Lausafjárstaða Blóðbankans - ábending til Guðlaugs Þórs

Það var hringt í mig frá Blóðbankanum fyrir hádegið og spurt hvort ég gæti komið strax og gefið blóð. Hef einu sinni farið áður og þá kom í ljós að ég er í blóðflokki O mínus sem mun vera afar eftirsótt blóð af því það er hægt að gefa fólki í öllum blóðflokkum.

Ég skellti mér í frakkann og arkaði yfir Skólavörðuholtið. Þetta tók ekki langan tíma, var hvorki sárt eða hræðilegt og ég fékk kaffi og með því á eftir. Við vorum nokkur að gæða okkur á veitingunum þegar yfirlæknirinn kom og þakkaði okkur fyrir að bregðast skjótt við.

Í spjalli við yfirlækninn kom nokkuð í ljós sem ekki er síður alvarlegt en staða hinna bankanna - að Blóðbankinn fær ekki krónu til að kynna starfsemi sína og stækka blóðgjafahóp sinn! Öll blóðsöfnun í landinu byggist á blóðgjöfum 10 þúsund einstaklinga sem eru rétt rúm 3% landsmanna. Ólíkt hinum bönkunum sem hafa ómælt kynningarfé og blóðmjólka landsmenn alla.

Þessu finnst mér að heilbrigðisráðherra og sveitungi minn í Grafarvogshreppi, Guðlaugur Þór Þórðarson, ætti að kippa í liðinn ekki seinna en á næstu fjárlögum sem núna eru einmitt í undirbúningi. Ég skora hér með á hann að gera það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk fyrir.

Blóðbankinn er sósíaliskur banki, tekið frá þeim sem eiga og látið renna til þeirra sem þurfa. Stýrivaxtahækkun seðlabankans hefur engin áhrif á endurgreiðslukröfu þessa banka á hendur þiggjenda. Endurgreiðslukrafan er engin og hefur aldrei verið.

Því miður held ég að mikið lausafé sé bundið í einstaklingum sem enn hafa ekki látið verða af því að skrá sig sem blóðgjafa (hluthafa án rétts til ágóða umfram aðra þegna).  Því er þörf á meiri og stöðugri kynningu á þessu.

Takk fyrir að vekja máls á þessu.

Kristjana Bjarnadóttir, 11.4.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Blóðbankinn er eini bankinn í landinu sem stendur fyrir sínu

Ég hef verið reglulegur gestur þar til að gefa og fá kaffi á eftir

Þetta er eitt af því auðveldasta  sem maður getur gert fyrir samborgara sína. kostar ekkert og fær kaffi og með því á eftir

Steinþór Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 14:39

3 identicon

Sammála. Og það þyrfti líka eitthvað að gera til þess að blása á þessar algengu mýtur í kringum blóðgjafir. Það eru margir sem halda að þær séu hættulegar eða sársaukafullar og svo eru jafnvel enn fleiri sem segjast "halda" að þeir geti ekki gefið blóð.

Sumum er uppálagt að gefa ekki blóð, en slíkt ákvarðast af blóðprufu sem framkvæmd er í Blóðbankanum. Ef fólk reynist of blóðlítið, þá einfaldlega kemur það í ljós áður en þessir 450 millilítrar af blóði eru teknir og það reynir þá ekkert á neina hættu.

Hildur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:05

4 identicon

Því miður var mér hafnað. Og ég sem er í svo sjaldgæfum blóðflokki að það þurfti blóð að sunnan, þegar ég var blóðþegi. Þá voru bara tveir á Akureyri sem voru gjafar í þessum flokki, og voru þess vegna hafðir til vara, ef allt færi á versta veg með mig.

En, þurfti ekki á þeim að halda. Svo ég er ómengaður Sunnlendingur ennþá

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:45

5 identicon

Neineinei.

Blóðbankinn er frábært dæmi um banka sem við Íslendingar getum auglýst sjálf. Það þarf ekki að ausa fé úr sjóðum almennings til þess að auglýsa hann, heldur væri nóg ef við blóðgjafar settum upp auglýsingar fyrir bankann, frumsamdar eða sem bankinn safnar.

Lausnin ætti alls ekki að vera að taka af skattfénu. 

Halli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:56

6 identicon

Hér eru nokkrar auglýsingar sem bloggarar mega eflaust nota: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/auglysingar

Svo má finna myndir af netinu:

1. blóðfjölskyldan: http://www.deiglan.com/myndir/blod2.gif og blóðflokkafjölskyldan: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/Files/familia/%24file/familia.gif

2. Samfylkingarblóð: http://old.ogvodafone.is/Uploads/Images/Bl%C3%B3%C3%B0bankinn.jpg

3. blóðgjöf er lífsgjöf: http://www.skessuhorn.is/images/Mynd_0220042.jpg 

Halli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:25

7 identicon

Sæll Dofri.

Ég bendi þér á að meðan Blóðbankinn hafnar blóði hommanna þá vorkenni ég þeim ekkert. Þú skalt átta þig á að þetta er eini bankinn sem leyfir einum þjóðfélagshópi ekki að leggja inn. Ég vil benda þér að í hópi okkar hommanna leynist margt gæðablóðið. Á meðan svona háttar til þá vorkenni ég þessum ágæta banka ekki neitt. Allt tal um einhverjar alþjóðlegar reglur í þessum efnum er bara fyrirsláttur og vitleysa.

Gæðablóð (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Gef með glöðu geði - fékk medalíu síðast...

Hvet alla til þess sama.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 11.4.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Best að athuga þetta gaumgæfilega.  Þakka þér fyrir ábendinguna Dofri.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:58

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég hef gefið 35 sinnum síðan ég varð 20 ára.. AB+ gæðablóð.

Óskar Þorkelsson, 12.4.2008 kl. 02:01

11 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Halli, besta auglýsing Blóðbankans er jákvætt umtal og ánægðir viðskiptavinir. Því er mikils virði að almennir borgarar hvetji hvern annan til að gefa. Það er Dofri t.d. að gera með þessum pistli. Í þjóðfélagi þar sem áreiti er mikið er það bara ekki nóg og nýliðun blóðgjafa þyrfti að vera meiri. Til þess þarf meiri kynningu og hún kostar. Þessar myndir sem þú birtir tengla á eru fínar, það er til kynningarefni fyrir Blóðbankann. Heldur þú að það hafi teiknað sig sjálft? Eða að einhver hafi gert það í sjálfboðavinnu? Nei, það kostar peninga að útbúa svona efni og koma því á framfæri og það er það sem Dofri er líka að fjalla um og benda á að Blóðbankinn fær enga fjárveitingu í.

Gæðablóð, barátta homma fyrir að fá að gefa blóð er alþjóðleg. Það hjálpar henni hins vegar ekki að berjast gegn því að fólk gefi blóð, slíkt bitnar á þeim sem þurfa að þiggja blóð. Samkynhneigðir eru líka í þeim hópi.

Kristjana Bjarnadóttir, 12.4.2008 kl. 07:33

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hef þrisvar sinnum farið í blóðbankann til að gefa blóð, en alltaf verið hafnað vegna nýlegra ferða um kólerusvæði. Reyndar væri hægt að gera einhverjar ráðstafanir, en þær væru algjörlega á minn kostnað.

Þetta er virkilega flott grein hjá þér, og umræðan í kjölfarið afar jákvæð. 

Hrannar Baldursson, 12.4.2008 kl. 09:54

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Súper hugmynd!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 16:49

14 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Búinn að gefa blóð nokkuð reglulega í einhver 35  ár. Kannski ekki alveg nógu duglegur því ég er bara búinn að gefa tæplega 50 sinnum. Þeir eru nú reyndar hættir að mæla nema blóðþrýstinginn áður en maður gefur, þannig þó maður væri hálfblóðlaus eins og það er kallað þegar vantar járn í blóðið þá tappa þeir samt af manni þessum tæplega hálfa lítra.

En það er frábært að koma þarna og þiggja kaffi og með því, þó það hafi nú verið dálítið heimilislegra á gamla staðnum. 

Gísli Sigurðsson, 14.4.2008 kl. 18:22

15 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Þörf umræða og rétt að vekja máls á þessu. Fór að gefa blóð fyrir 6 árum vegna þess að strákarnir í 70 mínútum vöktu máls á þessu málefni. Hef haldið því enda finnst mér þetta þjóðþrifaverk og við vitum aldrei hvenær við sjálf þurfum á blóði að halda.

Þarf ekki að vera stór upphæð sem bankinn fær til kynningamál svo það skili árangri. 

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 14.4.2008 kl. 23:11

16 identicon

Mér finnst aðallega merkilegt að fullorðnir og -frískir menn séu að státa sig af að hafa gefið blóð tvisvar eða þrisvar.  Eða "..fór að gefa blóð fyrir 6 árum".  Kynningamál Blóðbankans hafa mér fundist vera með ágætum og reyndar til fyrirmyndar.  Það segjast u.þ.b. allir sem maður þekkir, vera á leiðinni til að gefa blóð, en gera það samt ekki.  Þetta er ekki spurning um meiri skattpeninga í auglýsingar.  Fólk þarf bara að hætta þessari sýndarmennsku og fara og gefa blóð.

Örn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:22

17 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Undarleg afstaða (Örn) til þeirra sem taka upp á því að fara að gefa blóð.  Það er ekkert sjálfsagt við það að gefa blóð, enginn á neina kröfu á mann til tíundar þar.

Ég fyrir mitt leyti lét til leiðast þegar ég var 18 ára þar sem boðið var upp á blóðgjöf í stað þess að sitja tíma í tölfræði.  Með ágætum leiðinlegt fag og hef ég því lagt mig eftir að gefa blóð síðan.  "Tölfræðilega" er enginn betri en annar þar. 

En ég tek þó ofan fyrir þeim almennt sem gera þetta. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 18.4.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband