11.4.2008 | 12:24
Lausafjárstaða Blóðbankans - ábending til Guðlaugs Þórs
Það var hringt í mig frá Blóðbankanum fyrir hádegið og spurt hvort ég gæti komið strax og gefið blóð. Hef einu sinni farið áður og þá kom í ljós að ég er í blóðflokki O mínus sem mun vera afar eftirsótt blóð af því það er hægt að gefa fólki í öllum blóðflokkum.
Ég skellti mér í frakkann og arkaði yfir Skólavörðuholtið. Þetta tók ekki langan tíma, var hvorki sárt eða hræðilegt og ég fékk kaffi og með því á eftir. Við vorum nokkur að gæða okkur á veitingunum þegar yfirlæknirinn kom og þakkaði okkur fyrir að bregðast skjótt við.
Í spjalli við yfirlækninn kom nokkuð í ljós sem ekki er síður alvarlegt en staða hinna bankanna - að Blóðbankinn fær ekki krónu til að kynna starfsemi sína og stækka blóðgjafahóp sinn! Öll blóðsöfnun í landinu byggist á blóðgjöfum 10 þúsund einstaklinga sem eru rétt rúm 3% landsmanna. Ólíkt hinum bönkunum sem hafa ómælt kynningarfé og blóðmjólka landsmenn alla.
Þessu finnst mér að heilbrigðisráðherra og sveitungi minn í Grafarvogshreppi, Guðlaugur Þór Þórðarson, ætti að kippa í liðinn ekki seinna en á næstu fjárlögum sem núna eru einmitt í undirbúningi. Ég skora hér með á hann að gera það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2008 kl. 10:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 490978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Takk fyrir.
Blóðbankinn er sósíaliskur banki, tekið frá þeim sem eiga og látið renna til þeirra sem þurfa. Stýrivaxtahækkun seðlabankans hefur engin áhrif á endurgreiðslukröfu þessa banka á hendur þiggjenda. Endurgreiðslukrafan er engin og hefur aldrei verið.
Því miður held ég að mikið lausafé sé bundið í einstaklingum sem enn hafa ekki látið verða af því að skrá sig sem blóðgjafa (hluthafa án rétts til ágóða umfram aðra þegna). Því er þörf á meiri og stöðugri kynningu á þessu.
Takk fyrir að vekja máls á þessu.
Kristjana Bjarnadóttir, 11.4.2008 kl. 12:59
Blóðbankinn er eini bankinn í landinu sem stendur fyrir sínu
Ég hef verið reglulegur gestur þar til að gefa og fá kaffi á eftir
Þetta er eitt af því auðveldasta sem maður getur gert fyrir samborgara sína. kostar ekkert og fær kaffi og með því á eftir
Steinþór Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 14:39
Sammála. Og það þyrfti líka eitthvað að gera til þess að blása á þessar algengu mýtur í kringum blóðgjafir. Það eru margir sem halda að þær séu hættulegar eða sársaukafullar og svo eru jafnvel enn fleiri sem segjast "halda" að þeir geti ekki gefið blóð.
Sumum er uppálagt að gefa ekki blóð, en slíkt ákvarðast af blóðprufu sem framkvæmd er í Blóðbankanum. Ef fólk reynist of blóðlítið, þá einfaldlega kemur það í ljós áður en þessir 450 millilítrar af blóði eru teknir og það reynir þá ekkert á neina hættu.
Hildur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:05
Því miður var mér hafnað. Og ég sem er í svo sjaldgæfum blóðflokki að það þurfti blóð að sunnan, þegar ég var blóðþegi. Þá voru bara tveir á Akureyri sem voru gjafar í þessum flokki, og voru þess vegna hafðir til vara, ef allt færi á versta veg með mig.
En, þurfti ekki á þeim að halda. Svo ég er ómengaður Sunnlendingur ennþá
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:45
Neineinei.
Blóðbankinn er frábært dæmi um banka sem við Íslendingar getum auglýst sjálf. Það þarf ekki að ausa fé úr sjóðum almennings til þess að auglýsa hann, heldur væri nóg ef við blóðgjafar settum upp auglýsingar fyrir bankann, frumsamdar eða sem bankinn safnar.
Lausnin ætti alls ekki að vera að taka af skattfénu.
Halli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:56
Hér eru nokkrar auglýsingar sem bloggarar mega eflaust nota: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/auglysingar
Svo má finna myndir af netinu:
1. blóðfjölskyldan: http://www.deiglan.com/myndir/blod2.gif og blóðflokkafjölskyldan: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/Files/familia/%24file/familia.gif
2. Samfylkingarblóð: http://old.ogvodafone.is/Uploads/Images/Bl%C3%B3%C3%B0bankinn.jpg
3. blóðgjöf er lífsgjöf: http://www.skessuhorn.is/images/Mynd_0220042.jpg
Halli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:25
Sæll Dofri.
Ég bendi þér á að meðan Blóðbankinn hafnar blóði hommanna þá vorkenni ég þeim ekkert. Þú skalt átta þig á að þetta er eini bankinn sem leyfir einum þjóðfélagshópi ekki að leggja inn. Ég vil benda þér að í hópi okkar hommanna leynist margt gæðablóðið. Á meðan svona háttar til þá vorkenni ég þessum ágæta banka ekki neitt. Allt tal um einhverjar alþjóðlegar reglur í þessum efnum er bara fyrirsláttur og vitleysa.
Gæðablóð (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:30
Gef með glöðu geði - fékk medalíu síðast...
Hvet alla til þess sama.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 11.4.2008 kl. 21:42
Best að athuga þetta gaumgæfilega. Þakka þér fyrir ábendinguna Dofri.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:58
ég hef gefið 35 sinnum síðan ég varð 20 ára.. AB+ gæðablóð.
Óskar Þorkelsson, 12.4.2008 kl. 02:01
Halli, besta auglýsing Blóðbankans er jákvætt umtal og ánægðir viðskiptavinir. Því er mikils virði að almennir borgarar hvetji hvern annan til að gefa. Það er Dofri t.d. að gera með þessum pistli. Í þjóðfélagi þar sem áreiti er mikið er það bara ekki nóg og nýliðun blóðgjafa þyrfti að vera meiri. Til þess þarf meiri kynningu og hún kostar. Þessar myndir sem þú birtir tengla á eru fínar, það er til kynningarefni fyrir Blóðbankann. Heldur þú að það hafi teiknað sig sjálft? Eða að einhver hafi gert það í sjálfboðavinnu? Nei, það kostar peninga að útbúa svona efni og koma því á framfæri og það er það sem Dofri er líka að fjalla um og benda á að Blóðbankinn fær enga fjárveitingu í.
Gæðablóð, barátta homma fyrir að fá að gefa blóð er alþjóðleg. Það hjálpar henni hins vegar ekki að berjast gegn því að fólk gefi blóð, slíkt bitnar á þeim sem þurfa að þiggja blóð. Samkynhneigðir eru líka í þeim hópi.
Kristjana Bjarnadóttir, 12.4.2008 kl. 07:33
Ég hef þrisvar sinnum farið í blóðbankann til að gefa blóð, en alltaf verið hafnað vegna nýlegra ferða um kólerusvæði. Reyndar væri hægt að gera einhverjar ráðstafanir, en þær væru algjörlega á minn kostnað.
Þetta er virkilega flott grein hjá þér, og umræðan í kjölfarið afar jákvæð.
Hrannar Baldursson, 12.4.2008 kl. 09:54
Súper hugmynd!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 16:49
Búinn að gefa blóð nokkuð reglulega í einhver 35 ár. Kannski ekki alveg nógu duglegur því ég er bara búinn að gefa tæplega 50 sinnum. Þeir eru nú reyndar hættir að mæla nema blóðþrýstinginn áður en maður gefur, þannig þó maður væri hálfblóðlaus eins og það er kallað þegar vantar járn í blóðið þá tappa þeir samt af manni þessum tæplega hálfa lítra.
En það er frábært að koma þarna og þiggja kaffi og með því, þó það hafi nú verið dálítið heimilislegra á gamla staðnum.
Gísli Sigurðsson, 14.4.2008 kl. 18:22
Þörf umræða og rétt að vekja máls á þessu. Fór að gefa blóð fyrir 6 árum vegna þess að strákarnir í 70 mínútum vöktu máls á þessu málefni. Hef haldið því enda finnst mér þetta þjóðþrifaverk og við vitum aldrei hvenær við sjálf þurfum á blóði að halda.
Þarf ekki að vera stór upphæð sem bankinn fær til kynningamál svo það skili árangri.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 14.4.2008 kl. 23:11
Mér finnst aðallega merkilegt að fullorðnir og -frískir menn séu að státa sig af að hafa gefið blóð tvisvar eða þrisvar. Eða "..fór að gefa blóð fyrir 6 árum". Kynningamál Blóðbankans hafa mér fundist vera með ágætum og reyndar til fyrirmyndar. Það segjast u.þ.b. allir sem maður þekkir, vera á leiðinni til að gefa blóð, en gera það samt ekki. Þetta er ekki spurning um meiri skattpeninga í auglýsingar. Fólk þarf bara að hætta þessari sýndarmennsku og fara og gefa blóð.
Örn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:22
Undarleg afstaða (Örn) til þeirra sem taka upp á því að fara að gefa blóð. Það er ekkert sjálfsagt við það að gefa blóð, enginn á neina kröfu á mann til tíundar þar.
Ég fyrir mitt leyti lét til leiðast þegar ég var 18 ára þar sem boðið var upp á blóðgjöf í stað þess að sitja tíma í tölfræði. Með ágætum leiðinlegt fag og hef ég því lagt mig eftir að gefa blóð síðan. "Tölfræðilega" er enginn betri en annar þar.
En ég tek þó ofan fyrir þeim almennt sem gera þetta.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 18.4.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.