Söluræða bæjarstjóra um Hálfver

Í nóvember í fyrra kom hópur erlendra fjárfesta í heimsókn til að kynna sér starfsemi Norðuráls á Grundartanga og áformin um byggingu álvers í Helguvík.

Þegar rútan kom í Reykjanesbæ eftir kynningu á Grundartanga hoppaði glaðbeittur bæjarstjóri Reykjanesbæjar upp í rútuna og fór að kynna fyrir mönnum áformin í Helguvík. Í máli hans kom meðal annars fram að 1. áfangi væri bara formsatriði, 2. áfangi væri skammt undan og því næst yrði stefnan tekin á 350-400 þúsund tonn - "or why not even 500.000 tons!"

Í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja fyrir síðasta ár segir:

Á árinu var gerður orkusamningur við Norðurál um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Samkvæmt honum á HS hf að afhenda Norðuráli allt að 150 MW í árslok 2010 til verkefnisins enda verði arðsemi virkjana ásættanleg. Ljóst er að tíminn er stuttur þannig að allt verður að ganga upp svo orkuafhending geti hafist á réttum tíma .

Mikil ásókn hefur verið í raforku til notenda sem þurfa 10 - 50 MW fyrir sína starfsemi . Ljóst er að ekki verður hægt að verða við óskum þessara aðila nema að litlu leyti eins og staðan er í dag þar sem undirbúningur og skipulagsvinna fyrir nýjar virkjanir er alltaf að lengjast.

Búist er við að ferðamönnum sem leggja leið sína um Reykjanesið muni á næstu 5 árum fjölga um allt að 2 milljónir en við það munu skapast um 2.000 ný störf við flugþjónustu. Reynslan erlendis frá sýnir að atvinnu- og viðskiptalíf á Reykjanesskaganum á gríðarlega mikla og fjölbreytta vaxtarmöguleika.

Síðari málsgreinin úr ársskýrslu HS hér að ofan er hins vegar í takti við það sem farið er að kvisast að ekki sé lengur pláss fyrir minni fyrirtæki í áætlunum Reykjanesbæjar og HS.
Álverið tekur allt til sín.

Hvað er athugavert við fjölbreytt atvinnulíf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður Dofri minn, þá var það í höndum Samfylkingarinnar að stoppa þessa vitleysu, en hún brást.  Það þarf enginn að segja mér að umhverfisráðherra hefði ekki getað stoppað þetta af ef hún hefði virkilega viljað.  Þetta með að verða að halda sig við lög er bara bullshit og hafi hún ævarandi skömm fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já ætla mætti að betri partur Samfylkingarinnar hafi farið á fjöll við stjórnarskiptin í fyrra og sé ekki kominn til baka. Hinn parturinn er nánast að verða samvaxinn Sjálfstæðisflokknum enda vilja völdin oft glepja gott fólk hvar sem þau í flokki standa.

Góð samlíkingin hjá þér Dofri um „hálfver“.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2008 kl. 10:24

3 identicon

Það þarf sterk bein. og heiðarlega einstaklinga, til að þola það að hafa mikil völd.

Hverjir eru svo þeir sem veljast í efstu sætin á listum flokkanna? 

Ég er ekki að segja að engir þeirra hafi þetta tvennt, en allavega er glígjan enn fyrir augum sumra.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:37

4 identicon

Því miður er samfylkingin engu betri en framsóknarflokkurinn þegar kemur að stóriðju. Kjósendur sjálfstæðisflokksins vissu a.m.k. að þeir væru að kjósa yfir sig stóriðju. Vonbrigði ársins er umhverfisráðherra. Hún hefði frekar átt að segja af sér en að hleypa öllu þessu í geng orðalaust. IGS er búin að gleyma öllu um fagra Ísland. Ég er vægast sagt svekkt yfir framtaksleysi samfylkingarinnar og svekkt yfir því hvernig tóks til að sækja atkvæði til fólks sem trúði því að flokknum væri alvara með "fagra Íslandi".

Hvað ætlar svo samfylkingin og Þórunn að gera vegna Urriðafossvirkjunar? Það er næsti prófsteinn.

Andrea Þormar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég veit ekki betur en að Samfylkingin hafi þá stefnu í umhverfismálum að nýting og vernd eigi að geta farið saman.  Það er mín skoðun að okkur beri að setja umhverfið í öndvegi, en það þýðir ekki að ekki megi virkja neitt eða byggja neitt hús.

Framsóknarflokkur og Frjálslyndir hafa sett fram þá stefnu að því meiri stóriðja, því betra.  Samfylkingin hefur ekki þá stefnu.

Fagra Ísland gengur út á sátt milli umhverfisverndar og nýtingar.  Ég vona að sú hugsun sé enn leiðarljós Samfylkingarinnar.

Bestu kveðjur.

Jón Halldór Guðmundsson, 16.4.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband