Skýr yfirlýsing Þórunnar

Það var gott að fá þessa yfirlýsingu frá Umhverfisráðherra. Andstæðingar Samfylkingarinnar á þingi hafa verið að reyna að klína því á þingflokkinn að hann vinni að umræddum virkjunum í Þjórsá.

Einkum hafa þeir haft hátt um slíkt sem fyrir tæpum tveimur árum töldu Þjórsárvirkjanir afar heppilegan virkjanakost og fyrir tæpu ári sögðust ekki myndu gera það að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi að hætt yrði við Helguvíkurálver. Nefni engin nöfn.

Iðnaðarráðherra hefur nokkrum sinnum verið spurður um afstöðu sína til eignarnáms vegna virkjana í Þjórsá. Hann hefur neitað að svara því af því með svarinu myndi hann að gera sig vanhæfan til að taka ákvörðun ef til þess kæmi. Það vill ráðherrann ekki.

Hitt hefur ekki komið fram í þessari umræðu að Landsvirkjun á ekki vatnsréttindin heldur ríkið. Aðeins Alþingi hefur heimild til að ráðstafa þessum verðmætum og þess vegna eru virkjanir í Þjórsá háðar samþykki Alþingis fyrir framsali vatnsréttindanna til Landsvirkjunar.


mbl.is Ráðherra styður ekki eignarnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er mjög ánægður með störf Þórunnar í stól umhverfisráðherra.. alvöru kona þar á ferð.

Óskar Þorkelsson, 8.5.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Á síðustu dögum síðustu ríkisstjórnar reyndu þáverandi landbúnaðarráðherra og þá- og núverandi fjármálaráðherra að færa vatnsréttindin yfir til Landsvirkjunar en voru gerðir afturreka með það.

Dofri Hermannsson, 8.5.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Sævar Helgason

Með vatnsréttindi .

Eru innifalin í þessum vatnsréttindum heimildir til að færa vatnasviðið  langt út fyrir farveg Þjórsár- sökkva eignalöndum bújarða og einkaaðila ?

Í árdaga tækinvæðingar hjá fátækri þjóð gat verið réttlætanlegt að beita eignarnámi . 

Það yrði afar langsótt að beita eignarnámi til virkjunar á neðrihluta Þjórsár, á nútíma.

Sævar Helgason, 9.5.2008 kl. 08:14

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Kristinn. Rétt eins og með fjárlög þarf framkvæmdavaldið samþykki Alþingis fyrir eignatilfærslum eða eignaafsali eins og hér er um að ræða til LV. Framvkæmdavaldinu er óheimilt að ráðstafa almannafé nema með samþykki Alþingis.

Dofri Hermannsson, 9.5.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband