú er bara að krossa fingur og vona að þoskurinn nái sér ekki á strik næstu árin.

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.3.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála Óskari - þú stóðst þig mjög vel.

Þessir kónar fara ekki að leikreglum og hika ekki við að láta þjóðina borga brúsann. Þeir stela frá okkur náttúrunni og senda okkur svo reikninginn!

Næstum því eins og KSÍ... 

Sigurður Hrellir, 12.3.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Stela frá okkur náttúrunni og senda okkur svo reikninginn... cry me a river Sigurður.  Þetta er fyrirtæki sem vill skapa verðmæti og vel launuð störf.  Ál verð er hátt og þetta er góður iðnaður.  Virkja þarf orkulindir landsins og nýta orkuna, jafnt í Álver sem og netþjónabú.  Vertu nú málefnanlegur.

Dofri í fjölmiðlum vegna þessa máls, óttalegt tuð og væl finnst mér.  Það verður ekki komið í veg fyrir þessa frábæru framkvæmd.  Sá grátinn í umhverfisráðherra á mbl.is nú rétt í þessu.  Skammarlegt, í hvaða liði er Samfylkingin?

Örvar Þór Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Emil Hilmarsson

Dofri að reyna að vera sniðugur og tönglast á því það eigi að byggja hálver, eins og hann kallar það í Kastljósi og fréttum.  Hvað kallaði hann þá álver Norðuráls á Grundartanga þegar það hóf framleiðslu, 1998 upp á 60þ tonn? Eða álverið í Straumsvík upp á um 170þ tonn? Einhverstaðar verður að byrja. Ef Dofri hefur svona miklar áhyggjur á að ekki fáist raforka fyrir stærra álveri, því gleðst hann þá ekki yfir því. Þá verður væntanlega ekki stækkað.

Emil Hilmarsson, 12.3.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sem betur fer er nú að koma að því að öfgafólk sem heldur að það ráði yfir öllu landinu,fer að skilja að umráðasvæði þess er aðeins í kringum Ráðhúsið í R.vík.Og þótt fyrr hefði verið ,frekja og yfirgangur þessa liðs hefur allt of lengi verið látinn viðgangast.Sem btur fer er fólk úti á landi byrjað að átta sig á því að það á að ráða sér sjálft, en ekki hlýta boði einhverrar yfirstéttar í kringum Seltjarnarnesið, sem er að stærstum hluta á ríkisjötunni. Þökk sé Dofra Hermannssyni.

Sigurgeir Jónsson, 12.3.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Stærsta bremsan á framkvæmdirnar til framfara er ekki orkuskortur (nema ykkur verði kápan úr því klæðinu líka) heldur kvótakerfið óréttláta, þ.e. kolefnislosunarkvótinn, þar sem skrifræðið kemst í æðra veldi í nafni umhverfisverndar. En skuldir til framkvæmda eru sannarlega í lagi, þar sem þær skila af sér, ólíkt VISA lánum heimilanna.

Allir bankarnir staðfesta að það er ekki verðbólgustigið sem stýrir helst krónunni, heldur mismunandi ákafi spekúlantanna, sem auka kaup sín á henni í hvert sinn er Seðlabankinn hækkar stýrivexti.

Ívar Pálsson, 13.3.2008 kl. 00:12

10 identicon

Blessaður Dofri,

því miður hef ég ekki enn séð Kastljósviðtalið frá því í kvöld á www.ruv.is en þar er eitthvað í ólagi í bili.

En það var áhugavert að hlusta á forseta bæjarráðs Reykjanesbæjar á Reykjanesþingi Framtíðarlandsins á dögunum: Á síðustu tveimur árum hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 2000 íbúa. Á sama tíma voru lögð niður tæplega 900 störf á vegum hersins. Þrátt fyrir þessa fjölgun íbúa samhliða fækkun starfa á vellinum eru aðeins 150  manns atvinnulaus á svæðinu í dag. Það er ósköp eðlilegt miðað við þessar upplýsingar að landlægt launaskrið hafi ekki skilað sér í sama mæli á Reykjanesi og annarstaðar en það er auðvitað bara tímabundið. 

Ég er undrandi á því að bæjarstjórinn og aðrir flokksbræður mínír á Reykjanesi velji að tala niður atvinnulíf svæðisins í stað þess að hreykja sér á hæsta steini yfir sannanlega öflugu atvinnulífi og glæsilegu bæjarfélag. Þegar maður skoðar bæjarblaðiði Víkurfréttir rekst maður á aðsendar greinar um kreppu og hörmungar sem gætu frekar hafa verið skrifaðar árið 1966 í Hafnarfirði en í Reykjanesbæ árið 2008. Reynt er að halda á lofti yfirvofandi vá og voða til þess að smyrja fyrir úreltri hugmynd til atvinnusköpunar.

Pétur Óskarsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:17

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek heilshugar undir með Pétri Óskarssyni, það er ótrúlegt hvernig forsvarsmenn Reykjanesbæjar tala um ástandið þar á bæ þegar ekkert er að. Og hann hittir naglann á höfuðið - álver er úrelt hugmynd til atvinnusköpunar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:34

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

En skuldir til framkvæmda eru sannarlega í lagi, þar sem þær skila af sér, ólíkt VISA lánum heimilanna.

Þetta er fornaldarhugsunarháttur manna sem telja að einu verðmætin sem til eru, séu þau sem verða til í ryki og skít á álversgólfi, eða í öðrum mengandi stóriðnaði.

Ég minni Ívar á að heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins. Þar verða til frumkvöðlar landsins og þar verða til rónar landsins. Ef vel er búið að heimilunum verður fyrrnefndi flokkurinn fjölmennari, en ef illa er búið að barnafólki verður síðarnefndi hópurinn fjölmennari.

Theódór Norðkvist, 13.3.2008 kl. 08:18

13 identicon

Góðan daginn Dofri.

Hvar vinnur þú ? Hvar er þetta annnað í atvinnumálum og afhverju komið þið ekki með það ? Hvernig væri staðan í dag ef við hefðum ekki álver á Grundartanga og Reyðarfirði  , þá á ég við útflutningsverðmæti td ?

Svo er það alveg dæmigert fyrir svona lið eins og þig að koma með einhverjar gamlar skýrslur og skella þeim fram sem nýjum. Þetta var herbragð Sólarinnar í fyrra sem tókst,en ekki í dag. Fólk sem var platað þá lætur ekki plata sig aftur.

Eins við segjum vinirnir, aldrei aftur þetta crazy lið upp á borð.

 hþh

Harry Þór (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband