Laglegur foli sá brúni!

Skuggi a vegi.jpgÍ síðustu færslu kom fram að samgönguyfirvöldum er ekki skylt að leggja hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum/þjóðvegum en hins vegar er þeim skylt að leggja reiðvegi meðfram slíkum götum.

Nú hafa Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason sýnt fram á að það er ekkert því til fyrirstöðu að nota reiðhestinn innanbæjar. Mér finnst því alveg athugandi að fara fram á það við samgönguyfirvöld að þau leggi reiðgötur meðfram öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu.

Þá gætu borgarbúar aftur tekið þarfasta þjóninn í notkun sem samgöngutæki til og frá vinnu. Meðal bílastæði kostar um 3,5 milljónir en hins vegar kostar bás í meðalhesthúsi ekki nema um 1,5 milljónir. Stórfyrirtæki eitt sem ég veit að hyggur á nýbyggingu með 4000 bílastæðum gæti því sparað sér 8 milljarða króna með því að breyta bílastæðunum í bása fyrir reiðhesta.

Hugsið ykkur hvað það gæti orðið gaman að fara á fljúgandi tölti niður góða reiðgötu í Ártúnsbrekkunni á morgnana? Eða taka snarpan skeiðsprett á móts við Laugarnesið? Í stað þess að mjakast áfram hvert í sínum bíl gæti fólk sem á samleið talað saman á leiðinni. "Laglegur hjá þér sá brúni!" eða "Undan hverju er hún þessi hágenga rauðblesótta sem þú varst á í gær?"

Með þessu yrði tíminn sem fer í ferðir til og frá vinnu að skemmtilegasta tíma dagsins. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á hestamennsku væru þá búnir að fá dagsskammtinn sinn þegar þeir spretta af í lok vinnudags og gætu því með góðri samvisku eitt kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar.

Hestaborgin Reykjavík?!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frábær hugmynd. Ég vildi einnig leyfa kameldýr sem "samgöngutæki".

Úrsúla Jünemann, 8.5.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábær hugmynd, verst fyrir börnin, sem verða af dásamlegum fjölskyldustundum í hesthúsinu, við gjafir og mokstur, ef foreldrarnir eru búnir að fá sína útiveru útrás. -  En þetta er ekki svo vitlaus hugmynd.  - Minnir mig á bæinn Arnhem í Hollandi sem er lítill bær, að þeirra mælikvarða, þarna búa 250 - 300hundruðþúsund manns. Og inn í miðjum bænum er bóndabýli þar sem börnin geta komist í snertingu við náttúruna og kýr, kindur, geitur og hesta.  - Þar er ekki óalgeng sjón að sjá, ríðandi fólk á ferð eins og þú lýsir hér fyrir ofan.  Þegar ég var þar 97-98 voru þeir einmitt að gera tilraun með vetnisstrætisvagna og rafmagnsstrætisvagna.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.5.2008 kl. 12:46

3 identicon

Aðeins út fyrir efnið hér: Hvernig skyldi rekstrarreikningur bílastæðasjóðs standa - er hagnaður eða tap á apparatinu? Væri gaman að fá upplýsingar um það... sérstaklega í ljósi þess að menn eru ekki lengi að reikna út tap Strætó og kostnað vegna almenningssamgangna.

Gestur (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:43

4 identicon

Þetta lýst mér vel á enda efast ég ekki um að hestaeigendur mundu glaðir borga vegaskatt af hestum sínum, nægjanlegan til að kosta gerð  og viðhald reiðveganna. Og ekki er hætta á að þeir klikkuðu á að hirða upp eftir hesta sína dellurnar af götum borgarinnar.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband