16.4.2008 | 22:00
Mótsagnakennd þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis
Annars vegar segir fjármálaráðuneytið að þensluáhrif framkvæmda muni koma á góðum tíma en hins vegar að Seðlabankinn muni bregðast við með hækkun stýrivaxta!
Reynum að átta okkur á hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu - og ekki síður fyrir heimilin í Reykjanesbæ.
Skuldir heimilanna eru um 1.500 milljarðar. Þar af eru um 1.000 milljarðar í verðtryggðum krónum.
Ef það dregst um eitt ár að lækka vexti um 5% eykur það kostnað heimilanna um 75 milljarða.
Ef það dregst um eitt ár að lækka verðbólguna um 4% hækkar það höfuðstól skulda heimilanna um 40 milljarða.
Kostnaður heimilanna af því að fresta lækkunarferlinu um eitt ár væri því samtals um 135 milljarðar eða um 1,8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Líka á Suðurnesjum.
Skuldir Reykjanesbæjar fyrir utan lífeyrisskuldbindingar eru um 8 milljarðar, þar af um 6 í verðtryggðum krónum skv. síðasta ársuppgjöri. Samsvarandi dráttur á vaxtalækkun mun því auka vaxta- og verðbólgukostnað Reykjanesbæjar um ca 640 milljónir króna eða um 187 þúsund kr. aukalega á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykjanesbæ.
Bæjarbúar í Reykjanesbæ tapa því enn meira en við hin á þeirri sjússastefnu í efnahagsmálum sem bygging Helguvíkurálvers hefur í för með sér eða samtals um tveimur milljónum króna á ári miðað við gefnar forsendur.
Mótsagnirnar sem felast í því að tala um álversframkvæmdir í Helguvík eins og líknandi smyrsl þegar fyrir liggur að þær stuðla að enn hærri vöxtum sýnir okkur þann pólitíska lit sem er á efnahagsspá ráðuneytisins.
Þau eru dýr leiðtogaprófkjörin sjálfstæðismanna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ágætt hjá þér Dofri.
Það er ekki oft sem sjá má svo skynsamlegar hugleiðingar stjórnmálamanna. Það verður að segjast eins og er að ákvarðanir forsvarsmanna Reykjanesbæjar v/álver í Helguvík lýsa bæði ótrúlegri mikilli þröngsýni og mikilli skammsýni á mikilvæg verðmæti komandi kynslóða, sem ætlunin er nú að fórna á næstu árum...
Hundshausinn, 16.4.2008 kl. 22:14
Ég er innilega sammála ykkur osa báðum og tek undir hvert orð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 23:36
Þessi líking hjá þér um að kalla atvinnuskapandi verkefni "sjússastefnu" er fáránleg. Eru þá bara ekki öll atvinnuuppbyggingin sjússastefna?
Nei, kynntu þér hagfræði betur, Dofri. Atvinnuuppbygging, þar með talin uppbygging áliðnaðar, er hluti af stöðugri uppbyggingu sérhvers ríkis.
Að reisa netþjónabú, er það þá ekki sjússastefna?
Að gera stórátak í ferðamálum til að hrúga hingað til lands allt að 1 mió. ferðamanna og veita til þess stórfé úr ríkissjóði svo jafnvel þurfi að hækka skatta, er það ekki sjússastefna?
Ekki veit ég hvað þú vilt gera Dofri, til að skapa hér atvinnu fyrir komandi kynslóðir. Amk. ertu mjög ógreinilegur hvað þetta varðar. Þú talar mikið um ferðamennsku, eins og hún sé einhver töfralausn. Ferðamennska yrði bara árstíðarbundin hliðargreinatvinnugrein á einstökum svæðum.
Svo er líka spurning hvort að ferðamennska sé svo umhverfisvæn. Þurfa ferðamenn ekki að koma til landsins á flugvélum sem búnar eru til úr áli, brenna eldsneyti sem unnið hefur verið í olíuhreinsistöðvum. Svo þurfa ferðamenn að ferðast um landið í stórum rútum sem ganga fyrir dieselolíu, aka um á ofur-jeppum um hálendið sem tæta landið upp með risa-stórum hjólbörðum sínum. Umhverfisvænt eða hitt þá heldur.
Guðmundur Fr. Benediktsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:11
Guðmundur.
Bendi þér á að skoða
http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/459172/ um hagfræði og sjússastefnu
http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/456537/ um aðrar hugmyndir í atvinnumálum
Við frekari leit gætirðu fundið meira af góðum hugmyndum og rök fyrir því af hverju stórkallalausnir í byggðamálum eru slæm hugmynd.
Þetta með ferðaþjónustuna sem árstíðabundna hliðargrein á ekki lengur við en hitt er rétt að ferðaþjónustu fylgir líka álag á náttúruna ef umferð er ekki stjórnað almennilega. Það hefur mörgum þjóðum tekist prýðilega og engin ástæða til þess að við getum það ekki líka.
Hvað mengun frá flugumferð varðar þá er hún staðreynd sem þarf að takast á við en svo ég snúi rökunum upp á þig til baka - ef þú ert svona mikið á móti flugumferð vegna mengunarinnar, þarf þá nokkuð þetta álver til að smíða flugvélar úr?
Dofri Hermannsson, 17.4.2008 kl. 11:09
Mér finnst það sem þú vísar til í þeim tveimur krækjum sem þú hefur á blogg-færslur þínar, frekar þunnur þrettándi og bendir til að þjóðhagfræðikunnátta þín sé afskaplega takmörkuð. Þú ert frekar hugsjónamaður og það er bara allt í lagi með það, þú hefur virðingu mína fyrir það, en ég er bara alls ekki sammála þér í skoðunum.
Mér finnast lausnir þínar eiga vel við í samfélögum sem búa við kosti stærðarhagkvæmni, en það er einungis til eitt slíkt hér á landi, nefnilega Höfuðborgarsvæðið einkanlega, og að flestu leyti Suð-Vesturhornið. Hvað með afganginn af landinu???
Ég veit ekki til annars að eini staðurinn þar sem að ferðamennska sé ekki árstíðarbuninn starfsemi, sé einungis Höfuðborgarsvæðið. Hinn dæmigerði ferðamaður sem kemur til Íslands allan ársins hring er svona:
Ég spyr þig, geta staðir t.d. á landsbyggðinni keppt og þessa kosti sem boðið er upp á á Höfuðborgarsvæðinu í ferðaþjónustu???
Þú nefnir hátækni- og hugvitsiðnað og jafnvel kvikmyndaiðnað. Góð hugmynd hjá þér. Þú átt skilið Nóbelsverðlaun fyrir þessa hugmynd! Gallinn við þetta er bara að hugvits- og hátæknistarfsemi þrífst einungis í stórum samfélögum þar sem kostir stórreksturs og stærðarhagkvæmni og nærmarkaðar nýtur við. Þannig er svona samfélag sjálfstyrkjandi og sjálfvaxandi. Við höfum einungis einn svona stað á landinu, nefnilega Höfuðborgarsvæðið.
Þú spyrð mig út í flugumferð. Ég er ekki umhverfisfanatíkus og hef því ekkert á mót flugumferð. Þar fyrir utan er ál notað í fleiri hluti en flugvélar (margir vilja nefna hergögn. Hefur einhver heyrt um skriðdreka smíðaðan úr áli, eða her-rifla?).
Ál er notað í marga hluti, t.d.
Talningin hér að ofan er ekki tæmandi, en nefndir eru helstu hlutir sem við höfum dags-daglega fyrir framan okkur
Stóriðnaður er líka hægt að gera umhverfisvænan, álverið á Reyðarfirði er gott dæmi um það. Þar hefur þetta tekist prýðilega. Kynntu þér málið í staðinn fyrir að vera með sleggjudóma.
Gætir þú ímyndað þér samfélag fyrir austan nú í dag ef ekki hefði komið til álversframkvæmda þar? - eða ertu í svona mikilli afneitun fyrir því jákvæða sem þessar framkvæmdir hafa haft í för með sér? ÞETTA ER EINA STÓRIÐJUVERIÐ Á LANDSBYGGÐINNI. Öll önnur stóriðjuver eru og verða á Suðvesturhorninu, þar með talin netþjónabú, kvikmyndaver og hátækniiðnaður! Enginn virðist hafa áhuga á að reisa starfsstöðvar úti á landi. Hvað með Actavis? - Nei! Hvað með Marel? Nei! Sæir þú Kaupþing flytja höfuðstöðvar sínar til t.d. Seyðisfjarðar?
Hvaða aðrar lausnir hefur þú í byggðamálum aðrar en þær sem að þú kallar með þjósti, stórkallalausnir?
Stefna stjórnvalda er að hér skuli vera borgríki. Er það ásættanlegt, og er það umhverfisvænt, Dofri???
Ég get bara ályktað sem svo að þú sért á mót stóriðjuverum.
Hinsvegar finnst mér skrýtið að fólk (og þar með talinn þú) viljir njóta þeirra gæða sem stóriðjuver framleiða. Ekkert af þessum gæðum má hinsvegar ekki framleiða á Íslandi.
Guðmundur Fr. Benediktsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.