17.4.2008 | 10:50
Þvottastöð fyrir svartagull Pútíns?
Á Eyjunni má finna afar athyglisverða frétt um hinn pólitíska vinkil á Olíuhreinsunarstöðvarmálinu.
Hvað sem líður hrekkleysi sveitastjórans í Vesturbyggð, sem sagðist treysta því að þarna væru góðir menn á ferð af því honum var boðið í kaffi í rússneska sendiráðið, þá virðist Ólafur Egilsson hafa góðar ástæður fyrir því að leyna nöfnum bakhjarla sinna.
Myndin er að skýrast. Fyrrverandi sendiherra hefur náð sér í ákveðin pólitísk viðskiptasambönd og sér möguleika á að nýta sér ótta hrekklausra sveitastjórnamanna sem hafa eðlilegar áhyggjur af atvinnuástandi og framtíðarhorfum byggðar sinnar.
Hin "íslenska hátækni" gengur út á að fá leyfi og fyrirgreiðslu fyrir olíurisa með því að spila á viðkvæma strengi í byggðapólitík. Gaman væri að vita hvað agentinn færi í umboðslaun ef af samningunum verður. En það er væntanlega ekki gefið upp frekar en nafn huldumannanna.
Öllum má hins vegar vera ljóst að Olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði mun ekki draga ungt vel menntað fólk á suðurfirðina. Slík stöð yrði mun líkari olíuborpalli á þurru landi eða vinnubúðunum á Kárahnjúkum. Er það draumurinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég er hræddur um að núverandi efnahagsástand verði notað til þess að koma þessum óskapnaði á legg..
Óskar Þorkelsson, 17.4.2008 kl. 10:58
Dofri minn þó ég sé ekki sammála sumu sem þú lætur frá þér, þá er ég hér algjörlega sammála, við verðum öll að stilla saman strengi sem viljum ´bjarga náttúrunni, og láta í okkur heyra, og láta ráðamenn FINNA að við meinum það sem við segjum, það er komið nóg af álverum, hálfverum olíuhreinsistöðum og virkjunum sem skemma náttúruna. Það er komið nóg!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:04
Ég tek undir að æskilegt sé að hið fyrsta komi í ljós hverjir verði mögulegir fjárfestar að baki áformunum um olíuhreinsistöðina, verði af henni. Hingað til hefur verið sagt að í þreifingunum um aðild að áformunum hafi hugsanleg fyrirtæki óskað eftir tímabundnum trúnaði um aðkomu sína, en slík viðskiptasjónarmið, sem víðast eru talin eðlileg á sambærilegu stigi mála, mega sín lítils gagnvart tortryggni og tali um leyndarhjúp. Þetta þarf allt að skýrast sem fyrst, en þó er eins og það fari framhjá flestum að engin ákvörðun hefur verið tekin í málinu.
Að þessu sögðu þá verð ég að viðurkenna að ég klóra mér í höfðinu yfir því, Dofri, að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur neitað að gefa upp hverjir standa að baki hugsanlegum fjárfestingum við olíuleitina á Drekasvæðinu, sem Össur ýtir undir að af verði. Og meira að segja komið svo langt að búið er að fela fyrirtæki að gera staðarvalsathugun vegna þjónustumiðstöðvar á Íslandi (væntanlega Norð-austurlandi). Það eru farnar yfir 150 milljónir króna úr ríkissjóði í olíuleitarverkefnið, án þess að upplýst hafi verið hvaða erlendu fjárfestar eru að baki. Er það Rússneska mafían? Bandarísk olíufyrirtæki? Kannski bara englar með firnasterkt viðskiptasiðferði? Hvers vegna hefur Össur ekki upplýst um þetta - hvað á þessi leyndarhjúpur að þýða, á sama tíma og ráðherrann kvartar yfir því að vita ekki um fjárfestana í hinu dæminu? Hvar er samræmið? Þú getur kannski hjálpað mér, Dofri?
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 14:02
Mér sýnist nú vera megin munur á þessu tvennu. Opinbert fé hefur verið sett í rannsóknir fyrir olíuhreinsunarstöð sem enginn veit hver ætlar að reisa nema tveir sendiherrar, einn fyrverandi íslenskur og einn rússneskur.
Ráðamönnum, sem hafa það að atvinnu að taka ákvarðanir um þessi mál, er leynt því um hvaða aðila er um að ræða og eina trygging þeirra að um ábyrga aðila sé um að ræða er kaffiboð rússneska sendiherrans. Ekki batnar þetta heldur ef rétt reynist það sem Kompás gaf í skyn, að um sé að ræða aðila sem sölsuðu undir sig opinber rússnesk olíufélög.
En varðandi olíuleitina að þá eru ráðamenn ekki að taka neinar ákvarðanir með bundið fyrir augun heldur er bara ekki gefið upp opinberlega strax um hverja er um að ræða.
Ingólfur, 17.4.2008 kl. 14:30
Sæll Friðrik Þór. Ekki hefur verið rætt, hvað þá samið um fjárfestingar í olíuleit. Sú vinna sem hingað til hefur verið lögð í þetta hefur farið fram hjá innlendum stofnunum. Ef til þess kemur að olíuleitarsvæðin þyki spennandi verða leyfin til olíuleitar einfaldlega boðin út. Ekkert leyndardómsfullt við það. Hvað þá sambærilegt við huldumenn Ólafs Egilssonar.
Hitt er svo annað mál, hvort yfir höfuð eigi að leggja peninga í að leita að olíu nú þegar heimurinn er á harðahlaupum frá þeim orkugjafa vegna mengunar. Ef af olíuleit verður og ef olía finnst verður það í fyrsta lagi eftir 10-15 ár sem olía kæmi upp. Hvar við stöndum þá með olíu sem orkugjafa er ekki gott að segja. Kannski verður hún bönnuð eða notkun hennar stórkostlega takmörkuð eins og reykingar í dag.
Dofri Hermannsson, 17.4.2008 kl. 14:31
Össur Skarphéðinsson hefur í fjölmiðlum neitað að upplýsa um þá aðila sem tengjast olíuleitinni. Það hljóta því að vera huldumenn í leyndarhjúp. Líklega Mafíósar.
Ég sé engan eðlismun á þessu tvennu. Þegar að því kemur og ef olíuvinnslan vinnst á útboði, þá hlýtur að vakna spurning hvort Össur láti umhverfissjónarmið og viðskiptasiðferði ráða för. Koma Lukoil eða Gazprom til greina? Hin syndlausu Amerísku olíufélög? Verður sett klásúla í útboðið um viðskiptasiðferði bjóðenda?
Ertu viss um það, Dofri, að Össur hafi ekki rætt við neina erlenda aðila og renni bara blint í sjóinn með að bjóða þetta út þegar að því kemur, fyrir alla að bjóða í?
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 16:39
Af hverju á stundum að gefa upp nöfn "huldumanna" en stundum ekki:
"RÚV Fyrst birt: 31.12.2007 12:51. Síðast uppfært: 31.12.2007 13:21Væntir nýrra fyrirtækja hérlendis
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, væntir þess að fyrirtæki sem vinna kísilmálm og sinna gagnageymslu hasli sér völl á Íslandi á nýju ári. Eitt slíkt fyrirtæki, sem er í alvarlegum samningaviðræðum, gæti þurft meira en 100 starfsmenn með doktorsgráðu.Össur segir stefnubreytingu hafa orðið hjá ríkisstjórninni. Nú sé gerð krafa um að til sé orka sem dugi svo stóriðja, önnur en álframleiðsla, geti haslað sér völl hér á landi.Össur gefur ekki upp hvaða fyrirtæki þetta eru, þó séu sum þeirra heimsþekkt stórfyrirtæki á sínu sviði, sem líklegast er að starfi á suðvesturhorninu fyrst um sinn ef samningar nást.Sem byggðamálaráðherra, segist Össur telja, að grípa þurfi til aðgerða á fleiri stöðum en Vestfjörðum til að efla byggð. Það sé verið að reyfa þessa dagana. Sem ráðherra málaflokksins segist Össur horfa sérstaklega til Norðurlands vestra en segir þó að gæta þurfi jafnræðis..".
Kallar svona lagað ekki á að Össur upplýsi það sem hann biður aðra um að upplýsa? Dofri? Ingólfur? Eða má ég fara út um allt og tala um dúbíus huldumenn sem Össur neitar að upplýsa hverjir séu? Ég krefst ærlegra svara. Ef menn ætla að segja að þetta og hitt sé ekki sambærilegt þá óska ég eftir fullnægjandi rökstuðningi, því eitt skal yfir alla ganga, er það ekki?
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 18:10
Verðum við ekki bara vona að Nætur-Össur taki völdin og upplýsi okkur ótýndan almúgan um plott og pretti Dag-Össurrar ?
Ívar Jón Arnarson, 17.4.2008 kl. 18:53
Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir Össur Skarphéðinsson eða aðra misvitra ráðherra en mér verður ekki um sel þegar þetta olíuhreinsunarstöðvarmál er skoðað betur. Hér er verið að tala um stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, hvorki meira né minna. Alþingi virðist lítið hafa um málið að segja á fyrri stigum. Bæjarstjóranum í Vesturbyggð er boðið í kaffi hjá rússneska sendiherranum þar sem hann fær kaffi (lesist kavíar og vodka) og er lofað að hér séu einungis traust og heiðarleg rússnesk fyrirtæki á ferðinni.
Nefnt hefur verið að kostnaðaráætlun sé a.a. 300.000 milljónir. Fyrir þá upphæð mætti hugsanlega kaupa Vesturbyggð eins og hún leggur sig. Augljóslega verður mikill og ákafur stuðningur margra heimamanna þegar slíkar upphæðir eru á sveimi. Þeir sem malda í móinn verða örugglega lagðir í einelti. Væntingar verða gífurlegar og þegar loksins kemur til kasta Alþingis verður of seint að snúa við. Umhverfismat verður marklaust plagg enda unnið af frumkvæði framkvæmdaaðila og ekkert skylt að fara eftir því sem þar stendur. Mengunarkvóta má svo alltaf kaupa eða sækja um undanþágur, ekki satt?
Sigurður Hrellir, 17.4.2008 kl. 19:52
Ég veit ekki með þig Friðrik en mér finnst talsverður munur á því hvort kjörinn fulltrúi sem erlendir aðilar koma til í trúnaði ákveður að halda þann trúnað eða hvort agent sem í eiginhagsmunaskyni er að koma á samningum á milli skipulagsyfirvalda og erlends stórfyrirtækis leynir skipulagsyfirvöld og önnur stjórnvöld því um hvaða aðila er að ræða.
Annars finnst mér athyglisvert hvað þú hefur mikinn áhuga á þessu máli, er það rannsóknablaðamaðurinn í þér eða bara persónulegur áhugi á olíuhreinsun?
Dofri Hermannsson, 17.4.2008 kl. 19:55
Góð spurning Ívar. En ég hef áður gefið Dofra tækifæri á að bera þeta tvennt saman, því ég hef áður bent honum á þetta og óskað eftir samræmi. 31. des. sl. spurði ég Dofra að þessu með eftirfarandi kommenti. Dofri svaraði mér ekki þá um huldumenn og hugsanlega mafíósa iðnaðarráðherrans. Gerir hann það nú?
"Óneitanlega klórar maður sér í höfðinu yfir talinu um huldumenn, þegar maður les þetta eftir iðnaðarráðherra haft: "Össur gefur ekki upp hvaða fyrirtæki þetta eru, þó séu sum þeirra heimsþekkt stórfyrirtæki á sínu sviði". Þarna er ráðherrann að tala um "huldumenn" að baki hugmyndum um kísilmálmverksmiðju (sem er verulega subbulegur iðnaður) og gagnageymslur (netþjóna), en einnig hefur enginn hugmynd um hvaða fyrirtæki kunna að vera að baki leit ráðherrans að olíu á Drekasvæðinu.
Má maður gera ráð fyrir því að iðnaðarráðherra sé krafinn svara um hverjir hans huldumenn eru, af talsmanni flokksins í umhverfismálum? Dofri hefur reyndar ekki verið að svara spurningum mínum hér, sem er miður, því þetta eru sjálfsagðar spurningar og undarlegt hversu hann kemur sér kerfisbundið hjá því að svara þeim. Hver er munurinn á huldumönnunum í olíuhreinsistöðvarmálinu og huldumönnunum iðnaðarráðherrans að baki kísilmálmnum, gagnageymslunum og olíuleitinni á Drekasvæðinu? Fyrir hverja af þessum huldumönnum erum við skattgreiðendur að borga kostnað?"
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 19:56
Sýnist að ég hafi reyndar svarað spurningu þinni um mínútu áður en þú spurðir hennar. Aftur. Kv. Dofri.
Dofri Hermannsson, 17.4.2008 kl. 20:08
Úbs. Meðan ég skrifaði eitt kommentið þá henti Dofri inn svari. Svarið er raunar sorglegt. Hann reynir að gera mig og áhuga minn á málunum tortryggilegan. Á einhvern undarlegan hátt er tortryggilegt að ég hafi áhuga á þessum málum, en væntanlega ekki tortryggilegt að hann hafi áhuga á sömu málum. Hvernig má það vera? Hvernig getur það verið andstætt rannsóknarblaðamennsku að spyrja krítískra spurninga? Það vill svo til að ég skúbbaði málinu á sínum tíma og hef fylgst náið með því síðan og aflað ítarlegra upplýsinga.
Ég hef hér sagt að það sé vitaskuld æskilegt að olíuhreinsunarmennirnir upplýsi sem allra fyrst hvaða fjárfestar séu að baki þeim og hef spurt þá og fengið þau svör að viðræður eigi sér stað og að tímabundinn trúnaður sé í gangi að ósk mögulegra fjárfesta. Og nú velti ég sem sagt fyrir mér hvort ekki eigi að upplýsa hið fyrsta hverjir séu mögulegir fjárfestar í kísilmálmverksmiðju og fleiru, sem Össur hefur ekki viljað gefa upp. Er eitthvað óeðlilegt við þennan áhuga? Er hann ekki einmitt eðlilegur hjá rannsóknarblaðamanni sem vill veita stjórnvöldum aðhald?
Svar Dofra felst í því að leyndarmál af hálfu stjórnvalda séu í lagi en leyndarmál af hálfu manna sem vinna í eiginhagsmunaskini séu það ekki. Í seinna tilvikinu sé í lagi að brjóta trúnað, en í fyrra tilvikinu ekki. Altso; er ég einn um að finnast þetta óboðlegur málflutningur?
Þá þykir mér verulega áahugavert þegar Dofri lýsir því yfir að áformistar um olíuhreinsistöð hafi leynt skipulagsyfirvöldum upplýsingum. Hér er um að ræða afar alvarlega ávirðingu hjá talsmanni Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þessi ásökun krefst frekari útskýringa. Hvaða skipulagsyfirvöld hafa komið að olíuhreinsimálinu og verið leynd upplýsingum? Getur það virkilega verið að skipulagsyfirvöld séu formlega komin í málið og það ekki einu sinni komið á skipulagsstig? Þess utan veistu það mætavel Dofri að síðasta ríkisstjórn breytti lögum sem þýðir að aðkoma ríkisins að málinu er engin, nema óbein í gegnum undirstofnanir, svo sem vegna umhverfismats. Með öðrum orðum eru lögin þannig, og því hefur núverandi ríkisstjórn ekki breytt, að þessum eða öðrum mönnum sem ætla í sambærilegar framkvæmdir þurfa ekki einu sinni að banka upp á hjá iðnaðarráðherra eða umhverfisráðherra. Þess vegna er t.d. Þórunn umhverfisráðherra nú óverðskuldað húðskömmuð fyrir staðfestinguna í Helguvíkurmálinu.
Ég get lofað Dofra því að áhugi minn á málinu er jafn eðlilegur og áhugi hans sjálfs.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 20:15
Datt nú aldrei í hug að áhugi þinn, Friðrik, á málinu væri óeðlilegur.
Sveitastjórnarstigið fer með skipulagsvaldið svo bæjarstjórnir eru þau skipulagsyfirvöld sem ég er að vísa til og hafa ráðist í kostnaðarsamar rannsóknir fyrir Íslenska Hátækni án þess að fá nokkuð að vita um þá aðila sem að baki standa.
Sumum þeirra virðist reyndar slétt sama og nægir kaffisopi og orð rússneska sendiherrans fyrir því að þetta séu ráðvönd fyrirtæki. Sælir eru trúaðir.
Dofri Hermannsson, 17.4.2008 kl. 21:23
Takk, Dofri, fyrir svarið og umræðurnar. Skipulagslega hafa bæjarstjórnirnar tvær samþykkt þverpólitískt að málið sé skoðað og að forathuganir fari fram. En engar skipulagslegar ákvarðanir hafa átt sér stað sem fela í sér endanlegt samþykki. Ef ég samþykki að láta kanna "umhverfisáhrif" og kostnað þess að fella stóra tréð í garðinum mínum þá er ég EKKI að samþykkja að tréð verði fellt.
Mér finnst álit þitt á kjörnum sveitarstjórnarmönnum vera afar athyglivert, en það er önnur saga.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 21:36
Held að þið ættuð að líta aðeins upp úr þessu pólitíska þrasi og skoða hvers vegna þessar hugmyndir eru yfir höfuð til umræðu. Ástæða þess er einfaldlega sú að Vestfirðir sem heild eru á fallanda fæti. Algerlega óábirgar pólitískar ákvarðanir varðandi fiskveiðistjórnun sem var grunnur byggðarlaganna ásamt erfiðum samgöngum (að hætta strandsiglingum bætti nú ekki úr skák) hafa gert það að verkum að ekki stendur steinn yfir steini í atvinnulífi svæðisins.
Staðhættir á Vestfjörðum eru þannig að fiskveiðar eru augljósasti kosturinn til að skapa stöðugan grunnatvinnuveg. Eftir að allt fór til fjandans í kjölfar frjálsrar sölu aflaheimilda hafa vestfirðingar í tvígang gert tilraun til að nýta hina einstöku aðstöðu sem þar er til sjósóknar og þá gríðarlegu fjárfestingu sem liggur í hafnarmannvirkjum og annarri hentugri aðstöðu. Sú fyrri var smábátaútferð sem byggði á sóknardögum. Því kerfi var lokað á mettíma, enda þótti LÍÚ ótækt að eiga ekki allan fisk í sjónum. Í dag er smábátaútgerðin dauð.
Seinni tilraunin var sú að reyna að fara með ferðamenn á sjóstangaveiðar. En NEI, sjóstangveiðiflotinn þurfti sko að kaupa kvóta fyrir þeim afla sem þessar veiðar skiluðu. Þar með er grunninum trúlega kippt undan þessari leið.
Hvatt er til ferðþjónustu og hafa ýmsir aðilar hellt sér í hana af miklum dugnaði. En meðan ferðamannatímabilið er aðeins um 2.5 mánuðið á ári er þess ekki að vænta að ferðaþjónusta standi undir samfélaginu.
Það verður því ekki sagt að vestfirðingar hafi ekki reynt að bjarga sér. Það hefur hins vegar verið slegið samviskusamlega á hendur þeirra af ábyrgðarlausu ríkisvaldi sem hvatt hefur verið áfram af sterkum aðilum í sjávarútvegi.
Frægt varð þegar bæjarstjórinn á Ísafirði lýsti yfir því að vestfirðingar vildu stóriðjulausa vestfirði. Einbeita ætti sér að öðrum lausnum á atvinnumálum vestfirðinga. Þessu var víða fagnað í ljósi ófriðarins vegna Kárahnjúkavirkjunar. Tveimur árum síðar var hann spurður í viðtali hvort eitthvað hefði gerst í atvinnumálum fjórðungsins á tímabilinu. Sposkur svaraði hann "nei, það hefur ekkert gerst".
Í þessu ljósi, hvernig á mönnum að detta annað í hug en að sveitarstjórnir á svæðinu bókstaflega stökkvi á hugmyndir eins og þessa olíuhreinsunarstöð? Það þarf meira að segja ekki að byggja virkjun þar sem orkan yrði framleidd á staðnum með brennslu olíu.
Og snilldin við þetta allt saman er sú að sennilega væri hægt að keyra þessa framkvæmd í gegn á þess að þurfa svo mikið sem að tala við stjórnmálamenn og ríkisvald - þið munið, þessa sem bera í raun mesta ábyrgð á ástandinu fyrir vestan.
Tek það fram í lokin að ég er persónulega ekki hrifinn af hugmyndinni og skil vel áhyggjur Víðis í Grænuhíð. Mundi ekki kæra mig um að fá þetta í næsta dal við bæinn minn.
Haraldur Rafn Ingvason, 17.4.2008 kl. 23:31
Tek undir með Friðrik varðandi muninn á þessari leynd. Annars vegar huldumenn Össurar og hins vegar Ólafs.
Munurinn er hins vegar sá að stöðu sinnar vegna á Össur að standa skil á sínum mönnum verði óskað eftir því (undir flestum kringumstæðum) enda stjórnskipuleg staða hans slík. Ólafur hjá sínu fyrirtæki (eða hvað það nú er) hefur ekki þessa skyldu.
Hitt er annað að iðnaðarráðuneytið hefur með ansi kómískum hætti komið að málefnum Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar varðandi þessa hugmynd. Áhugi er enginn og sætir furðu hvers illa gengur hjá honum að staðsetja sig í ráðuneyti. Umhverfið er honum hugleiknara en framfarir á sviði iðnaðar (ekki það að vatnaskil verði með eða án þessarar olíuhreinsistöðvar).
Og varðandi kostnað af þessum "hugmyndum" þá er hann hverfandi lítill miðað við þann botnlausa fjáraustur í hvaðeina annað sem vinsælla er og betur staðsett.
En einu langar mig að velta upp hér fyrst málefni Vestfjarða eru mönnum svo hugleikin:
- hvernig stendur á því að vinnsluleyfi og staða kalkþörungaverksmiðju á Bílduldal er með þeim hætti að allt er flutt óunnið úr landi í stað þess hliðariðnaðar sem af átti að leiða.
Þarna var farið af stað af litlum efnum af heimamönnum með samvinnu við erlenda aðila sem fjármögnuðu. Áhugi var enginn hjá stjórnvöldum og breyttist ekki við valdatöku Össurar í þessu embætti. Fyrirgreiðsla eða aðkoma iðnaðarráðuneytis var skammarlega lítil, þvældist fyrir þessu verkefni ef eitthvað var.
Þetta svæði hefur átt hvað erfiðast uppdráttar hvað varðar atvinnu og var hugmyndin sú að kalkþörungaverksmiðjan starfaði á fullum afköstum og unnið yrði á vöktum. Staðan er hins vegar ekki sú og áhugi þeirra sem taka við hráefninu stendur til þess að fá það óunnið (merkilegt nokk).
Hér er með öðrum orðum tækifæri fyrir iðnaðarráðuneyti að hysja upp um sig og koma þessum málum í réttan farveg og efna við landsbyggðina eitthvað af þeim fögru loforðum um eitthvað sem mig rekur ekki minni til hvað heitir (enda ekkert bólað á). Tengist skerðingu á aflaheimildum í þorski og afleiðingum þessa.
Það skiptir svo sem litlu hvort þessu erindi verður svarað hér, enda áform um að leita svara hjá þessu skemmtilega ráðuneyti sjái það sér fært að verða við því.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 18.4.2008 kl. 00:08
Sælir ungu áhugamenn, ég hef bara smátt að færa ykkur sem upplýsir um stöðu mála á landsvísu, en hér kemur það; vestfyrðir hafa fengið ef mér skjöplast ekki mest af öllum sporslum ríkisins tilhanda landsbyggðinni fyrir klúðrið með kvótann og niðurrif mjólkurbúanna enda verið háværustu kveinendurnir á meðan hér í Húnaþingi vestra kvarta menn ekki vegna þess að þeir hafa aldrei fengið neinar sporslur og allir íbúar eru til fyrirmyndar og sætta sig við að búa á láglaunasvæði, meira að segja svo grimt er gengið eftir þessu viðhorfi að nýtt líf og ný lífsýn er drepin í fæðingu, hér finnast tryggustu og undir gefnustu þrælar NÝRÍKUDABBANNA í rvíkinni.
ps mitt pers álit; ef þú átt trukk eða jeppa og sérð dabba á vegi rúllaðu þá yfir hann, allir þrælar og fátæklingar verða þér þakklátir.
kv, hef ekki hengt mig enn,enn bráðum.
Elínborg Skúladóttir, 18.4.2008 kl. 00:30
Tek undir með Haraldi Rafni og þekki líka það sem Kristinn segir um sögu kvótamála. Hins vegar finnst mér þetta ægilega þreytt klisja hjá Kristni með að það sé ekki hægt að lifa af neinu nema það sé hægt að bræða afurðina, brenna eða éta.
Ein mesta hættan af þeirri bankakreppu sem nú virðist vera að hefjast er að við missum ungt menntað fólk úr landi. Framtíðin byggist á þessu fólki og því sem það gerir með höfðinu hvort sem það er hugbúnaðargerð, hönnun, sérfræðistörf af ýmsu tagi og allt þarna á milli. Mjög mörg af þessum störfum eru þannig að þau má vinna hvar sem er. Ef sveitarfélög gerðu jafn mikið í því að ná slíku fólki til sín og þau gera sum hver til að krækja í stóriðju held ég að þeim gæti orðið vel ágengt.
Þau hafa mörg hver margt að bjóða ungu fólki, s.s. engan biðlista eftir leikskólaplássi, góða grunnskóla, tónlistarskóla og íþróttafélag. Barnvænt umhverfi og fagra náttúru. Vissir þú Kristinn að á Súðavík vinna þrír forritarar hjá íslensku fyrirtæki með starfsstöðvar í mörgum löndum?
Það er um þessa hluti sem þú og aðrir áhugasamir og velviljaðir landsbyggðarmenn eigið að hugsa og tala. Olíuhreinsunarstöð mun ekki draga ungt fjölskyldufólk vestur. Sveitarfélag sem setti sér markið um að bjóða upp á bestu leik- grunn- og tónlistarskóla, öflugt íþróttastarf o.s.frv. gæti hins vegar dregið að sér framtíðarfólk.
Dofri Hermannsson, 18.4.2008 kl. 15:37
Kjósendur hafa meiri áhyggjur af fylgi "flokksins síns" en eigin afkomu. Þess vegna mun lögum um stjórn fiskveiða ekki verða breytt. Mjög líklega verður olíuhreinsistöð næsta stolt okkar Íslendinga.
Fagra Ísland!
Árni Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.