Hvar er sannfæring Hannesaræskunnar?

Þessa frétt má sjá á www.visir.is - afar athyglisvert í ljósi þess að 6 menningarnir stefndu meirihlutanum í strand vegna ófrávíkjanlegrar kröfu um að REI yrði selt eins hratt og mögulegt var. Sú krafa var sett fram vegna óbilandi sannfæringar þeirra fyrir því að borgin, sem opinber aðili, ætti alls ekki að standa í svona starfsemi.

“Sjálfstæðismennirnir sem settu allt í loft upp í október s.l. vegna útrásarverkefna Orkuveitunnar fara nú fremstir í flokki í að fylgja eftir þeirri stefnu sem samræmdist ekki grundvallarlífsýn þeirra sjálfra fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan og sprengdi þáverandi meirihluta,” segir í bókun Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, á borgarstjórnarfundi í kvöld en þar var stefna meirihlutans í orkuútrás til umræðu í framhaldi af því að Kjartan Magnússon, formaður Orkuveitu Reykjavíkur, og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, undirritaði í Djíbútí, samning um þátttöku OR og REI í virkjunarverkefni þar í landi.

“Útrásarstefna meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks virðist vera sú sama og mörkuð var í tíð 1. meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þar sem útrásarverkefni Orkuveitu Reykjavíkur voru sameinuð í fyrirtækinu REI, (Reykjavík Energy Invest),” segir í bókun Óskars Bergssonar. “Sjálfstæðisflokkurinn hljóp hins vegar frá þeirri stefnu vegna þess að það samræmdist ekki grundvallarhugmyndafræði þeirra að Orkuveita Reykjavíkur sinnti öðrum verkefnum en kjarnastarfsemi. Það samræmdist ekki grundavallarhugsjónum þeirra að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri í áhættusömum samkeppnisgreinum. Núna fer fyrir útrásarfyrirtækinu REI, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann undirritar viljayfirlýsingar um auknar fjárskuldbindingar til útrásarverkefna. Sjálfstæðismennirnir sem settu allt í loft upp í október s.l. vegna útrásarverkefna Orkuveitunnar fara nú fremstir í flokki í að fylgja eftir þeirri stefnu sem samræmdist ekki grundvallarlífsýn þeirra sjálfra fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan og sprengdi þáverandi meirihluta.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það þarf að fara að skipta um nafn á sjálftektarflokknum.. flokkur óráðsíu og spillingar.

Óskar Þorkelsson, 16.4.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg komin tími á að gefa Sjálfstæðismönnum langt frí frá kjötkötlunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband