Myndi gera sig vanhæfan

Ef Össur lýsti yfir þeirri skoðun að eignarnám kæmi ekki til greina áður en málið kemur inn á hans borð sem iðnaðarráðherra þá myndi hann gera sig vanhæfan til að taka ákvörðun í málinu. Það vil ég ekki.

Hins vegar er undarlegt að Landsvirkjun geti byrjað á framkvæmdum án þess að hafa annað hvort semja við landeigiendur eða fá heimild til eignarnáms. Þar er ástæða til að skora á fólk að beita sér. 


mbl.is Sól á Suðurlandi skora á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað á Landsvirkjun að  bíða með allar framkvæmdir þar til og ef virkjanakostir neðrihluta Þjórsár verða allir nýtti - hluti þeirra eða öllum hafnað. 

Framkvæmdir núna eru til þess eins fallnar að rýra enn frekar lítið traust fólks til Landsvirkjunar.

Landsvirkjun gefur ráðandi stjórnarmönnum langt nef með þessu, ef satt reynist. 

Það er ekkert í lagi hvernig Landsvirkjun hagar sér - var ekki verið að mynda nýja stjórn yfir henni- og allt við sama heygarðshornið ?

Sævar Helgason, 27.4.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband