Ungir jafnaðarmenn álykta

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna og stjórn Ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum sendu frá sér ályktun gegn álveri í Helguvík. Jafnframt var fullum stuðningi lýst við Þórunni Sveinbjarnardóttur Umhverfisráðherra. Þar segir m.a:

Í fyrsta lagi hafna Ungir jafnaðarmenn frekari uppbyggingu mengandi áliðnaðar á Íslandi og telja að landsmenn ættu að einbeita sér að því að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs í stað þess að hlaða áfram í hina yfirfullu álkörfu.

Hvað varðar Helguvík sérstaklega eru engin tæk rök fyrir að hefja þar framkvæmdir og því sýna sveitarstjórnirnar mikið ábyrgðarleysi. Mikið vantar upp á að orka til framkvæmdanna og flutningur hennar sé tryggður og í því sambandi óljóst um afstöðu nágrannasveitarfélaga. Þá hefur umhverfisráðuneytið ekki lokið við að úrskurða um kæru Landverndar þar sem farið er fram á heildstætt umhverfismat fyrir álverið, orkuöflun og orkuflutninga til þess. Þessar framkvæmdir á suðvesturhorninu núna verða ekki til þess að auðvelda fyrir öðrum byggðum landsins og verða síst til þess að hraðar gangi að lækka hina fáránlegu háu vexti, verðbólgu og gengissveiflur sem íslensk heimili og fyrirtæki búa við.

Síðast en ekki síst hefur ekki verið aflað losunarkvóta fyrir mengunina frá álveri í Helguvík en Ísland hefur þar afar lítið rými til viðbótar. Það beinlínis blasir við að þarna þarf að taka í taumana og er þeim orðum beint jafnt til hlutaðeigandi sveitarstjórna, ríkisstjórnar og Alþingis.  Að lokum vilja Ungir jafnaðarmenn taka skýrt fram að þeir hafna alfarið þeirri afstöðu að gera megi Ísland að nýlendu fyrir mengandi stóriðju, á þeim forsendum að landið búi yfir endurnýjanlegum orkugjöfum.

Það vekur athygli að Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum taki svo eindregna afstöðu gegn álveri í heimabyggð sinni. Það kemur mér þó ekki á óvart því þetta passar einmitt við það sem ég hef haldið fram - að ungt fólk sér framtíð sína í öðru en kerskálum.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn andvígir álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Jafntefli?

Jónas Jónasson, 14.3.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Gott mál og vel svarað í kastljósinu um daginn.

Bryndís Böðvarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

70% reyknesinga styðja sjálfstæðisflokkinn en það má vissulega alltaf finna einhverja sem eru á móti uppbyggingu og bjartri framtíð.

Óðinn Þórisson, 15.3.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband