Meðan Róm brann spilaði Neró á sítar og söng

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.

Peningamálastefnan og hagstjórn undanfarinna ára hafa fengið fullnaðardóm.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar peningamálastefnunni var komið á og bar meginábyrgð á þeim hagstjórnarmistökum sem gerð voru á síðasta kjörtímabili.

Nú situr hann í svörtu höllinni við Arnarhól.

Skyldi hann kunna á sítar?


mbl.is Fjármálastofnanir skortir traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mig minnir að Steingrímur Sigfússon hafi sagt það á þingi að Davíð ætti eftir að hreinsa upp eftir sig og líklega er að koma sá tími að hann verði að gera það

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: haraldurhar

   Já Davíð situr sjálskipaður í Svörtuloftum, með Halldór Blöndal sér við hönd.  Það er ábyrðarhluti að æðstu stjórnendur í Peningmálum hafi hvorki vit né menntunn til að genga þessum stöfum, og leiða okkur í viðlík öngstræti er við erum kominn í dag.

  Eg tel stjórnvöld ekki geta lengur látið reka á reiðanum, og ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki burði til að heyfa við  stjórnendum Seðalabankans, beri Samfylkingunni að slíta þessu stjórnarstarfi nú þegar, og boða til kostinga.  Samfylkinginn stendur að mig minnir undir kjörorðunum jöfnuður og réttlæti, getur ekki horft upp á fjöldaatvinnuleysi, og gjaldþrot þúsunda heimila, og peningkerfi okkar rúið trausti um allan heim.  Nú er ekki tími til að vera á flandri um heiminn, og leita að atkvæðum í öryggisráð, þó stjórnarstólarir séu mjúkir er ekki öllu fórnadi fyrir þá.  Ætlar Samfylkinginn að taka fullkomlega að sér hlutverk Framsókar að gleypa hvað sem er fyrir völdinn.

haraldurhar, 20.3.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála síðasta ræðumanni.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Slæm tímasetning á innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn er að mestu framsókn að kenna, þó vissulega megi segja að Sjálfstæðsflokkurinn, nærri þrefalt stærri flokkur hafi ekki staðið í lappirnar í því máli. Fjármagnið sem sett var í umferð var næstum 7 sinnum meira en framkvæmdirnar fyrir austan kostuðu, álver+virkjun. Svo kemur þessi alþjóðlega kreppa nú, sem er auðvitað aðal málið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 01:22

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Gunnar, Framsókn var eitt í stjórn.. 

sjálftektarflokkurinn á langstærstann hlut í þessu ástandi .

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 01:29

6 identicon

Það var fáránlegt að sjá svo gamla fríkið koma í svónvarp og afsaka krónuna með því að dollarinn hefði fallið svo mikið. Er maðurinn ekki seðlabankastjóri, veit henn ekki að það hefur enginn glajdmiðill í heiminum fallið eins og krónan? Veit hann ekki að evran er bara að standa þetta dæmi bara vel af sér og fellur ekki neitt?

Þessi 40% sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eiga það skilið að þurfa borga okur vexti. Þessi 40% sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eiga það skilið að borga hæðsta matvælaverð í heiminum. Við hin báðum ekki um þetta. Við viljum komast í þannig landslag þar sem maður þarf ekki að horfa upp á eigur sínar hverfa fyrir augunum á sér. Landslag þar sem matarverð er viðunandi og landslag þar sem vextir eru ekki okurvextir. Það er bara með öllu ólíðandi að þessi sjálfstæðisflokkur haldi allri þjóðinni í heljargreipum íslneskrar krónu eingöngu til að hala einhverjum völdum. Já völdum til að geta komið fótunum undir vini og vandamenn. Svo þessi forheimska 40% þjóðarinnar sem kýs þetta valdabatterí eingöngu af því mamma og pabbi gerðu það. Ég kaus þetta lið einu sinni, en bara með því að fylgjast með pólitík í nokkur ár þá þroskaðist ég frá þessu og gerði mér smátt og smátt grein fyrir því að taugar sjálfstæisflokksins liggja ekki hjá fólkinu almennt í landinu heldur hjá Satökum atvinnulífsins og LÍÚ. Það er t.d. gaman að sjá þá sem vilja komast undir feldinn hjá Sjálfstæðisflokknum koma til að verja hvern óheiðarleikan á fætur öðrum eins og t.d. mannaráðningar í dómaraembætti. Þar töluðu menn gegn betir sannfæringu bara í von um einhvern bitling, því þeir vita að Sjálfstæðisflokkurinn verðlaunar sína. Þetta er ógeðslegur flokkur og ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá það. Svo eru 33% þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn sjómenn og 25% eru verkafólk, já talandi um að skjóta sig í fæturna. Ég held að fólk sé að kjósa þetta yfir sig vegna einhvers horka, þetta er svona ,,ég kýs Sjálfstæðisflokkinn af því ég er mikill maður"

Valsól (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að Valsól ætti að lesa þetta til að átta sig betur á Sjálfstæðisflokknum... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 10:43

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Mér skilst að brennuvargar hafi gjarnan þann háttinn á að sitja hjá og horfa á brunann - vona bara að það fari sæmilega um kallskrattann við þá iðju.

Soffía Valdimarsdóttir, 20.3.2008 kl. 11:38

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Davíð gaf og Davíð tók .. annars er skemmtileg grein í Mogganum í dag „Norðurland kallar“

Pálmi Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 12:43

10 identicon

Takk fyrir ábendinguna Lára, frábær pistill.

Valsól (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:47

11 identicon

Valsól ekki ætla sjómönnum svo illt að þeir kjósi allir sjálftökuflokkinn.Sjómenn á Íslandi í dag eru varla fleiri en 2500 svo þú hlýtur að sjá að það eru ekki þeir sem halda sjálfstökuflokknum að völdum sem 33 % af kjósendum hans.En ég gæti vel trúað því að kvótagreifarnir í LÍÚ séu svo til allir kjósendur hans og styrki sjálfstökuflokkinn hressilega fjárhagslega af sínu illa fengnu fé.Enda svífst sjálfstökuflokkurinn einskis í því að drepa þá síðustu smáu í sjávarútvegi svo kvótagreifarnir geti setið einir að auðlindinni.

Jon Mag (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:06

12 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Fyrst allt er Davíð að kenna, getur þá Samfylkingin ekkert gert?

María Kristjánsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:21

13 identicon

Mér í minni er pistill Láru. Staðan er alvarleg í fjármálum landsins og alvarlegast ef á að gera ekki neitt. Davíð & co í Dimmuborgum gera svo sem ekki annað en pilla við stýrivestina. Pilleríið við gengi krónunnar er alvarlegt vegna þess að þar geta menn hrært í sem eru með sitt í evrum. Það er íslenskur almenningur sem blæðir þessa dagana. það er ekki jafnaðarmennska. Þess vegna er íhugunaerfni hvort þurfi ekki pólitískt inngrip hvað svo sem Illugi og Bjarni skrifa og segja.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 17:27

14 Smámynd: Steinn Hafliðason

Davíð var í ríkisstjórn þegar núverandi peningamálastefna var sett á. Nú er Samfylkingin í ríkisstjórn og hefur lítið gert annað en að tala krónuna niður. Ætli þeir eigi einhverja ábyrgð á þessu gengishruni? Það skyldi þó ekki vera að Björgvin glotti út í annað þar sem hann getur stoltur sagst hafa haft rétt fyrir sér. Verst að það skuli vera á kostnað almennings.

Steinn Hafliðason, 20.3.2008 kl. 19:29

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Skil þig ekki Steinn.. er þetta sem sagt  því um að kenna að Björgvin Viðskiptaráðherra er evrópusinni og vill skoða það að taka upp euro í stað handónýtrar krónu ?  Um að gera að kenna samfylkingunni um eftir alveg 10 mánuði stjórn en sjálftektarflokkurinn og framsókn eru stikkfrí eftir áratuga setu í ríkisstjórn.. ódýr lausn og alveg í anda sjallana.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 20:59

16 identicon

Lýru.  Hann ku hafa spilað á lýru.  Spurning hvort að sítar hafi verið kominn frá Indlandi til Evrópu á þessum tíma.  George Harrison átti mikinn þátt í því að kynna sítar fyrir Vesturlandabúum á 7. áratug síðustu aldar.  Sem kemur málinu náttúrulega ekkert við.

Örn (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:49

17 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú virðist ekki hafa skilið mig Óskar. Þegar peningamálastefnunni var breytt var það Davíð í ríkisstjórn sem breytti henni. Núna er Davíð ekki lengur í ríkisstjórn heldur er þangað komin samfylkingin. Hún hlýtur að geta haft sömu áhrif í ríkisstjórn og Davíð hafði á sínum tíma. Það þýðir lítið að elta Davíð hvert sem hann fer eins og ráðvilltur hvolpur og kenna honum um allt sem miður fer, völdin eru í ykkar höndum.

En til marks um flóttann frá vandamálinu sem enginn er tilbúinn að bregðast við þá er samfylkingin enn með Framsóknarflokkinn á heilanum og yrkir óða til evrópusambandsins um allar grundir. Hversu lengi ætli það gangi? Hvenær ætlar samfylkingin að fara að taka ábyrgð á efnahag landsins? Er það eftir 2 ár í ríkisstjórn, heilt kjörtímabil eða þegar það hlutirnir fara að ganga vel? Eða er samfylkingin svo máttlaus að evrópusambandið verður að leysa efnahagsvandann fyrir þá?

Ef Davíð situr í svörtu höllinni og spilar á Lýru syngur hann texta samfylkingarinnar.

Steinn Hafliðason, 20.3.2008 kl. 22:13

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér sýnist að ég hafi skilið þig rétt Steinn, þú aftur á móti virðist ekki skilja það að Davíð Oddson er EKKI hættur afskiptum af peningamálum þjóðarinnar eða í pólitík.. Það eru ekki komnar margar vikur síðan Villi vitlausi fór til DÓ og fékk ráðleggingar þar um hvernig hann ætti að haga sér í borgarmálunum.  DÓ ræður stýrivöxtum til bankana og þar með vöxtum þínum og mínum í okkar viðskiptabönkum.. með upptöku Euro og inngöngu í EU þá hverfa völd þessa manns niður í ekki neitt.. um það snýst andstæaða sjálftektarflokksins við Evrópuaðild.. að þeir missa völd.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 22:20

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá Óskari - tregða Sjálfstæðismanna við að ganga í Evrópusambandi snýst um að missa völd. Og hvernig getur Steinn sagt að Samfylkingin sé með völdin í fjármálunum þegar seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og forsætisráðherra eru allir Sjálfstæðismenn...?

Davíð er enn við stjórnartaumana eins og alkunna er, neitar að sleppa, og gerir allt sem í hans valdi stendur til að eyðileggja stjórnarsamstarfið í félagi við fleiri bakvaldamenn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:30

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Steini Hafliðasyni

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2008 kl. 11:09

21 identicon

Óska þér og þínum gleðilegra páskahelgi

Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:23

22 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Eitt af því sem Davíð var hvað harðastur á í sinni stjórnartíð var að við ættum ekki að ganga í Evrópusambandið. Máli sínu til stuðnings benti hann margoft á hvað íslenskir bissnessmenn væru að gera góða hluti. Nú er það allt í einu svo að hinir fræknu bissnessmenn eru orðnir að bröskurum sem gert hafa aðför að krónunni!

Þá spyr maður hvort ekki hefði verið nær fyrir Davíð að leyfa a.m.k. umræðu um inngöngu í ESB......... 

Heimir Eyvindarson, 30.3.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband