2.4.2008 | 11:21
Asnalegt!
Auðvitað er það mörgum erfitt að olía á heimsmarkaði hefur hækkað látlaust undanfarin misseri. Þessu hafði samt verið spáð og samkvæmt sömu spám á hún enn eftir að hækka talsvert vegna alþjóðlegrar hækkunar á orkuverði. Það er líka bagalegt að gengi krónunnar hafi lækkað en því hafði líka lengi verið spáð.
Þetta tvennt kemur illa við marga en því er ekki að leyna að margir sem mér sýnist styðja þessar aðgerðir gætu ekið um á sparneytnari bílum, fækkað ferðum og sparað þannig um leið og þeir menga minna.
Sjálfur beið ég í klukkutíma á Hafnarfjarðarveginum við Kúagerði í morgun eftir 7 stunda næturferðalag. Maður hélt auðvitað að það hefði átt sér stað mikið slys og þegar ljóst var hverju töfin var að kenna varð það ekki til að efla samstöðu með trukkabílstjórunum. Mér finnst aðgerðir þeirra asnalegar.
Það má vel endurskoða opinbera álagningu á eldsneyti og reyndar veit ég ekki betur en að slík endurskoðun standi nú yfir. Það á að breyta álagningunni í þá átt að það eldsneyti sem minnst mengar kosti minnst og hætta að láta orkuálagninguna standa undir kostnaði við vegakerfið. Kannski hafa vörubílstjórarnir misst af þeirri frétt.
Reyndar held ég að gjaldið sem vöruflutningarfyrirtækin greiða með olíugjaldi til uppbyggingar og viðhalds veganna hringinn í kringum landið sé ekki nema brot af þeim kostnaði sem þungaumferð þeirra veldur. Slit af völdum stórs flutningabíls er tugþúsundfalt á við fólksbíl. Almenningur hefur því í mörg ár niðurgreitt vegina fyrir vöruflutningafyrirtækin.
Ég held að ef það ætti að rukka vörflutningafyrirtækin um raunkostnað kæmi í ljós að þungflutningar með eðlilegu gjaldi fyrir slit á vegum standi ekki undir sér og þeir yrðu að stóru leyti færðir aftur út á sjó. Þetta þyrfti að athuga sem fyrst því sem skattborgara finnst mér óviðunandi að sú fjárfesting sem lögð er í þjóðvegina endist ekki nema brot af því sem hún á að gera.
Það er svo umhugsunarefni að þegar trukkabílstjórar tefja fjölda fólks frá skyldum sínum klukkustundum saman og ógna öryggi borgaranna með ólöglegum umferðarhnútum er horft í gegnum fingur sér með það.
En þegar fólk tefur vinnuvél við virkjunarframkvæmdir dálitla stund er það talið grafalvarlegt mál, fólki stungið í steininn, vísað úr landi og lögsótt. Lögreglan jafnvel látin veita því eftirför og gera leit að áhöldum til mótmæla í bifreiðum almennra borgara.
Það er ekki sama hvor rassinn er, náttúruverndar- eða vörbílstjórarassinn!
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta er viðhorf þitt til þessara mótmæla er líka eins gott að það sjáist ekki til þín versla eldsneyti í dag með þessum afslætti sem er verið að auglýsa.
Það er samt nokkuð öruggt háværustu andstæðingar mótmælanna hafi verið fyrstir á svæðið þegar olíufélögin auglýstu lækkun á verði.
Balsi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:55
Mótmælendur hafa farið yfir strikið. Þeir verða að gæta að því að betra er að hafa lögin með sér en móti. Þetta atferli varðar við tvær greinar almennra hegningarlaga nr.19 frá 1940 og brot gegn þessum greinum varðar fangelsi allt að 6 árum ef sakir eru miklar!
Þegar mótmæli beinast gegn frjálsri för borgara þá á lögreglan að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem mótmæla. Fróðlegt er að bera saman þessi mótmæli og þeirra sem reistu tjaldbúðir á hálendinu. Þá var víkingasveitin kölluð til með gríðarlegum aðgerðum jafnvel þó að mótmælendur lokuðu ekki neinum vegum né hindruðu framkvæmdir sem þeir þó voru að mótmæla.
Hver er munurinn? Hvar er lögreglan nú og hvers vegna grípur hún ekki til þeirra úrræða sem hún hefur yfir að ráða?
hvað verður næst? Aka mótmælendur stóru bílunum sínum inn á flugbrautir og hindra næst flugumferð? Kannski þeim dettur það næst í hug ef við erum með gagnslitla lögreglu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2008 kl. 12:15
ok.. hættum að mótmæla svo Samfylkingin geti haldið áfram máttlausum málflutingi og sett vesenið í nefnd.. ekki gera neitt er viðkvæðið. Samfylkinin er að tapa mörgum atkvæðum með svona aumingjahætti, þar á meðal mínu. Samgönguráðherra, gamli íþróttakennarinn minn hefur ekkert breyst frá veru hans á bolungarvík fyrir 30 árum.. enn jafn hrokafullur og gagnslaus.
Hvað þarf að athuga ? Hvað er þessi nefnd að gera ? Svar.. drekka kaffi og éta vínarbrauð.
Óskar Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 12:45
Ég er nú ekki sammála þér (eða öðrum Samfylkingarmönnum) um margt - og þess vegna fæ ég ónotatilfinningu þegar ég les pistil eftir þig sem ég er innilega sammála.
Hvað er á seyði?
Púkinn, 2.4.2008 kl. 12:47
Hallærislegt!
Þetta þykir mér aum grein og hoggið að þeim mikilvæga rétti fólks að láta í sér heyra og til sín taka - að tjá að það sé ósátt. - Vart að maður trúi Því að meintur umhverfisverndarsinni skrifi svona, er það bara þegar þú vilt að það má mótmæla? - Þetta eru atvinnubílstjórar sem standa að þessu mótmælum á vörubílum - þegar þú segir þá geta verið á minni bílum og farið færri ferðir áttu þá við að þeir ættu að fá sér pikköpp í staðin og hafna öðrumhverjum túr sem þeir eru pantaðir til?
Jóhann (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:51
Það er hvorki "asnalegt" né farið yfir strikið að mótmæla. Setti þetta inn sem innskot: Stjórnmálamenn eru stundum ansi háðir ýmsum hagsmuna- eða þrýstihópnum. Veit ekki hvort ég eigi að telja þá upp hér en í Bandaríkjunum er til starf "lobbíista" sem hefur þann eina starfa að sitja fyrir þingmönnum í forsölum þingsins. Þeir eru á launum hjá hagsmynasamtökum. Stjórnmál ganga ansi mikið út á að hlusta, taka hagsmuni heildar og ákveða. Mótmælaaðferðir bílstjóra er nýung á Íslandi og hugsanlega mun þetta leiða til þess að menn sameinist að mótmæla á fleiri sviðum. Hvað með samtakamátt bílstjóra að mótmæla samræmdu bensínverði olíufélaganna? Hvað með að mótmæla vöxtum, landbúnaðarkerfi, verði á grænmeti eða eftirlaunakjör þingmanna?
Sósíaldemókratísk mótmæli eru af hinu góða. M. flokkskveðju...gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:00
Það er óþarfi að snúa út úr orðum Dofra. Varðandi eyðslugrennri farartæki hygg ég að hann hafi átt við það að í gær, voru mótmælin að forgöngu utanvegajeppaliðs, sem æðir um landið á eyðslufrekustu faratækjum sem hægt er að hugsa sér og búið að breyta þeim og snúa á alla kanta til að þeir eyðu sem mestu svo hægt sé að spæna sem mest og hæst upp um fjöll og jökla. Það er nú ekki beinlínis hægt að segja að það sé umhverfisvænt atferli, ellegar að ferðir þeirra séu mjög brýnar.
ellismellur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:05
Ég lenti í einum af þessum mótmælagerningi nú í morgun. Fór inná Hafnarfjarðarveginn suður í Hafnarfirði og stefndi á Reykjavík. Þarna var allt stopp í meira en eina klst.
Tvöföld bílaröð þétt saman frá Hafnarfirði og í Fossvog. kannski meira en þúsund bílar. Allir þessir bílar voru með vélar í gangi . Ekki upplýstist fyrr en rétt fyrir kl. 9 að mótmælendur ætluðu að opna veginn á slaginu kl 9.
Þessar mótmælaaðgerðir voru því greiddar af okkur þessum saklausu vegfarendum sem þarna eyddum dýrmætu bensíni í rúman klukkutíma- auk þess vinnutap hjá fórnardýrunum . Dýrt spaug þetta hjá mótmælendum á kostnað almennings.
Hafi þeir óþökk fyrir.
Sævar Helgason, 2.4.2008 kl. 14:46
Ég vorkenni mikið öllu þessu liði, sérstaklega 4x4 jeppaköllunum sem þurfa að þeysa um hálendið. Finnst að þeir ættu að fá bensínið á hálf-virði. Hvernig er með þessa vörubílstjóra - hafa þeir ekkert þarfara að gera en að tefja fyrir umferðinni? Þetta er að verða fíflagangur eins og í París.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:43
Guð minn almáttugur hvað þið getið vælt. Aðgerðir vörubílstjóra eru alveg frábærar og kominn tími til þess að einhver láti í sér heyra. Vegna þess að á meðan við þegjum og látum okkur nægja að kvarta með blogginu okkar eða með einstaka greinum í fréttablaðinu að þá verður bara haldið áfram að ríða okkur ósmurt í endaþarminn -afsakið orðbragðið
Sigurður Hólmar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:25
Mikið er ég sammála þér hef oft þurfta að nota þjóðveg 1 og hann er mjög skemmdur og í raun hættulegur vegna vöruflutningabíla
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 16:40
Það var auðvitað ekki fallið til samúðar að eingöngu væru stífbónaðir eyðsluhákar flautandi um allt og tefjandi fyrir almenningi. Það væru mest stórtrukkar og breyttir jeppabílar, en ekki fjölskyldufólk að mótmæla hækkunum. Ef þeir hefðu ætlað að beina einhverju að þingmönnum þá hefðu þeir sjálfsagt getað lagt einum vörubíl fyrir framan 63 innkeyrslur þeirra víðsvegar um borg og nágrannabyggðir.
Gunnlaugur B Ólafsson, 2.4.2008 kl. 16:46
Þið eruð öll meiri sófakommarnir og vælukjóar. Þetta er þarfar og góðar aðgerðir. Hvers vegna fer það svona fyrir ykkar litla "ríkisstarfsmanna- og sveitarfélagshjarta" að hafa andstyggð á að jeppamenn mótmæli? Þeir eru jú að fara fram á lækkun á olíugjaldi yfir höfuð, það gagnast líka þeim sem á bensínbíl.BTW þá beið ég sjálfur í röðinni á hafnarfjarðarveginum og var salla rólegur, enda eru þeir líka að mótmæla í mínu nafni að ég tel.
Björgvin (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:15
Jeppamennirnir sem voru að mótmæla í gær voru eins og organdi ofdekraðir krakkar öskrandi á meira sælgæti. Afhverju er ég að mótmæla þessum mótmælum? Jú, ég varð illilega fyrir barðinu á þeim þegar ég beið eftir strætó sem kom ekki. Hvað hef ég gert þessum trukka bílstjórum og jeppamönnum? Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti jeppa mönnum eða vörubílsstjórum. En þegar þessi óþekkt og frekja fer að bitna á mér þá getur maður ekki annað en mótmælt. Ef að Þið, ökumenn, finnst eldsneytiskostnaðurinn of hár þá eigið þið frekar að fá ykkur sparneytnari bíla eða að nota annan fararmáta.
Ég treysti þessari ríkisstjórn að gera ekki þá heimskulegu aðgerð að lækka álögur á eldsneyti. Það er glapræði að lækka skatta þegar verðbólgan er svona há. Hún fer á enn meira flug ef að ríkið lækkar skatta.Ólafur Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 18:19
Alveg sammála þér Dofri.
Óðinn Þórisson, 2.4.2008 kl. 19:23
Ég er sammála þér Dofri, það er ekkert gert þegar svona gróf mótmæli eru í gangi gegn hækkuðu heimsmarkaðsverði á olíu og falli krónunnar en þegar mannréttindabrotum og náttúruspjöllum er mótmælt fer allt á annan endann hjá lögreglunni.
Vörubílstjórar verða að standa saman í að hækka gjaldskrána sína í samræmi við eldsneytisverð.
Vesturlandabúar eru búnir að aka lengi án þess að finna fyrir því að það kosti eitthvað.
Kv. Nóni
Nóni (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:53
Sammála þér Dofri.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:12
Innilega sammála! Þessi vörugjöld fara í að halda við vegum landsins og það kostar peninga og olíu!
María (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:21
Mér finnst tvennt undarlegt varðandi þessi mótmæli. Fyrir það fyrsta þá er föst krónutala sem ríkið innheimtir af bensíni og mig minnir að sú breyting hafi orðið hjá ríkinu 2005. Því hagnast ríkið ekkert meira á bensíni af þessari föstu krónutölu - hún er alltaf sú sama. Í öðru lagi er tekinn VSK af bensíni og þar græðir ríkið augljóslega meiri pening þar sem bensínverð er búið að hækka. En hvaða áhrif hefur það á vörubílstjóra í atvinnurekstri? Þurfa þeir nokkuð að greiða VSK af bensíni? Ef það er rétt skilið hjá mér að þeir þurfi ekki að greiða þann kostnað þá geta þeir varla kennt ríkinu um hækkun bensínverðs þar sem það er bæði til komið vegna dýrari olíu í heiminum sem og veikari krónu.
Get ekki sagt að ég styðji mótmælin þegar þessir menn eru að tefja umferð fyrir öðru fólki sem þarf að komast til vinnu - tala nú ekki um þegar þeir eru farnir að seinka flugi.
Egill M. Friðriksson, 2.4.2008 kl. 21:59
Stórgóður pistill Dofri!
Már (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:18
Hættið að ráðast á bílstjórana með hreytingi, þeir eru að berjast fyrir okkur almenning og þið ættu frekar að ráðast á ríkisstjórnina fyrir að gera ekki neitt. hefur eittthvað heyrst frá þeim? nei ekki bofs
Ríkisstjórnin ein getur leyst úr þessu en það er greinilega enginn vilji til þess, þeir vilja freka láta almenning sitja í bílum sínum fyrir aftan vörubílana, sem segir mér að háttvirt Ríkisstjórn íslands er nákvæmlega sama um okkur.
ps dorfi þessi mismunur á því hvort það skiptir máli hvort mótmælandinn sé náttúruverndarsinni eða vörubílstjóri er sá að náttúrverndarsinninn var handtekinn vegna þess að hann var inná lokuðu vinnusvæði þar sem óviðkomandi umferð er bönnuð, vörubílstjórar eru það hins vegar ekki.
Það að vegirnir séu svona slæmir er vegna þess að íslendingar þurfa að láta flytja svo mikið af vörum og krafan um snöggan afhendingartíma á vörunni.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:24
Hverju eru mennirnir að mótmæla? Er það ekki annars vegar háu eldsneytisverði og hins vegar reglum um hvíldartíma vöruflutningabílstjóra? Ríkisstjórnin ræður engu um þær ES-reglur sem segja til um hámarkstíma sem vöruflutningabílstjórar mega aka samfleytt. Væri ekki ráð fyrir þá að fara til Brussel og loka nokkrum breiðgötum þar?
Hækkunin á eldsneytisverði orsakast af gengisfalli krónunnar og hækkun á heimsmarkaðsverði. Halda bílstjórarnir að ríkisstjórninni sé í lófa lagið að kippa þessu í liðinn? Að vísu væri hægt að lækka skatta (olíugjald) til að slá aðeins á olíuverðið en við það myndi kostnaður við viðhald á vegum færast í auknum mæli yfir öll okkur hin sem sum hver ferðumst um á reiðhjólum, almenningssamgöngum eða fótgangandi. Hvaða réttlæti felst í því?
Ég er sammála því að þessi mótmæli eru asnaleg og af því að þau koma mest niður á saklausum vegfarendum eru þau illa hugsuð og bera vott um skammsýni og eigingirni. Það á að sekta þessa "atvinnumótmælendur" miskunarlaust og alla litlu umhverfissóðana sem loka götum með stóru jeppunum sínum sömuleiðis.
Sigurður Hrellir, 3.4.2008 kl. 01:06
Algjörlega sammála Dofra. Það er eitthvað falskt við það að horfa upp á 4x4 klúbbinn og trukkabílstjóra mótmæla eldsneytisverði. Þeir eru í raun að heimta skattalækkun svo þeir geti a stundað tómstundagamanið sitt og b grætt meira. Skattlagning á eldsneyti er mikil og á að vera mikil! Það væri margfalt meiri kjarabót að afnema tolla á innflutt matvæli.
IG (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 06:41
Þessir vörubílstjórar eru ekki að aka um allt á eyðslu- og viðhaldsfrekum bílum á stærð við minni fjölbýlishús af því þeim finnst það svo gaman. Þeir eru að flytja vörur fyrir okkur.
Theódór Norðkvist, 3.4.2008 kl. 11:18
Sæll og takk fyrir síðast Dofri,
Í heildina mjög góð færsla, og þarft að velta upp rökin í þessari umræðu.
Ég tók mér það bessaleyfi að mæla með færsluna á mínu bloggi.
Morten Lange, 3.4.2008 kl. 17:52
Hjartanlega sammála og tek undir með Sigurði Hrelli. Samkvæmt samgönguáætlun áranna 2005 til 2008 (http://www.althingi.is/altext/131/s/pdf/1441.pdf) fara í ár tæplega 7 milljarðar úr ríkissjóði til vegamála, umfram það sem innheimt er með gjöldum.
Svo er mér ómögulegt að skilja rökin "atvinnubílstjórar starfa fyrir okkur". Það stundar enginn Íslendingur lengur sjálfsþurftarbúskap. Við vinnum öll fyrir hvort annað.
Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:33
Þessi mótmæli eru farin úr böndunum og þau orð sem bílstjórarnir létu falla í garð lögreglumanna fyrir framan fjármálaráðuneytið eru þeim til háborinnar skammar (sjá hér).
Hræddur um að stuðningur og þolinmæði almennings í þeirra garð fari bara minnkandi úr þessu.
Hjörtur Þór (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.