Baráttan fyrir Ölkelduhálsinum

Á síðasta borgarstjórnarfundi var hæstvirtur borgarstjóri spurður út í afstöðu sína til Bitruvirkjunar. Hann sagðist myndu láta náttúruna njóta fyllsta vafa - og það er gott ef það stenst. Hann virtist hins vegar ekki vera í það góðu sambandi við hægri hönd sína í þessum málum, Ástu Þorleifsdóttur, að hann viti hvað hún lætur frá sér fara um málið. Lái honum hver sem vill.

Ölkelduhálsinn og Bitrusvæðið er ekki svæði til að virkja heldur svæði sem á að endurheimta. Með því á ég við að þegar kemur að því að endurnýja Búrfellslínu 3 sem liggur um svæðið ætti að færa hana, moka borplönum tilraunaholanna í burtu og færa svæðið í upprunalegra horf.

Þarna er, rétt í túnfætinum hjá höfuðborgarbúum, eitt fjölbreyttasta hverasvæði landsins og í þessu eru mikil verðmæti fólgin. Ekki bara í peningum, því ferðamennska og útivist eru sívaxandi atvinnugreinar, heldur líka til að njóta.

Ég hvet áhugasama til að kynna sér síðuna www.hengill.nu en þar er einmitt núna hægt að fá leiðbeiningar um gerð athugasemda við skipulagstillögu sveitarfélagsins Ölfuss sem leggur til að skipulag á þessu svæði verði breytt úr útivistarsvæði í iðnaðarsvæði.

 

Bitra

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessari baráttu, Dofri. Ekki veitir af. Mig langar að benda fólki á að ef það vill viðbótarupplýsingar er nóg af þeim á bloggsíðunni minni og í þessum pistli lista ég allar færslur þar sem þetta mál kemur við sögu, af nógu er að taka.

Ég skora á alla að kynna sér málið, fara á Hengilssíðuna og taka þátt í að afstýra þessu óhæfuverki getn náttúrunni.

Er hægt að hlusta á eða lesa um þennan borgarstjórnarfund einhvers staðar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:09

2 identicon

Kærar þakkir fyrir að dreifa skilaboðunum - það eru 4 dagar til stefnu til að gera athugasemd! Björn Pálsson var með grein sem lýsir svæðið og afleiðingar virkjunarinnar í Mogganum ígær - hana er hægt að finna á bloggsíðu Láru Hönnu.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:44

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þetta, Dofri. Ég þekki þetta svæði vel sem göngumaður, enda fastur punktur á hverju sumri að fara í "paradísardalinn" eins og fjölskyldan mín kallar þetta til að baða sig í heita læknum. Að láta detta sér í hug að fara af stað þarna og búa til virkjun með öllu því raski sem því fylgir er hreint og beint glæpur. Okkur ber að varðveita svona frábært útivistarsvæði fyrir komandi kynslóðir.

Úrsúla Jünemann, 9.5.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðir hálsar:

Á aðalfundi Landverndar s.l. laugardag flutti Stefán Arnórsson jarðfræðingur erindi. Þar lýsti hann sem gamall reynslubolti í jarðhita áhyggjum sínum um að orkufyrirtækin færu of geyst í að virkja. Tók hann sérstaklega Reykjanesið og Hellisheiðina fram í því sambandi.

Áður en Nesjavallavirkjun kom til sögunnar var þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur stækkað stórlega. Heita vatnið var með auknum þunga sótt til Mosfellssveitar. Hitaveitukerfin þar voru ofnýtt og hefðu verið eyðilögð ef e-ð hefði klikkað við gangsetningu Nesjavallavirkjunar með skelfilegum afleiðingum.

Heyra hefði mátt saumnál detta meðan Stefán flutti erindi sitt. Svo magnað var það. En þetta vilja þeir sem stjórna för ekki heyra. Þeir vilja helst hámarksnýtingu sem endist kannski nokkra áratugi og svo er allt búið.

Hvernig fór með hvalategundir eins og sléttbak og steypireyð? Og síldina sem nánast hvarf um tíma vegna rányrkju. Við erum að horfa upp á rányrkju víðar í náttúrunni en sem tengist dýrum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.5.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband